Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


4.9.2014

7. fundur bæjarráðs

7. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 4. september 2014 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10 

Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir. framkvæmdastjóri, 

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1406097 - Fundargerðir félagsmálanefndar 2014

      2. fundur haldinn 28. ágúst
          Fundargerðin staðfest.

Almenn afgreiðslumál
2. 1408162 - Sýslumaðurinn á Selfossi óskar umsagnar um umsókn um rekstrarlayfi - gististaðurinn Oders Ocean View Íragerði 12, heimagisting

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. 

3. 1408157 - Styrkbeiðni Skotíþróttafélags Suðurlands- uppbygging á skotíþróttasvæði
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga. 

4. 0604069 - Tillaga um breytingu á samningi um gjöld á lóðum í Gráhellu
Tillaga um breytingu á samningi um gjald til Sveitarfélagsins Árborgar af íbúðum á skipulagssvæði Gráhellu, sbr. samning dags. 4. apríl 2007 og kvöð, dags. 19. október 2007. 

Bæjarráð samþykkir að veita 25% afslátt af gjaldi sem ætlað er til að mæta útlögðum kostnaði Sveitarfélagsins Árborgar vegna tenginga vega, vatnsveitu og hitaveitu við stofnkerfi vega og veitna. Gjaldið verður lagt á miðað við forsendur upphaflegs deiliskipulags um fjölda íbúða. 20 

Greinargerð: Frá árinu 2011 hefur Sveitarfélagið Árborg veitt 25% afslátt af gatnagerðargjöldum af lóðum í eigu sveitarfélagsins. Lækkunin var ákveðin vegna mikillar hækkunar á byggingarvísitölu. Gjald skv. framangreindum samningi tekur mið af byggingarvísitölu og er grunnvísitala frá apríl 2007. Gjaldi þessu er ætlað að mæta kostnaði sveitarfélagsins sem jafna má til þess kostnaðar sem sveitarfélagið hefur almennt af gatnagerð. Eðlilegt er því að sömu sjónarmið gildi um afslætti. Bæjarráð samþykkir tillöguna. 

5. 0609045 - Tillaga um breytingu á samningi um gjöld á lóðum í Dísarstaðarlandi
Tillaga um breytingu á samningi um gjald til Sveitarfélagsins Árborgar af íbúðum á skipulagssvæði Dísarstaða 3, sbr. samning dags. 26. júlí 2007. 

Bæjarráð samþykkir að veita 25% afslátt af gjaldi sem ætlað er til að mæta útlögðum kostnaði Sveitarfélagsins Árborgar vegna tenginga vega, vatnsveitu og hitaveitu við stofnkerfi vega og veitna. Gjaldið verður lagt á miðað við forsendur upphaflegs deiliskipulags um fjölda íbúða. 

Greinargerð:
Frá árinu 2011 hefur Sveitarfélagið Árborg veitt 25% afslátt af gatnagerðargjöldum af lóðum í eigu sveitarfélagsins. Lækkunin var ákveðin vegna mikillar hækkunar á byggingarvísitölu. Gjald skv. framangreindum samningi tekur mið af byggingarvísitölu og er grunnvísitala frá júní 2007. Gjaldi þessu er ætlað að mæta kostnaði sveitarfélagsins sem jafna má til þess kostnaðar sem sveitarfélagið hefur almennt af gatnagerð. Eðlilegt er því að sömu sjónarmið gildi um afslætti. Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Erindi til kynningar
6. 1408163 - Erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu - Dagur íslenskrar náttúru - 16. september 2014
Lagt fram. 

7. 1408149 - Samþykktir 86. ársfundar Sambands sunnlenskra kvenna
Lagt fram. 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:55

Gunnar Egilsson
Eggert Valur Guðmundsson 
Viðar Helgason
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica