Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29.11.2007

70. fundur bæjarráðs

70. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 29. nóvember 2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar:

1. 0701062 - Fundargerð leikskólanefndar
frá 21.11.07


Fundargerðin staðfest.

2. 0703019 - Fundargerð fagráðs sérdeildar Vallaskóla
frá 17.10.07


Fundargerðin staðfest.

3. 0701068 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
frá 22.11.07


-liður 11, bæjarráð leggur til að deiliskipulagstillaga vegna lóðar 22 í Byggðarhorni verði samþykkt.
-liður 12, bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að leitað verði samþykkis Skipulagsstofnunar um að tillaga að breyttu aðalskipulagi að Eyðimörk austan flugvallar verði auglýst.
-liður 13, bæjarráð leggur til að deiliskipulag að Eyrarbraut 45-49 verði tekið til endurskoðunar. Bæjarráð felur skipulags- og byggingarnefnd að láta vinna tillögu að deiliskipulagi.
Fundargerðin staðfest.

Fundargerðir til kynningar:

4. 0702049 - Fundargerð héraðsnefndar Árnesinga
frá 19. til 20. október 2007


Fundargerðin lögð fram.

5. 0702029 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
frá 16.11.07


Fundargerðin lögð fram.

Almenn erindi

6. 0504045 - Niðurstaða starfshóps um málefni Suðurlandsvegar

Bæjarráð samþykkir niðurstöðu starfshópsins um legu Suðurlandsvegar milli Kamba og Árborgar.

7. 0711124 - Fyrirspurn Iðnaðarráðuneytis um þörf fyrir þriggja fasa rafmagn í sveitarfélaginu

Bæjarráð felur bæjarritara og framkvæmda- og veitusviði að vinna svar við erindinu.

8. 0711123 - Styrkumsókn fimleikadeildar - haustmót Fimleikasambands Íslands/jólasýning fimleikadeildar UMFS

Bæjarráð samþykkir erindið, kostnað, kr. 84.000, skal færa á liðinn óráðstafað.

9. 0711106 - Trúnaðarmál

Fært í trúnaðarbók.

10. 0711102 - Beiðni um umsögn um að land verði leyst úr landbúnaðarnotum og að spildum verði skipt úr Litlu Sandvík

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar og skipulags- og byggingarnefndar.

11. 0703155 - Erindi Atvinnuþróunarfélags Suðurlands varðandi ráðstöfun fjár í verkefnasjóði félagsins og stofnun Háskólafélags Suðurlands ehf.

Bæjarráð samþykkir að fjármunir sveitarfélagsins í verkefnasjóði Atvinnuþróunarfélags Suðurlands verði lagðir inn í væntanlegt Háskólafélags Suðurlands ehf. sem hlutafé og að hlutafjárframlaginu verði skipt upp á aðildarsveitarfélög AÞS og hlutabréfin verði skráð á nafn hvers sveitarfélags. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita nauðsynleg skjöl varðandi stofnun einkahlutafélagsins fyrir hönd sveitarfélagsins.

12. 0709035 - Umsögn Siglingastofnunar um hugmyndir um að deiliskipulagt verði íbúðahverfi á lóðinni Búðarstígur 25, Eyrarbakka

Erindi Siglingastofnunar varðar umsókn um vilyrði fyrir úthlutun lóðar að Búðarstíg 25, Eyrarbakka. Með hliðsjón af niðurstöðu Siglingastofnunar um að ríkið muni ekki koma að uppbyggingu sjóvarnagarðs á framangreindu svæði og að gerð sjóvarnagarðs yrði á ábyrgð sveitarfélagsins hafnar bæjarráð beiðni um vilyrði fyrir umræddri lóð.

Erindi til kynningar

13. 0711108 - Ályktun af 45. sambandsþing UMFÍ um fegrun á umhverfi íþróttamannvirkja

Lagt fram.

14. 0711125 - Framlög sveitarfélaga til AÞS 2008

Lagt fram.

15. 0711117 - Forvarnardagurinn 21. nóv. 2007

Lagt fram.

16. 0708044 - Minnisblað um fund með iðnaðarráðherra vegna afmörkunar dreifisvæða raforku

Lagt fram.

17. 0709111 - Minnisblað um fund með forsvarsmönnum FF800 ehf um menningarsal í húsnæði Hótel Selfoss

Lagt fram.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds                                     
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica