Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


7.4.2016

70. fundur bæjarráðs

70. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 7. apríl 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1601004 - Fundargerð félagsmálanefnda Fundargögn
  20. fundur haldinn 22. mars 2016
  -liður 4, 1603209, reglur um frístundaklúbb í Árborg, bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði staðfestar. Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
2. 1603057 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
  837. fundur haldinn 18. mars 2016
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
3. 1603176 - Yfirlit yfir útsvar og greiðslur úr Jöfnunarsjóði fyrir janúar til mars
  Lagt var fram yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði.
     
4. 1603040 - Drög að samkomulagi við ríkið um uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Árborg, ný samningsdrög og skipan tveggja fulltrúa í starfshóp
  Lögð voru fram samningsdrög. Bæjarráð tilnefnir Ara B. Thorarensen og Ástu Stefánsdóttur til setu í starfshópnum.
     
5. 1209127 - Staða löggæslumála, heimsókn lögreglustjóra og yfirlögregluþjóns
  Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri, og Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, komu inn á fundinn og fóru yfir stöðu löggæslumála. Gerð var grein fyrir þörf lögreglunnar fyrir aukið fjármagn, en um 200 mkr vantar til embættisins, og illa hefur gengið að fá aukið fjármagn til lögreglunnar á Suðurlandi. Farið var yfir samantekt vegna heimilisofbeldismála sem lögregla og félagsþjónustur sveitarfélaga sinna sem sameiginlegu verkefni. Gerð var grein fyrir fjölda þeirra mála sem komið hafa til kasta lögreglu eftir brotaflokkum á árinu 2015 og það sem af er ári 2016. Umferðarlagabrot, einkum hraðakstursbrot, valda áhyggjum vegna fjölda banaslysa og alvarlegra umferðarslysa. Fjölgun ferðamanna hefur haft veruleg áhrif á verkefni lögreglunnar. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu mála. Bæjarráð beinir því til innanríkisráðuneytisins að fjármagn til málaflokksins verði aukið. Bæjarráð telur óeðlilegt að tekjuaukning ríkisins vegna stóraukinnar ferðaþjónustu nýtist ekki til að mæta álagi í löggæslu og skorar á yfirvöld að sjá til þess að tekjuaukning ríkisins skili sér til rekstrar innviða samfélagsins þannig að unnt sé að sinna nauðsynlegum verkefnum lögreglu.
     
6. 1603260 - Heimsókn forstjóra HSU
  Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri HSU, og Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga, komu inn á fundinn og fylgdu úr hlaði skýrslu um stöðu sjúkraflutninga á Suðurlandi. Um 50% aukning er á sjúkraflutningum á 5 árum, en á sama tíma lengist vegalengdin sem ekin er. Meðalsjúkraflutningur tekur 2 klst. Um 160 mkr vantar inn í málaflokkinn. Einn af hverjum sjö einstaklingum sem fluttir eru er erlendur ferðamaður. Rætt var um fjárhagsstöðu HSU, sem er einnig mjög erfið. Samtals til rekstrar HSU með sjúkraflutningum vantar um 300 mkr. Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu mála. Bæjarráð beinir því til velferðarráðuneytisins að fjármagn til málaflokksins verði aukið. Bæjarráð telur óeðlilegt að tekjuaukning ríkisins vegna stóraukinnar ferðaþjónustu nýtist ekki til að mæta álagi í heilbrigðisþjónustu og skorar á yfirvöld að sjá til þess að tekjuaukningin skili sér til rekstrar innviða samfélagsins þannig að ekki þurfi að koma til frekari skerðingar þjónustu við íbúa.
     
7. 1604056 - Beiðni Hlíðarkots ehf um undanþágu frá reglum um gatnagerðagjöld varðandi fyrningu inneignar á gatnagerðargjöldum vegna húss sem var rifið vegna jarðskjálftatjóns, Miðtún 15, Selfossi
  Bæjarráð samþykkir að inneign vegna gatnagerðargjalda af lóðinni Miðtúni 15 gildi í 12 mánuði til viðbótar.
     
Erindi til kynningar
8. 1603032 - Fundarboð vegna aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
  Lagt fram.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:30.

Gunnar Egilsson   Sandra Dís Hafþórsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson   Viðar Helgason
Arna Ír Gunnarsdóttir   Ásta Stefánsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica