Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


13.2.2014

70. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

70. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 5. febrúar 2014  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10. 

Mættir:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista,
Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.  

Dagskrá: 

Almenn   afgreiðslumál

1.

1402001 - Tækjakaup   fyrir umhverfisdeild 2014

 

Stjórnin óskar eftir   aukafjárveitingu, 1,0 millj. kr., vegna kaupa á sláttuvél fyrir   umhverfissviðið.

 

   

2.

1312062 - Samþykkt   um fráveitu í Sveitarfélaginu Árborg

 

Stjórnin ræddi um þær kröfur sem gerðar eru til sveitarfélaga varðandi reglur og losunarmörk fráveitu.

Ákveðið að endurskoða   fráveitusamþykkt og framkvæmdastjóra falið að vinna drög að nýrri samþykkt um   fráveitu í sveitarfélaginu.

 

   

3.

1401028 - Lokun á   móttöku seyru í Álfsnesi

 

Bréf frá Sorpu lagt   fram til kynningar.Í bréfinu kemur fram að "samkvæmt eigendasamkomulagi   SORPU vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar, sem skref í að hætta urðun á   lífrænum úrgangi, frá 25. október sl. var ákveðið að hætta að taka á móti seyru til urðunar í Álfsnesi frá og með 1.   janúar 2014. "

Framkvæmdastjóra falið   að leita lausna á málinu.

 

   

4.

1402002 -   Framkvæmdalisti 2014

 

Lagðar fram upplýsingar   um stöðu helstu verkefna ársins. Framkvæmda- og   veitusvið hefur samþykkt að ráðast í á annað hundrað viðhalds- og   nýframkvæmdir á árinu 2014. Framkvæmdastjóra falið að kynna helstu   framkvæmdir ársins fyrir íbúum.

 

   

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:15 

Gunnar Egilsson

 

Ingvi   Rafn Sigurðsson

Tómas   Ellert Tómasson

 

Eggert   Valur Guðmundsson

Andrés   Rúnar Ingason

 

Jón   Tryggvi Guðmundsson


Þetta vefsvæði byggir á Eplica