70. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
70. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 5. febrúar 2014 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mættir:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista,
Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1402001 - Tækjakaup fyrir umhverfisdeild 2014 |
|
Stjórnin óskar eftir aukafjárveitingu, 1,0 millj. kr., vegna kaupa á sláttuvél fyrir umhverfissviðið. |
||
|
||
2. |
1312062 - Samþykkt um fráveitu í Sveitarfélaginu Árborg |
|
Stjórnin ræddi um þær kröfur sem gerðar eru til sveitarfélaga varðandi reglur og losunarmörk fráveitu. Ákveðið að endurskoða fráveitusamþykkt og framkvæmdastjóra falið að vinna drög að nýrri samþykkt um fráveitu í sveitarfélaginu. |
||
|
||
3. |
1401028 - Lokun á móttöku seyru í Álfsnesi |
|
Bréf frá Sorpu lagt fram til kynningar.Í bréfinu kemur fram að "samkvæmt eigendasamkomulagi SORPU vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar, sem skref í að hætta urðun á lífrænum úrgangi, frá 25. október sl. var ákveðið að hætta að taka á móti seyru til urðunar í Álfsnesi frá og með 1. janúar 2014. " Framkvæmdastjóra falið að leita lausna á málinu. |
||
|
||
4. |
1402002 - Framkvæmdalisti 2014 |
|
Lagðar fram upplýsingar um stöðu helstu verkefna ársins. Framkvæmda- og veitusvið hefur samþykkt að ráðast í á annað hundrað viðhalds- og nýframkvæmdir á árinu 2014. Framkvæmdastjóra falið að kynna helstu framkvæmdir ársins fyrir íbúum. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:15
Gunnar Egilsson |
|
Ingvi Rafn Sigurðsson |
Tómas Ellert Tómasson |
|
Eggert Valur Guðmundsson |
Andrés Rúnar Ingason |
|
Jón Tryggvi Guðmundsson |