Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


6.12.2007

71. fundur bæjarráðs

71. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 6. desember 2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar:

1.  0701012 - Fundargerð félagsmálanefndar
frá 26.11.07


-liður 1, bæjarráð þakkar ítarlega og vandaða framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum og samþykkir hana.
Fundargerðin staðfest.

2. 0701062 - Fundargerð leikskólanefndar
frá 28.11.07


Fundargerðin staðfest.

Fundargerðir til kynningar:

3.  0701073 - Fundargerð stjórnar SASS
frá 21.10.07


Fundargerðin lögð fram.

4. 0702012 - Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands
frá 21.11.07


Fundargerðin lögð fram.

5. 0702070 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
frá 17.10.07 og 20.11.07


Fundargerðin lögð fram.

Almenn erindi

6. 0711158 - Beiðni Rangárhallarinnar ehf um fjárframlag til byggingar reiðhallar á Gaddstaðaflötum

Bæjarráð samþykkir að veita kr. 500.000 fjárframlag til byggingar reiðhallar. Kostnað skal færa á liðinn óráðstafað.
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi D-lista, óskaði eftir að bókað yrði:
Mikilvægt er að unnið sé að málefnum hestaíþróttarinnar í samráði við Sleipni.

7. 0711161 - Beiðni Hags, fasteignafélags ehf. um vilyrði fyrir úthlutun lóðar að Fossnesi 11

Ákveðið hefur verið að auglýsa lóðir í Fossnesi til úthlutunar og er unnið að undirbúningi þess. Bæjarráð hafnar beiðni um vilyrði fyrir úthlutun lóðarinnar skv. 8. gr.

8. 0711077 - Erindi Héraðsráðs um viðræður um sölu á húseigninni Hrísholti 8

Bæjarráð felur forseta bæjarstjórnar og bæjarritara að ræða við varaoddvita Héraðsráðs um kaup sveitarfélagsins á eigninni.
Eyþór Arnalds, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði:
Tryggt verði að starfsemi AA samtakanna verði áfram í húsinu eða fái sambærilega aðstöðu ella.
Meirihluti bæjarráðs óskaði eftir að bókað yrði:
Aldrei hefur annað staðið til en að tryggja að AA samtökin hafi viðunandi húsnæði fyrir sína starfsemi.

9. 0608004 - Leiðrétting á fjárhagsáætlun 2007

Yfirlit framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs var lagt fram. Framkvæmdastjóri kom á fundinn og fór yfir leiðréttingarnar.
Bæjarráð samþykkir leiðréttingarnar.

10. 0709136 - Frumvarp til fjárhagsáætlunar A og B hluta fyrir árið 2008

Lögð var fram svohljóðandi tillaga meirihluta bæjarráðs:
Bæjarráð vísar frumvarpinu til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum, Eyþór Arnalds, D-lista, situr hjá.
Eyþór Arnalds, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði:
Í 48. gr. samþykkta sveitarfélagsins Árborgar segir: "Bæjarráð hefur umsjón með stjórnsýslu sveitarfélagsins, undirbúningi árlegrar fjárhagsáætlunar og framlagningu draga að fjárhagsáætlun sveitarfélagsins í samráði við bæjarstjóra."
Bæjarráð hefur ekki sinnt þessu verki og ekkert samráð verið við bæjarráð eða fulltrúa minnihluta um gerð fjárhagsáætlunar eins og kveðið er á um í samþykktunum.

11. 0701025 - Húsnæðismál vegna dagdvalar FAAS, kynning á stöðu mála

Bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins og var falið að vinna áfram að málinu ásamt bæjarritara.

12. 0601096 - Samstarf við Fossafl um húsnæði fyrir þjónustumiðstöð fyrir aldraða; drög að samningi

Bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins og var falið að vinna áfram að málinu ásamt bæjarritara.

Erindi til kynningar

13. 0711183 - Erindi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf um tillögu um athugun tengda stofnun fasteignafélags sveitarfélaga

Lagt fram.

14. 0711172 - Niðurstöður könnunar á viðhorfi til starfsemi og þjónustu Sambandsins íslenskra sveitarfélaga

Lagt fram.

15. 0711178 - Framlög til SASS og undirstofnana 2008

Lagt fram.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:10.

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds                                    
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica