71. fundur bæjarráðs
71. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 14. apríl 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Viðar Helgason, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá tillögu um fundartíma bæjarráðs í næstu viku. Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 1601006 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar | |
21. fundur haldinn 6. apríl | ||
-liður 2, 1603300, umsókn HS Veitna um framkvæmdaleyfi til endurnýjunar á lagspennustrengjum í Engjavegi frá Kirkjuvegi að Sigtúni, bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt. -liður 3, 1603299, umsókn HS Veitna um framkvæmdaleyfi til endurnýjunar á háspennustreng frá Rauðholti að Hamri, bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt. -liður 4, 1603297, umsókn HS Veitna um framkvæmdaleyfi til styrkingar lágspennu Austurvegi 22-28, bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt. -liður 7, 1502237, fyrirspurn um byggingarframkvæmd að Birkivöllum 7 og 9, bæjarráð hafnar beiðni um yfirlýsingu um að lóðarhafi beri ekki fjárhagslega ábyrgð á tjóni sem kann að verða í næsta nágrenni verði af fyrirhugaðri byggingu húsa á lóðunum að Birkivöllum 7 og 9. Fundargerðin staðfest. | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
2. | 1603305 - Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu | |
1. fundur haldinn 22. janúar 2. fundur haldinn 24. febrúar 3. fundur haldinn 30. mars | ||
Fundargerðirnar lagðar fram . | ||
3. | 1601449 - Fundargerð fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga | |
176. fundur haldinn 4. apríl | ||
Lagt fram. | ||
4. | 1602003 - Fundargerð stjórnar SASS | |
507. fundur haldinn 1. apríl | ||
Lagt fram. | ||
5. | 1511113 - Fundargerð öldungaráðs Árborgar | |
1. fundur haldinn 13. nóvember | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
6. | 1601010 - Fundargerðir öldungaráðs Árborgar 2016 | |
2. fundur haldinn 9. febrúar | ||
Fundargerðin lögð fram. | ||
Almenn afgreiðslumál | ||
7. | 1604096 - Trúnaðarmál | |
Fært í trúnaðarbók. | ||
8. | 1604049 - Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. mars 2016, varðandi breytingar á skipulagi og framkvæmd heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga | |
Bæjarráð frestar afgreiðslu. | ||
9. | 1604066 - Lokaskýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um stefnumótun í úrgangsmálum | |
Bæjarráð frestar afgreiðslu. | ||
10. | 1603097 - Fundartími bæjarráðs 2016 | |
Bæjarráð samþykkir að fella niður fund í næstu viku, þar sem reglulegan fundartíma ber upp á Sumardaginn fyrsta. | ||
Erindi til kynningar | ||
11. | 1604082 - Upplýsingar - fjöldi útkalla hjá Björgunarfélagi Árborgar 2015 | |
Lagt fram til kynningar. | ||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:05.
Gunnar Egilsson | Sandra Dís Hafþórsdóttir | |
Helgi Sigurður Haraldsson | Viðar Helgason | |
Arna Ír Gunnarsdóttir | Ásta Stefánsdóttir |