72. fundur bæjarráðs
72. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 13. desember 2007 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista (V)
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista (D)
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri (S)
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0702072 - Fundargerðir atvinnuþróunarnefndar Árborgar 2007
-liður 2, 0712002, endurskoðun atvinnumálastefnu Árborgar, bæjarráð samþykkir að atvinnumálanefnd endurskoði atvinnumálastefnu Árborgar. Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarritara að vinna erindisbréf um endurskoðunarvinnuna.
2. 0504050 - Fundargerð byggingarnefndar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
frá 19.11.07
-liður 1, tilboð í byggingarframkvæmdir við grunnskólann á Stokkseyri, bæjarráð samþykkir tillögu byggingarnefndar um að tekið verði frávikstilboði Tindaborga, tillagan hlaut hæstu einkunn hjá matsnefnd og var jafnframt með lægsta verðtilboðið.
-liður 3, bæjarráð tilnefnir Margréti K. Erlingsdóttur sem formann byggingarnefndarinnar. Bæjarráð felur Jóni Tryggva Guðmundssyni, tæknifræðingi, að starfa með nefndinni f.h. framkvæmda- og veitusviðs.
Fundargerðir til kynningar:
3. 0703171 - Fundargerð stjórnar Leigubústaða Árborgar ehf.
frá 03.12.07
Lagt fram.
Almenn erindi
4. 0712019 - Tillaga um breytingu á samstarfs- og samráðsvettvangi í forvarnarmálum í sveitarfélaginu
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
5. 0712020 - Starfslýsing íþrótta- og tómstundafulltrúa
Bæjarráð samþykkir starfslýsinguna.
6. 0712018 - Styrkbeiðni Foreldrasamtaka á Suðurlandi
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn samtakanna.
7. 0712016 - Umsókn Urtusteins ehf um lóð fyrir matvöruverslun
Ekki eru tilbúnar deiliskipulagðar lóðir af því tagi sem sótt er um, en deiliskipulagsvinna er í gangi. Lóðirnar verða auglýstar þegar þeirri vinnu er lokið.
8. 0712031 - Kaupsamningur vegna svæðis 61A úr Hellislandi
Bæjarráð staðfestir samninginn.
9. 0709075 - Rekstraruppgjör - níu mánaða
Niðurstaða rekstrar fyrstu 9 mánuði ársins er 734,3 millj.kr. rekstrarafgangur á móti áætlun upp á 502,7 millj.kr. fyrir sama tímabil en í áætlun ársins er gert ráð fyrir rekstrarafgangi upp á 564,5 millj.kr. Mismunur tímabilsins og ársáætlunar er því 170 millj.kr. Útsvarstekjur eru 104,2 millj.kr. hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og þá skila tekjur úr Jöfnunarsjóði sé betur en áætlanir gerðu ráð fyrir eða um 57 millj.kr. Einnig eru jákvæð frávik í öðrum málaflokkum.
Meirihlutinn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða og ábyrga vinnu og lýsir yfir ánægju sinni með þann árangur sem náðst hefur í fjármálastjórn sveitarfélagsins á undanförnum misserum.
Fulltrúar B og V lista
Eyþór Arnalds, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði:
Rekstrarniðurstaða fyrstu 9 mánaða gefur vísbendingar um að tekjur vaxi hraðar en áætlað hefur verið. Munar hér mestu um 104,2 milljónir í útsvarstekjur umfram áætlun og 57 milljónir úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þá er gengi íslensku krónunnar hagstætt þegar litið er til erlendra skulda þar sem gengið er 7,7% lægra en í upphafi árs. Eru frávik í fjármagnshluta jákvæð um 77 milljónir og eru þessir þrír þættir því 238 milljónum hagfelldari en gert var ráð fyrir. Af einstökum liðum er rétt að benda á að mestu munar um að fræðslu- og uppeldismál eru 47,1 milljón undir áætlun en skipulags- og byggingarmál eru 32,5 milljónir yfir áætlun. Þá hefur verið ráðist í óvæntar fjárfestingar á tímabilinu svo sem kaup á "Pakkhúsinu" fyrir 57 milljónir króna. Þá eru Selfossveitur reknar með 21,4 milljón króna halla á móti áætlun upp á 32,3 milljón króna hagnaði.
Erindi til kynningar
10. 0711195 - Ársskýrsla Vinnumálastofnunar 2006
Skýrslan liggur frammi.
11. 0703016 - Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um heimild Íslandspósts til að loka póstafgreiðslum á Eyrarbakka og Stokkseyri
Lagt fram.
12. 0709055 - Reglugerð um lögreglusamþykktir
Bæjarráð felur bæjarritara að koma með tillögu að nýrri lögreglusamþykkt.
13. 0712023 - Ungt fólk 2007 - rannsókn
Skýrslan liggur frammi.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00
Þorvaldur Guðmundsson
Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir