72. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
72. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 26. febrúar 2014 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri, Guðjón Guðmundsson, varamaður D-lista.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1402066 - Framkvæmdir við Smáraland í Austurbyggð |
|
Erindi frá Vörðuland lagt fram, þar sem óskað er eftir lagningu hitaveitu í götuna Smáraland. Stjórnin tekur jákvætt í erindið og framkvæmdastjóra falið að leggja fram kostnaðaráætlun vegna verksins á næsta fundi. |
||
|
||
2. |
1312081 - Stígar 2014 |
|
Kynntar voru niðurstöður útboðs á verkinu "Stígar 2014". Eftirfarandi tilboð bárust: Gröfutækni ehf. 12.975.500.- Gröfuþjónusta Steins ehf. 11.084.000.- Ræktunarsamband Flóa og Skeiða 10.883.500.- Kostnaðaráætlun Eflu 14.636.500.- Framkvæmdastjóra falið að fara yfir tilboðin. |
||
|
||
3. |
1401181 - Sunnulækjaskóli-milligólf í anddyri |
|
Forvali vegna framkvæmda við Sunnulækjaskóla er lokið. Niðurstaða forvalsins er sú að verktakafyrirtækin Ístak og Jáverk uppfylla þau skilyrði sem sett voru og fá afhent útboðsgögn þann 4. mars 2014. |
||
|
||
4. |
1305237 - Fráveita Árborgar, skilgreining viðtaka og vöktunarplan |
|
Lokaskýrsla frá Mannvit vegna skilgreiningar á Ölfusá sem viðtaka og vöktunarplan var kynnt. Skýrslan verður send til bæjarstjórnar til staðfestingar. |
||
|
||
5. |
1311160 - Hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir í Ölfusá |
|
Lögð voru fram verðtilboð frá eftirtöldum aðilum: a) Mellegard & Naij b) Nordic Water Meva og c) Huber Sverige AB. Ákveðið að ganga til samninga við Varma & Vélaverk um kaup á vél- og rafbúnaði frá Mellegard & Naij fyrir hreinsistöð fráveitu við Geitanes. Gengið hefur verið frá kaupum á landi undir útrásarlögn, stefnt er að útboði á útrásarlögn um miðjan mars. Deiliskipulag vegna svæðisins hefur verið samþykkt og vinna við hönnun fráveituhússins er hafin. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:05
Gunnar Egilsson |
|
Tómas Ellert Tómasson |
Eggert Valur Guðmundsson |
|
Andrés Rúnar Ingason |
Jón Tryggvi Guðmundsson |
|
Guðjón Guðmundsson |