74. fundur bæjarráðs
74. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 3. janúar 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista (V)
Snorri Finnlaugsson, varamaður D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri (S)
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0701062 - Fundargerð leikskólanefndar
frá 20.12.07
Bæjarráð þakkar Heiðdísi Gunnarsdóttur, fv. leikskólafulltrúa, fyrir góð og árangursrík störf í þágu sveitarfélagsins í hartnær fjóra áratugi og óskar henni velfarnaðar.
Fundargerðin staðfest.
2. 0701035 - Fundargerð landbúnaðarnefndar
frá 20.12.07
-liður 1, 0710054 bæjarráð tekur undir umsögn landbúnaðarnefndar um stofnun lögbýlis úr landi Austurkots, sbr. og umsögn skipulags- og byggingarnefndar frá 40. fundi. Bæjarráð bendir á að ekki er gert ráð fyrir hefðbundnum landbúnaði með framleiðslurétti á svæðinu skv. aðalskipulagi Árborgar.
-liður 2, 0711102, bæjarráð tekur undir umsögn landbúnaðarnefndar um að fjórum spildum verði skipt úr Litlu-Sandvík og að spildurnar verði leystar úr landbúnaðarnotum, sbr. og umsögn skipulags- og byggingarnefndar frá 40. fundi.
Fundargerðin staðfest.
3. 0703038 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
frá 20.12.07
Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynningar:
•4.0701013 - Fundargerð þjónustuhóps aldraðra
frá 21.11.07
Fundargerðin lögð fram.
Almenn erindi
5. 0712099 - Samkomulag við Fossafl ehf. um samstarf vegna þjónustumiðstöðvar aldraðra og húsaleigusamningur
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra og bæjarritara að vinna áfram að málinu.
6. 0712063 - Móttaka á spilliefni frá Flóahreppi
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar.
7. 0712059 - Beiðni um umsögn um frumvörp - heildarlög um framhaldsskóla, 286. mál, og lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 288. mál
Bæjarráð vísar frumvörpunum til umsagnar skólanefndar og leikskólanefndar.
8. 0712058 - Beiðni um umsögn um frumvörp - grunnskólar (heildarlög) og leikskólar (heildarlög)
Bæjarráð vísar frumvörpunum til umsagnar skólanefndar og leikskólanefndar.
9. 0704121 - Drög að erindisbréfi ungmennaráðs Árborgar
Bæjarráð samþykkir erindisbréfið.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:40.
Þorvaldur Guðmundsson
Jón Hjartarson
Snorri Finnlaugsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir