74. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
74. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn miðvikudaginn 9. apríl 2014 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1401180 - Tenging hitaveitu að Sólvangi og Óseyri |
|
Farið yfir hugsanlega hagkvæmni hitaveitulagnar að Sólvangi og Óseyri. Lagðar fram forsendur og útreikningar fyrir framkvæmdinni. Framkvæmdastjóra og formanni framkvæmda-og veitustjórnar falið að funda með íbúum að Óseyri og Sólvangi vegna málsins. |
||
|
||
2. |
1403296 - Fundargerðir hverfisráðs Stokkseyrar 2014 |
|
Stjórnin þakkar hverfisráði Stokkseyrar fyrir gagnlegar ábendingar. Verkefnin verða unnin í sumar eftir því sem tök eru á, jafnframt verður tekið mið af ábendingunum fyrir fjárfestingaráætlun árið 2015. |
||
|
||
3. |
1403258 - Kynning - Upplýsinga- og söguskilti tengd ströndinni |
|
Stjórnin þakkar Ungmennafélagi Stokkseyrar frumkvæðið og áhuga á uppbyggingu afþreyingartengdar ferðaþjónustu við Eyrarnar.Það er mikils virði fyrir hennar að fá ábendingar frá íbúum um það sem betur má fara og auðveldar störf stjórnar við gerð fjárhagsáætlana. Hluti af þeim verkefnum sem talin eru upp eru nú þegar komin í framkvæmd eða í vinnuferli. |
||
|
||
4. |
1404069 - Framkvæmdir vegna yfirbyggingar útigarða við Vallaskóla |
|
Gísli Davíð Sævarsson kom inn á fundinn og skýrði stöðu mála vegna yfirbyggingar útigarða Vallaskóla. eftir fundi með skólastjórnendum og hönnuðum kom fram að sú lausn sem fyrirhuguð var, hentar ekki vegna breytinga á rýmisnýtingu. Ákveðið að hanna yfirbygginguna á þessu ári og hefja framkvæmdir vorið 2015. |
||
|
||
5. |
1404070 - Hreinsunarátak í Árborg 2014 |
|
Hið árlega hreinsunarátak í sveitarfélaginu verður frá 26. apríl til og með 12. maí. Á meðan á átakinu stendur verður gjaldtaka felld niður á gámasvæði Árborgar við Víkurheiði. Staðsetning gáma verður auglýst í héraðsfréttablöðunum. |
||
|
||
6. |
1402126 - Samkomulag um afnot af Hrísholti 9 |
|
Stjórnin hefur yfirfarið drög að samkomulagi um afnot af Hrísholti 9. Eins og fram kemur í 4. grein er klúbbunum kunnugt um að í húsinu er sveitarfélagið með geymslu. Stjórnin telur að geymsluaðstaða sveitarfélagsins hafi ekki breyst þannig að stjórnin sér sér ekki fært að láta húsnæðið af hendi að svo stöddu. Unnið verður áfram að málinu þar til viðunandi lausn finnst fyrir báða aðila. Bókun fulltrúa S-lista: „Eftir að hafa átt samtal við tengilið þeirra félagasamtaka, sem um ræðir er ljóst að húsnæðið að Hrísholti 9 á Selfossi nýtist ekki klúbbunum að fullu nema geymsla í vesturhluta hússins fylgi með. Þau félagasamtök sem hér um ræðir eru Postularnir, 4x4 klúbburinn, Fornbílaklúbburinn, auk fleiri klúbba sem tengjast mótorsportinu. Þessi félagasamtök hafa haldið úti öflugu félagsstarfi og getið sér gott orð fyrir góðgerðarmál sem hafa komið sér mjög vel í okkar samfélagi.“ Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista. Fulltrúar D-lista og V-lista taka undir bókun fulltrúa S-lista um að ofangreind félagasamtök hafi haldið úti öflugu félagastarfi. |
||
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 11:10
Gunnar Egilsson
Ingvi Rafn Sigurðsson
Tómas Ellert Tómasson
Eggert Valur Guðmundsson
Andrés Rúnar Ingason
Jón Tryggvi Guðmundsson