Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


26.5.2016

75. fundur bæjarráðs

75. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 26. maí 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, boðaði forföll. Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1601003 - Fundargerð fræðslunefndar     
  21. fundur haldinn 12. maí
  Fundargerðin staðfest.
     
2. 1601007 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar 
  28. fundur haldinn 18. maí
  -liður 1, 1507014 rannsóknir og hitaleit í Laugardælum. Bæjarráð óskar eftir samantekt frá fjármálasviði fyrir næsta fund um áhrif kostnaðar vegna borunar á nýrri vinnsluholu á lántökur ársins 2016 og skuldahlutfall. Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
3. 1605257 - Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga bs
  8. fundur haldinn 27. apríl
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
4. 1605267 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Austurvegur 26, símstöðin, rekstrarleyfi í flokki I, heimagisting.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
5. 1508178 - Erindi velferðarráðuneytisins, dags. 23. maí, um móttöku flóttamanna
  Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að ganga til viðræðna við ráðuneytið um samninga um móttöku flóttamanna. Sveitarfélögin Árborg og Hveragerði munu hafa með sér samvinnu um verkefnið.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:55.

Gunnar Egilsson   Sandra Dís Hafþórsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson   Arna Ír Gunnarsdóttir
    Ásta Stefánsdóttir

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica