75. fundur bæjarráðs
75. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 26. maí 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, boðaði forföll. Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 1601003 - Fundargerð fræðslunefndar | |
21. fundur haldinn 12. maí | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
2. | 1601007 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar | |
28. fundur haldinn 18. maí | ||
-liður 1, 1507014 rannsóknir og hitaleit í Laugardælum. Bæjarráð óskar eftir samantekt frá fjármálasviði fyrir næsta fund um áhrif kostnaðar vegna borunar á nýrri vinnsluholu á lántökur ársins 2016 og skuldahlutfall. Fundargerðin staðfest. | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
3. | 1605257 - Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga bs | |
8. fundur haldinn 27. apríl | ||
Lagt fram. | ||
Almenn afgreiðslumál | ||
4. | 1605267 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Austurvegur 26, símstöðin, rekstrarleyfi í flokki I, heimagisting. | |
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. | ||
5. | 1508178 - Erindi velferðarráðuneytisins, dags. 23. maí, um móttöku flóttamanna | |
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að ganga til viðræðna við ráðuneytið um samninga um móttöku flóttamanna. Sveitarfélögin Árborg og Hveragerði munu hafa með sér samvinnu um verkefnið. | ||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:55.
Gunnar Egilsson | Sandra Dís Hafþórsdóttir | |
Helgi Sigurður Haraldsson | Arna Ír Gunnarsdóttir | |
Ásta Stefánsdóttir |