76. fundur bæjarráðs
76. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 17. janúar 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0801026 - Fundargerð skólanefndar grunnskóla
frá 10.01.2008
Fundargerðin staðfest.
2. 0801021 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
frá 10.01.2008
-liður 14, 0708107, bæjarráð felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að koma á opnum íbúafundum á Eyrarbakka og Stokkseyri varðandi skipulagsvinnu í miðbæjarkjörnum staðanna.
-liður 15, atvinnu- og iðnaðarlóðir, Eyþór Arnalds, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði: Mikilvægt er að Árborg hafi ávallt úr góðum atvinnulóðum að spila. Samkeppni um fyrirtæki er viðvarandi og því mikilvægt að Árborg sé með góðar lausnir fyrir fyrirtæki sem vilja koma með eða efla starfsemi sína í sveitarfélaginu.
Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynningar:
3. 0702070 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
frá 20.12.07
Fundargerðin lögð fram.
Almenn erindi
4. 0712031 - Samningur um kaup á landi undir kirkjugarð
Bæjarráð staðfestir samninginn.
5. 0801052 - Erindi Sorpstöðvar Suðurlands um framtíðarlausnir í úrgangsmálum
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð óskar eftir fundi um verkefnið með framkvæmdastjóra Sorpstöðvar Suðurlands.
6. 0801060 - Beiðni SÍBS um styrk til kaupa á tækjabúnaði á Reykjalund
Bæjarráð hafnar styrkbeiðninni.
7. 0801048 - Bókun kennararáðs Vallaskóla um gæslu í búningsklefum í íþróttahúsinu á Sólvöllum
Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar ásamt verkefnisstjóra íþrótta-, forvarnar- og menningarmála að leita lausna í málinu í samvinnu við skólastjórnendur og forstöðumenn íþróttamannvirkja. Bæjarráði verði gerð grein fyrir framgangi málsins.
8. 0701025 - Samningur um kaup á húsnæði til nota fyrir dagdvöl heilabilaðra
Eyþór Arnalds, D-lista, lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
Í tilefni af fréttum um kaup Árborgar á einbýlishúsi að Vallholti 38
vil ég spyrja:
a) Af hverju er ráðist í þessi kaup án þess að fara með málið í gegn
um stjórnkerfið?
b) Hver ákvað þessi kaup og hvenær?
c) Er þetta hentugt húsnæði fyrir rekstrardeild fyrir sérhæfða
dagþjálfun Alzheimersjúklinga?
d) Hver er heildarkostnaður að loknum nauðsynlegum endurbótum?
e) Er tryggt að tilskilin leyfi fáist fyrir þessari starfsemi í
ofangreindu einbýlishúsi?
f) Er húsið ætlað sem bráðabirgðalausn?
g) Hvar hefur frambúðarlausn verið ákveðin?
h) Hvaða aðrir valkostir voru skoðaðir?
i) Hver eru tengsl kaupanda og seljanda?
j) Hvaða fasteignasali sá um söluna?
Bæjarfulltrúar hafa ekkert fengið að vita um þessi kaup og hafa þau
ekki verið borin undir bæjarráð, bæjarstjórn eða fagnefndir.
Kaup þessi vekja ýmsar spurningar um góða stjórnsýsluhætti, en skemmst
er að minnast kaupa sveitarfélagsins á "Pakkhúsinu" á síðasta ári þar
sem keyptur var rekstur og tæki pizzastaðar ásamt fasteign í miðbæ
Selfoss fyrir fé bæjarsjóðs.
Samningurinn var borinn undir atkvæði og samþykktur með tveimur atkvæðum. Eyþór Arnalds, D-lista, greiddi atkvæði á móti og óskaði eftir að bókað yrði að hann greiddi atkvæði á móti þar sem ekki lægju fyrir nægar upplýsingar.
Upphæðin kr. 27,1 millj. færist af eigin fé.
Bókun meirihlutans með samþykkt samningsins:
Viðræður á milli Árborgar og FAAS ( Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúkra og annarra skyldra sjúkdóma) um samstarf við stofnun og rekstur dagþjálfunar í sveitarfélaginu fyrir fólk með Alzheimer og skylda sjúkdóma hafa staðið á annað ár. Unnið er að því að fjármagn fáist á árinu 2008 til reksturs dagþjálfunar hér á Selfossi og leggur meirihlutinn áherslu á að geta útvegað húsnæði undir slíka þjónustu um leið og til þess fæst rekstrarfé frá ríkinu. Í samkomulagi sem nýlega var undirritað á milli Árborgar og Fossafls ehf um uppbyggingu húsnæðis við Austurveg 51-59 á Selfossi fyrir þjónustu við aldraða er m.a. gert ráð fyrir að sveitarfélagið taki á leigu sérstakt pláss undir dagþjálfun og þjónustu fyrir fólk með Alzheimer og skylda sjúkdóma. Það hús verður hins vegar ekki tekið í notkun fyrr en vorið 2010 gangi áætlanir eftir. Því er nú farið í kaup á húsnæði sem hýst geti væntanlega starfsemi. Húsið við Vallholt 38 er að mati FAAS talið ákjósanlegt fyrir slíka starfsemi og verður á næstunni unnin áætlun um endurbætur á húsinu í samstarfi félagsins og sveitarfélagsins. Árborg er fyrsta sveitarfélagið utan Reykjavíkursvæðisins sem hefur stigið þetta skref.
Fulltrúar B og V lista.
9. 0801075 - Gjaldskrá vegna skólavistunar
Gjaldskráin var staðfest með tveimur atkvæðum, Eyþór Arnalds, D-lista situr hjá.
10. 0801075 - Gjaldskrár fyrir máltíðir í leik- og grunnskólum og skólavist
Gjaldskráin var staðfest með tveimur atkvæðum, Eyþór Arnalds, D-lista situr hjá.
Erindi til kynningar
11. 0712038 - Ráðstefna um stefnumarkandi áætlun 2007-2010 á sviði barnaverndar
Lagt fram til kynningar.
12. 0801022 - Aukaaðalfundur SASS/AÞS 25. janúar 2008
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:40
Þorvaldur Guðmundsson
Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir