Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


2.6.2016

76. fundur bæjarráðs

76. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 2. júní 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Már Ingólfur Másson, varamaður, Æ-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1601008 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar
  20. fundur haldinn 25. maí
  Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
2. 1603305 - Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu 2-1603305
  5. fundur haldinn 25. maí
  Lagt fram.
     
3. 1604219 - Fundargerð Landskerfis bókasafna 3-1604219
  Aðalfundur haldinn 10. maí
  Lagt fram.
     
4. 1602004 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands 4-1602004
  172. fundur haldinn 25. maí
  Lagt fram.
     
5. 1603043 - Fundargerð Vinnumarkaðsráðs Suðurlands 5-1603043
  39. fundur haldinn 11. maí
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
6. 1605283 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 23. maí 2016 um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Selfoss Apartments, Austurvegi 36, Selfossi, gististaður í flokki II 6-1605283
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið en bendir á að fullnægjandi gögn hafa ekki borist skipulags- og byggingarfulltrúa til að unnt sé að afgreiða erindið þaðan.
     
7. 1605300 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 24. maí 2016, um umsögn um umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis, Domino´s, veitingastaður í flokki I. 7-1605300
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
8. 1605290 - Beiðni Kvenfélags Selfoss, dags. 24. maí 2016, og Kvenfélags Eyrarbakka, dags. 31. maí 2016, um frían aðgang að sundlaugum Árborgar vegna kvennahlaups ÍSÍ 4. júní 2016 8-1605290
  Bæjarráð samþykkir erindið og hvetur til þátttöku í Kvennahlaupinu.
     
9. 1605279 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Æ-lista um verklagsreglur útboða á vegum sveitarfélagsins hvað varðar ráðningar, laun og réttindi verkafólks 9-1605279
  Lögð var fram eftirfarandi fyrirspurn: Hverjar eru verklagsreglur sveitarfélagsins, ef einhverjar,  ef upp kæmist um ólögmæta vinnuhætti verktaka eða undirverktaka (í verki boðnu út af sveitarfélaginu) hvað varðar ráðningar, laun og réttindi verkafólks. Hefur sveitarfélagið áskilið sér einhvern rétt til að svipta samningum eða beita sektum í þess háttar málum? Hversu mörg svoleiðis mál hafa verið tilkynnt undanfarin 3 ár? Eyrún B. Magnúsdóttir, Æ-lista. Svar: Við útboð er unnið skv. innkaupareglum og innkaupastefnu sveitarfélagsins. Ekki eru sérstakar reglur um viðurlög við þessum þáttum, en almennt ber öllum að sjálfsögðu að fara að lögum og kjarasamningum. Ekki er kunnugt um neinar tilkynningar af þessu tagi sl. 3 ár. Í útboðsgögnum sem eru í vinnslu þessa dagana vegna útboðs á þjónustu verður sérstök brýning hvað þetta varðar til bjóðenda og ákvæði um viðbrögð við brotum sem kunna að sannast. Lögð var fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Æ-lista: Björt framtíð í Árborg hvetur bæjaryfirvöld til að fara að fordæmi Reykjavíkurborgar varðandi breytingar á útboðsskilmálum til verktaka og undirverktaka varðandi aðbúnað og launagreiðslur starfsfólks. Þar er verið að bæta ákvæðum við útboðsskilmála borgarinnar  þannig að skyldur til að fara að kjarasamningum og að tryggja rétt starfsfólks nái ekki bara til þeirra sem fái verkið heldur líka til hugsanlegra undirverktaka í því. Þannig sendi sveitarfélagið skýr skilaboð um að það sé ábyrgur verkkaupi og vilji eiga í viðskiptum við ábyrga og heiðarlega verkaðila. Sveitarfélagið myndi með þessu taka skýra afstöðu gegn vinnumansali og misnotkun á verkafólki.
     
10. 1603176 - Rekstraryfirlit janúar til apríl 2016
  Lagt fram.
     
Erindi til kynningar
11. 1605308 - Ályktanir aðalfundar FOSS stéttarfélags í almannaþjónustu 11-1605308
  Ályktanirnar lagðar fram.
     
12. 1605296 - Ársskýrsla 2015 - Byggðasafn Árnesinga 12-1605296
  Lagt fram.
     
13. 1603286 - Yfirlit frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands yfir umsóknir og úthlutun vegna fyrir úthlutunar 2016 13-1603286
  Lagt fram.
     

  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:50.

Gunnar Egilsson   Sandra Dís Hafþórsdóttir
Helgi Sigurður Haraldsson   Arna Ír Gunnarsdóttir
Már Ingólfur Másson   Ásta Stefánsdóttir

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica