Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


24.1.2008

77. fundur bæjarráðs

77. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 24. janúar 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista
Snorri Finnlaugsson, varamaður D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar:

1. 0801034 - Fundargerð félagsmálanefndar  
frá 14.01.08

Fundargerðin staðfest.

2. 0801042 - Fundargerð leikskólanefndar Árborgar
frá 14.01.08


Fundargerðin staðfest.

3. 0702072 - Fundargerð atvinnuþróunarnefndar Árborgar
frá 17.01.08


-0710106, bæjarráð þakkar atvinnuþróunarnefnd umsögnina. Afgreiðsla bíður umsagnar menningarnefndar.
Fundargerðin staðfest.

4. 0701013 - Fundargerð þjónustuhóps aldraðra
frá 19.12.07


Fundargerðin staðfest.

Fundargerðir til kynningar:

5. 0801088 - Fundargerð stjórnar SASS
frá 09.01.08


Fundargerðin lögð fram.

6. 0801091 - Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands
frá 14.01.08


Fundargerðin lögð fram.

Almenn erindi

7.  0701025 - Svör við fyrirspurnum bæjarfulltrúa D-lista vegna kaupa á Vallholti 38, sem lagðar voru fram á 76. fundi

Svar lagt fram:
Á fundi bæjarráðs 6. desember s.l. var fjallað um húsnæðismál FAAS og gerð grein fyrir því að verið væri að leita að hentugu húsnæði. Bæjarráð fól bæjarstjóra og bæjarritara að vinna áfram að málinu. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki bæjarráðs og var samningurinn afgreiddur í bæjarráði þann 17. janúar s.l..
Húsnæðið er talið henta vel fyrir starfsemina og hafa fulltrúar FAAS samþykkt það fyrir sitt leyti, en sveitarfélagið mun verða í samstarfi við félagið um rekstur þjónustunnar.
Ráðast þarf í endurbætur á húsinu í samráði við FAAS til að laga það að þörfum slíkrar starfsemi og mun kostnaðaráætlun liggja fyrir á næstu vikum. Sambærileg starfsemi er rekin í eldri einbýlishúsum í Reykjavík sem endurbætt hafa verið í samræmi við þarfir starfseminnar.
Ekki var hægt að sækja um leyfi til reksturs starfsemi í húsi sem sveitarfélagið hafði ekki eignast. Framtíðaráform eru þau að starfsemi dagþjálfunar fyrir fólk með alzheimer og skylda sjúkdóma verði í þjónustuhúsnæði sveitarfélagsins við Austurveg/Grænumörk sem áætlað er að taka í notkun árið 2010. Þetta má sjá í samningi sem afgreiddur var í bæjarráði þann 10. janúar s.l. og fyrirspyrjandi hefur undir höndum. Meirihluti bæjarstjórnar leggur áherslu á að fá þessa þjónustu í gang á yfirstandandi ári og starfar í samræmi við samþykktir bæjarstjórnar Árborgar frá því á árinu 2007 um að leggja til húsnæði fyrir starfsemina.
Við leit á húsnæði var haft samband við fasteignasölur á svæðinu og þær beðnar um upplýsingar um eignir, staðsettar í grónum hverfum og af tiltekinni stærð. Ábendingar bárust um nokkur hús, en ekkert þeirra þótti henta betur en það hús sem keypt var fyrir þá starfsemi sem ætlunin er að hýsa. Auk þess að fengnar voru ábendingar frá fasteignasölum var farið yfir hvaða eignir voru á söluskrám á netinu um nokkuð langt skeið.
Kaupandi og seljandi hafa ekki sérstök tengsl, umfram þau tengsl sem íbúar í sveitarfélaginu hafa við sveitarfélagið.
Hálfdán Kristjánsson, fasteignasali hjá REMAX, lagði kaupsamning fram til undirritunar kaupanda og seljanda og var viðstaddur undirritunina. Húsið var á skrá hjá Snorra Sigurðssyni, einnig fasteignasala á REMAX.

Erindi til kynningar

8. 0801077 - Landsráðstefna staðardagskrá 21 - Hveragerði 2008

Lagt fram.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:40

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Jón Hjartarson
Snorri Finnlaugsson                                          
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica