Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


31.1.2008

78. fundur bæjarráðs

78. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 31. janúar 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar:

1. 0801026 - Fundargerð skólanefndar grunnskóla
frá 21.01.08


-liður 1, 0712032, bæjarráð staðfestir reglur um skólavistun.
-liðir 2 og 3, 0712058 og 0712059, lagðar voru fram umsagnir um frumvörp.
Fundargerðin staðfest.

2. 0801042 - Fundargerð leikskólanefndar
frá 16.01.08


-liðir 1 0g 2, 0712058 og 0712059, lagðar voru fram umsagnir um frumvörp.
Fundargerðin staðfest.

3. 0801021 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
frá 24.01.08


-liður 5, 0801074, bæjarráð samþykkir að tillaga að deiliskipulagi skólalóðar að Eyrarbraut 2, verði auglýst.
-liður 6, bæjarráð felur framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að hefja samningaviðræður við umsækjanda um framkvæmdarmál sem varða tillögu að deiliskipulagi Eystra-Stokkseyrarsels.
Fundargerðin staðfest.

4. 0504050 - Fundargerð byggingarnefndar Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
frá 10.01.08


Fundargerðin staðfest.

Almenn erindi

5. 0703170 - Upplýsingar um möguleika á mengunarmælingum á Selfossi

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og óskar eftir að aflað verði upplýsinga um kostnað við að taka mælitæki á leigu og kannaðir möguleikar á samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

6. 0801100 - Erindi Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 um Ólafsvíkuryfirlýsinguna

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

7. 0801099 - Beiðni um umsögn um frumvarp - samgönguáætlun 292. mál

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

8. 0801147 - Úttekt á sérfræðiþjónustu í leikskólum Árborgar

Bæjarráð samþykkir að gerð verði úttekt á sérfræðiþjónustu (sérkennslu og ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu) í leikskólum Árborgar. Vinnuhópur, undir stjórn formanns leikskólanefndar, skili bæjarráði skýrslu eigi síðar en 13. júní 2008. Eftirtaldir skipi hópinn að auki: leikskólaráðgjafi Árborgar, sem verði starfsmaður hópsins, fulltrúi leikskólastjóra, fulltrúi skólaskrifstofu, verkefnisstjóri fræðslumála.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:25

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds                                    
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica