78. fundur bæjarráðs
78. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 23. júní 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, Már Ingólfur Másson, varamaður, Æ-lista, Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, varaáheyrnarfulltrúi, B-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 1601007 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar | |
29. fundur haldinn 8. júní | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
2. | 1601003 - Fundargerð fræðslunefndar | |
22. fundur haldinn 9. júní | ||
Fundargerðin staðfest. | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
3. | 1604163 - Aðalfundur Veiðifélags Árnesinga | |
Haldinn 26. apríl | ||
Lagt fram. | ||
4. | 1602003 - Fundargerð stjórnar SASS | |
509. fundur haldinn 18. maí | ||
Lagt fram. | ||
5. | 1606026 - Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands ehf. - Þekkingarnets á Suðurlandi 2016 | |
8. aðalfundur haldinn 1. júní | ||
Lagt fram. | ||
6. | 1603057 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga | |
840. fundur frá 2. júní | ||
Lagt fram. | ||
7. | 1603085 - Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs. og vorfundur, þjónustusamningur aðildarsveitarfélaganna og samningur Bergrisans við Sveitarfélagið Árborg | |
19. fundur haldinn 31. maí Vorfundur haldinn 31. maí | ||
Fundargerðirnar lagðar fram. Bæjarráð staðfestir þjónustusamning um málefni fatlaðs fólks og samning Bergrisans bs. við Sveitarfélagið Árborg. | ||
Almenn afgreiðslumál | ||
8. | 1606079 - Trúnaðarmál | |
Fært í trúnaðarbók. | ||
9. | 1506088 - Beiðni íbúa í Austurkoti um breytingar á umferð og umferðarskipulagi við Votmúlaveg | |
Bæjarráð samþykkir að gera tilraun með að loka Votmúlavegi fyrir gegnumakstri við Austurkot til 22. ágúst nk. Bæjarráð óskar eftir að Vegagerðin setji upp merkingar þess efnis. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að senda íbúum og fyrirtækjum við Votmúlaveg tilkynningu um lokunina og auglýsa í staðarblöðum. Jafnframt hvetur bæjarráð Vegagerðina til að vinna að færslu Votmúlavegar í samræmi við skipulag. | ||
10. | 1503241 - Beiðni Konubókastofunnar um afnot af húsnæði – Blátún, Eyrarbakka | |
Bæjarráð samþykkir að segja upp leigusamningi við leigutaka að herbergi í Blátúni og semja við Konubókastofu um afnot af húsnæðinu. | ||
11. | 1606090 - Umferðarhraði og umferð gangandi vegfarenda um Eyraveg við Suðurhóla | |
Bæjarráð Árborgar beinir því til Vegagerðarinnar að hafist verði handa við undirbúning að því að setja hringtorg ásamt undirgöngum við gatnamót Eyravegar og Suðurhóla eins og aðalskipulag sveitarfélagsins gerir ráð fyrir. Mikil og hröð umferð bifreiða er af Eyrarbakkavegi inn á Eyraveg og umrædd gatnamót fjölfarin af gangandi og hjólandi vegfarendum, bæði börnum og fullorðnum. Hagahverfi er nú í hraðri uppbyggingu og eykst því stórlega umferð gangandi og hjólandi barna um gatnamótin. | ||
12. | 1503158 - Beiðni Sigtúns þróunarfélags um framlengingu á vilyrði fyrir lóðum í miðbæ Selfoss | |
Bæjarráð samþykkir framlengingu til sex mánaða. | ||
13. | 1606089 - Endurskoðun umhverfisstefnu | |
Bæjarráð skipar eftirtalda aðila til setu í starfshóp um endurskoðun umhverfisstefnu: Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Val Guðmundsson, S-lista, og Auði Guðmundsdóttur, umsjónarmann framkvæmda. | ||
14. | 1604130 - Tillaga um breytingu á samþykktum um stjórn og fundarsköp í Sveitarfélaginu Árborg | |
Lögð var fram tillaga um breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar: Lagt er til að bætt verði við nýrri grein, sem verði 42. gr. a. 42. gr. a Heimilt er framboðslista sem fulltrúa á í bæjarstjórn en ekki í nefnd sem kosið er til skv. B-lið 46. gr. að tilnefna áheyrnarfulltrúa og varaáheyrnarfulltrúa til setu í viðkomandi nefnd með málfrelsi og tillögurétt. Heimilt er ungmennaráði að tilnefna áheyrnarfulltrúa og varaáheyrnarfulltrúa í nefnd sem kosið er til skv. 1. - 5. tl. B-liðar 46. gr. með málfrelsi og tillögurétt. Réttur skv. 2. og 3. mgr. nær þó ekki til setu á fundum félagsmálanefndar þegar hún gegnir hlutverki barnaverndarnefndar. Um áheyrnarfulltrúa á fundum nefnda gilda sömu þagnarskylduákvæði laga og eiga við um aðra nefndarmenn. Áheyrnarfulltrúi og varaáheyrnarfulltrúi skulu fullnægja kjörgengisskilyrðum í viðkomandi nefnd. Ekki er greidd þóknun fyrir setu áheyrnarfulltrúa á nefndarfundum. Greinargerð: Tillagan er sett fram vegna beiðni ungmennaráðs Árborgar um að fá áheyrnarfulltrúa í nefndum. Ákvæðið er þó víðtækara en svo að það taki aðeins til fulltrúa úr ungmennaráði, það tekur einnig til framboðslista sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn en ekki í nefndum og geta þeir þá tilnefnt áheyrnarfulltrúa. Bæjarráð vísar tillögunni til síðari umræðu. | ||
15. | 1606087 - Beiðni Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 8. júní 2016, um athugasemdir vegna breytinga á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum | |
Lagt fram. | ||
16. | 1606078 - Beiðni allsherjar- og menntamálanefndar, dags. 13. júní 2016, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016-2019 | |
Lagt fram. | ||
17. | 1606077 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 13. júní 2016, um rekstrarleyfisumsögn - veitingasala að Austurvegi 3, Yellow | |
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn. | ||
18. | 1606040 - Erindi Bataseturs, dags. 1. júní 2016, þar sem sótt er um styrk fyrir starfsemi Bataseturs | |
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar til umsagnar. | ||
19. | 1606053 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 9. júní 2016, um umsögn um tækifærisleyfi - dansnámskeið í íþróttahúsi Stokkseyrar, 5. til 7. júní | |
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. | ||
20. | 1512024 - Leyfi fyrir staðsetningu á sorpgerði við Eyraveg 2 | |
Á fundi bæjarráðs í desember sl. var veitt heimild til að staðsetja sorpgerði fyrir veitingastaði að Eyravegi 2 á landi sveitarfélagsins, þar sem ekki var pláss innan lóðar. Heimildin tók til þess að reist yrði sorpgerði utan um sorpkör. Um nokkurra vikna skeið hefur stór ruslagámur verið staðsettur á þeim slóðum sem áætlað var að reisa sorpgerðið. Byggingarfulltrúi hefur óskað eftir því við rekstraraðila að gámurinn verði fjarlægður, enda engin heimild fyrir honum. Ekki hefur þeim tilmælum verið sinnt. Að athuguðu máli telur bæjarráð að óheppilegt sé að staðsetja sorpgerði á þeim stað sem um var rætt og afturkallar því heimild til að nýta land sveitarfélagsins utan lóðar Eyravegar 2 fyrir sorpgerði. Bæjarráð beinir því til rekstraraðila að leysa þessi mál innan lóðar fyrirtækjanna og jafnframt að gámurinn verði fjarlægður án tafar. | ||
21. | 1602040 - Staðfesting á kjörskrá vegna forsetakosninga 2016 | |
Bæjarráð staðfestir kjörskrá vegna forsetakosninganna. | ||
22. | 1602040 - Leiðrétting á kjörskrá | |
Samkvæmt tilkynningu frá Þjóðskrá er nafni Charlotte Sjörup Nielsen bætt við kjörskrá. Samkvæmt tilkynningu frá Þjóðskrá eru nöfn einstaklinga sem látist hafa frá því að kjörskrá var gefin út felld af kjörskrá. Bæjarráð veitir framkvæmdastjóra sveitarfélagsins umboð til að gera breytingar á kjörskrá til kjördags, ef þörf krefur. | ||
23. | 1606075 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi, dags. 13. júní 2016, um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi - íbúð að Engjavegi 49 | |
Erindinu frestað til næsta fundar. | ||
24. | 1606109 - Beiðni allsherjar- og menntamálanefndar, dags. 15. júní 2016, um umsögn - tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir árin 2016-2019 | |
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra. | ||
25. | 1606110 - Styrkbeiðni Vigfúsar Markússonar, dags. 12. júní 2016, upplýsingaskilti fyrir ferðamenn á Eyrarbakka | |
Bæjarráð samþykkir erindið. | ||
Erindi til kynningar | ||
26. | 1606039 - Erindi Innanríkisráðuneytisins, dags. 2. júní 2016, samkomulag ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk | |
Lagt fram til kynningar. | ||
27. | 1605144 - Skýrsla Varasjóðs húsnæðismála, Staða leiguíbúða sveitarfélaga 2015 | |
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:45
Gunnar Egilsson | Ari B. Thorarensen | |
Már Ingólfur Másson | Eggert Valur Guðmundsson | |
Íris Böðvarsdóttir | Ásta Stefánsdóttir |