78. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
78. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 28. maí 2014 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 07:30.
Mættir: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Andrés Rúnar Ingason, nefndarmaður, V-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri, Guðjón Guðmundsson, varamaður, D-lista.
Dagskrá:
Almenn afgreiðslumál |
||
1. |
1308042 - Miðlunargeymir hitaveitu, ástandsskoðun og endurbætur 2013 |
|
Stjórnin skoðaði ástand miðlunargeymis hitaveitu. Komið hefur í ljós eftir að klæðning var fjarlægð að geymirinn er mun verr farinn en reiknað var með. Framkvæmda- og veitustjóra falið að láta ástands skoða geyminn með tilliti til viðgerða og leggja fram kostnaðaráætlun fyrir næsta fund stjórnar ásamt verkáætlun. |
||
|
||
2. |
1311160 - Hreinsistöð fráveitu við Geitanesflúðir í Ölfusá |
|
Framkvæmda- og veitustjóri kynnti stöðu verksins. Ljóst er að verkið tefst vegna þeirra athugasemda sem borist hafa vegna deiliskipulags svæðisins. |
||
|
||
3. |
1008004 - Vatnsöflun úr Árbæjarlandi - eignarnám á landi við Ingólfsfjall |
|
Framkvæmda- og veitustjóri kynnti stöðu málsins. |
||
|
Formaður þakkar nefndarmönnum fyrir vel unnin störf og málefnalegar umræður á kjörtímabilinu.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:00
Gunnar Egilsson |
|
Ingvi Rafn Sigurðsson |
Eggert Valur Guðmundsson |
|
Andrés Rúnar Ingason |
Jón Tryggvi Guðmundsson |
|
Guðjón Guðmundsson |