Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


9.1.2006

79. fundur félagsmálanefndar

 

79. fundur félagsmálanefndar Árborgar haldinn í Ráðhúsi Árborgar,
mánudaginn  9. janúar 2006, kl. 17:15

Mætt:  Björg E. Ægisdóttir, formaður, Þorgrímur Óli Sigurðsson, Sigríður Ólafsdóttir, Guðmundur B. Gylfason og Sigríður Jensdóttir í forföllum Guðjóns Æ. Sigurjónssonar, Kristjana Magnúsdóttir, sálfræðingur, Anný Ingimarsdóttir, félagsráðgjafi og Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsráðgjafi.
Björg E. Ægisdóttir er formaður nefndarinnar í fjarveru Guðjóns Ægis Sigurjónssonar.

 

1. Húsnæðismál

 

Færð í trúnaðarbók.

2. Málefni fatlaðra.
a)  Nýjar reglur um félagslega liðveislu.
8. gr. fellur út.  Félagsmálanefnd telur þó rétt að starfsmenn Fjölskyldumiðstöðvar skoði hverju sinni fjölskyldutengsl þegar ráðið er inn starfsfólk.

 

3.  Málefni aldraðra.
a)  Nýjar reglur um félagslega heimaþjónustu. 
8. gr. fellur út.  Félagsmálanefnd telur þó rétt að starfsmenn Fjölskyldumiðstöðvar skoði hverju sinni fjölskyldutengsl þegar ráðið er inn starfsfólk.

 

4. Einstaklingsmál
Færð í trúnaðarbók.

 

5.  Önnur mál.
a) 
Bréf frá Barnaverndarstofu um notkun ASEBA – matslistar -  Lagt fram til kynningar.
b)  Hækkun á framfærslugrunni, samkvæmt 11. gr. reglna um fjárhagsaðstoð kemur fram að upphæð skal vera sú sama og bætur frá TR eins og þær eru ákvarðaðar hverju sinni.  Framfærslugrunnur frá 1. janúar 2006 er:  Einstaklingar kr. 86.892,-  hjón eða fólk í sambúð kr. 139.028,-
c)  Uppreiknuð tekju- og eignamörk vegna félagslegra íbúða.
Í reglugerð um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur, nr. 873/2001, er við hækkun á tekju- og eignamörkum miðað við hækkun á neysluverðsvísitölu. Í reglugerðinni er miðað við árlega hækkun neysluverðsvísitölu 1. janúar ár hvert og kveðið á um að félagsmálaráðherra skuli láta reikna viðmiðunarfjárhæðirnar í upphafi hvers árs og birta nýjar fjárhæðir.
Við útreikning á tekju- og eignamörkum er miðað við hækkun á neysluverðs-vísitölu frá 1. janúar 2005 til 1. janúar 2006. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands nemur hækkunin 4,14%.
Frá og með 1. janúar 2006 eru uppreiknuð tekju- og eignamörk skv. 23. og 24. gr. reglugerðar um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur, nr. 873/2001, eftirfarandi:

 

 

    • Tekjur fyrir einstakling 2.511.000 kr.

 

    • Tekjur fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu 421.000 kr.

 

    • Tekjur fyrir hjón og sambúðarfólk 3.516.000 kr.

 

  • Eignamörk 2.711.000 kr.

 

d)  Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu til forsvarsmanna sveitarfélaga – Lagt fram til kynningar.
e)  Jafnréttisáætlun Árborgar.
Ragnheiður Thorlacius, framkvæmdastjóri Fjölskyldumiðstöðvar kom inn á fundinn og gerði grein fyrir áætluninni.
Félagsmálanefnd leggur til að fyrsta úttekt á launum karla og kvenna sem starfa hjá Sveitarfélaginu Árborg skuli gerð í upphafi árs 2006.  Framkvæmdastjórar sviða, þ.e. framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, framkvæmdastjóri Fjölskyldu-miðstöðvar og framkvæmdastjóri framkvæmda- og veitusviðs, skulu sjá um framkvæmd á úttektinni hver á sínu sviði og skulu þeir skila skýrslu um úttektina til félagsmálanefndar eigi síðar en 1. apríl 2006.  Skal úttektin miða að því að upplýsa hvort konum og körlum sem vinna jafnverðmæt og sambærileg störf hjá Sveitarfélaginu Árborg sé mismunað í launum og öðrum kjörum á grundvelli kynferðis.

 

f)  Fundargerð 140. fundar þjónustuhóps aldraðra frá 28. desember 2005 - Lögð fram til kynningar.

 

Ragnheiður Thorlacius vék af fundi.

 

g)  Fundargerðir afgreiðslufundar lesnar upp.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl.18:25

 

Björg E. Ægisdóttir                                   
Anný Ingimarsdóttir
Sigríður Ólafsdóttir                       
Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir
Þorgrímur Óli Sigurðsson                         
Kristjana Magnúsdóttir
Guðmundur B. Gylfason
Sigríður Jensdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica