79. fundur bæjarráðs
79. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 7. febrúar 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista
Þórunn Jóna Hauksdóttir, varamaður D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0801047 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
frá 31.01.08
-liður 5, 0712071, breyting á gjaldskrá Selfossveitna, tillaga að hækkun var samþykkt með tveimur atkvæðum. Bæjarfulltrúi D-lista situr hjá.
Fundargerðin staðfest.
2. 0801043 - Fundargerð lista- og menningarnefndar
frá 30.01.08
-liður 1, 0708079, menningarstefna Árborgar. Menningarstefnan var lögð fram og þakkar bæjarráð stýrihópnum vel unnin störf við gerð hennar. Þar sem menningarstefnan fylgdi ekki fundarboði er afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
-liður 3, 0801097, bæjarráð samþykkir að gefið verði út sérstakt afmælisrit í tilefni 10 ára afmælis Sveitarfélagsins Árborgar, ritið verði tilbúið á menningarhátíðinni Vor í Árborg. Bæjarstjóra er falið að vinna að málinu í samvinnu við bæjarráð.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði:
Það er ágætt að gefa út afmælisrit á 10 ár afmæli Árborgar og mikilvægt er að kostnaður og innihald sé ljóst sem fyrst.
Fundargerðin staðfest.
3. 0801044 - Fundargerð umhverfisnefndar
frá 30.01.08
-liður 1, 0712063, bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarritara að ganga frá samningi við Flóahrepp um móttöku spilliefna.
Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynningar:
4. 0801155 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands
frá 24.01.08
Lagt fram.
Almenn erindi
5. 0801141 - Styrkbeiðni - rekstur Töfragarðsins
Bæjarráð hafnar erindinu.
6. 0801139 - Beiðni um umsögn um leyfi til reksturs veitingastaðar - Sunnlenska bókakaffið, endurnýjun
Bæjarráð samþykkir rekstrarleyfi fyrir sitt leyti, enda verði umsagnir annarra umsagnaraðila jákvæðar.
7. 0802013 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista- um akstursstyrki starfsmanna sveitarfélagsins
Svo hljóðandi fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista var lögð fram:
Hvaða reglur gilda um akstursstyrki starfsmanna hjá sveitarfélaginu ?
Svar:
Um er að ræða annars vegar að starfsmenn fá greitt kílómetragjald skv. ákvörðun fjármálaráðuneytisins á hverjum tíma vegna aksturs í þágu sveitarfélagsins, hins vegar fá sumir greiddan fastan akstur í hverjum mánuði sem er hluti af ráðningarkjörum viðkomandi starfsmanna. Þá er um ræða fullnaðargreiðslu fyrir akstur í þágu sveitarfélagsins.
8. 0802012 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista - um hitaveituborholu
Svo hljóðandi fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista var lögð fram:
Hvenær verður ný borhola komin í gagnið svo að unnt sé að tryggja heitt vatn í sveitarfélaginu.
Svar:
Í kuldakastinu undanfarið hafa skapast sérstakar aðstæður þar sem saman fer mikill gaddur og rok sem veldur mikilli kælingu. Þessar aðstæður valda því að álag á hitaveituna tvöfaldast þannig að meðalrennsli hitaveitunnar að vetri til sem er um 100 l/sek fer í 200 l/sek. Það gefur auga leið að svo aukið álag veldur þrýstifalli og þar með vandkvæðum á að koma heitu vatni til allra notenda sérstaklega í eldri hverfum og hluta dreifbýlis þar sem stofnæðar anna tæpast svo mikilli aukningu.
Í haust var lokið við að bora eftir heitu vatni við Ósabotna 1720m djúpa holu sem gefur 50 l/sek af 90 gráðu heitu vatni. Rannsóknum á afköstum og efnainnihaldi vatnsins er að ljúka og pöntun á virkjanabúnaði en afgreiðslufrestur á honum er um sex mánuðir. Dælustöð verður byggð í sumar og er reiknað með að holan verði tekin í notkun í haust. Með tilkomu þessarar nýju holu eru Selfossveitur vel í stakk búnar til að anna þeirri miklu uppbyggingu sem fyrirhuguð er í Árborg í næstu framtíð.
9. 0701025 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista um viðræður um kaup á einbýlishúsum
Svo hljóðandi fyrirspurn bæjarfulltrúa D-lista var lögð fram:
Hefur bæjarstjórnin leitast við að kaupa önnur einbýlishús til viðbótar Vallholti 38? Óskað er eftir skýru og tæmandi svari.
Svar:
Ekki stendur til "að kaupa önnur einbýlishús til viðbótar Vallholti 38". Hvort á einhverjum tímapunkti verður æskilegt eða nauðsynlegt fyrir Sveitarfélagið að kaupa einbýlishús í ákveðnum tilgangi er ekki hægt að svara á skýran og tæmandi hátt.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:40
Þorvaldur Guðmundsson
Jón Hjartarson
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir