Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


7.7.2016

79. fundur bæjarráðs

79. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 7. júlí 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista, Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, varaáheyrnarfulltrúi, B-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1601006 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
  24. fundur haldinn 6. júlí Fundargerð verður send út þann dag
  -liður 10, 1607002, beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir hraðalækkandi aðgerðum á Reynivöllim, bæjarráð samþykkir framkvæmdaleyfi. -liður 13, 1302259, tillaga að breytingu deiliskipulags Austurbyggðar, bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst. -liður 16, 1604328, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun á gangstéttum á Eyrarbakka, umsækjandi framkvæmda- og veitusvið. Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
2. 1603305 - Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu 2-1603305
  6. fundur haldinn 27. júní
  Fundargerðin staðfest.
     
Almenn afgreiðslumál
3. 1302008 - Samkomulag við Landsnet vegna lagningar jarðstrengs 3-1302008
  Bæjarráð staðfestir samninginn.
     
4. 1606032 - Tillaga um breytingu á lögreglusamþykkt Sveitarfélagsins Árbogar(heimild til að tjalda) 4-1606032
  Síðari umræða
  Bæjarráð samþykkir breytingatillögunni.
     
5. 1604130 - Tillaga um breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar (Ungmennaráð fái áheyrnarfulltrúa í nefndum) 5-1604130
  Síðari umræða
  Bæjarráð samþykkir breytingatillöguna.
     
6. 1606171 - Beiðni Ferðamálastofu, dags. 23. júní 2016, um samstarf - mat og kortlagning viðkomustaða ferðafólks 6-1606171
  Bæjarráð felur Upplýsingamiðstöð Árborgar að vera tengiliður vegna verkefnisins.
     
7. 1607003 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 30. júní 2016 um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - gististaður í flokki I, heimagisting að Kirkjuvegi 26 7-1607003
  Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið.
     
8. 1606161 - Beiðni um aðstoð við verkefni "Tölvunördasafnið", óskað er eftir húsnæði til að setja upp safn 8-1606161
  Bæjarráð þakkar fyrir áhugaverða hugmynd, en hefur ekki húsnæði á lausu til nota fyrir safnið.
     
9. 1509053 - Samningur við UMFS um rekstur Selfossvallar, endurnýjun 9-1509053
  Bæjarráð staðfestir samninginn.
     
Erindi til kynningar
10. 1606169 - Kynning Orkusjóðs á verkefninu "Rafbílar - átak í innviðum"10-1606169
  Lagt fram til kynningar. Bæjarráð hvetur seljendur eldsneytis í sveitarfélaginu til að sækja um styrki til Orkusjóðs til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla.
     
11. 1401420 - Kynning Innanríkisráðuneytisins, dags. 24. júní 2016, á tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar 11-1401420
  Lagt fram til kynningar.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:05. Gunnar Egilsson Ari B. Thorarensen Eyrún Björg Magnúsdóttir Eggert V. Guðmundsson Íris Böðvarsdóttir Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica