8. fundur lista- og menningarnefndar
8. fundur lista- og menningarnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 28.03.2007 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15
Mætt:
Alma Lísa Jóhannsdóttir, formaður, V-lista
Sigrún Jónsdóttir, nefndarmaður B-lista
Már Ingólfur Másson, nefndarmaður S-lista
Kjartan Björnsson, nefndarmaður D-lista
Þórir Erlingsson, nefndarmaður D-lista
Ragnheiður Thorlacius, framkvæmdastjóri
Ragnheiður Thorlacius, framkvæmdastjóri, ritar fundargerð.
Þórir Erlingsson nefndarmaður leitar afbrigða til að taka á dagskrá kynningu á vorhátíð helgina 18.-20. maí nk. undir heitinu 'Vorskipið kemur ! á Eyrarbakka og Stokkseyri'. Samþykkt samhljóða.
Nefndin vill koma á framfæri þökkum til Gríms Hergeirssonar fyrir störf í þágu nefndarinnar og óskar honum velfarnar í framtíðinni
Dagskrá:
1. 0703138
Kosning varaformanns. -
Á fundi bæjarstjórnar 14. mars sl. var samþykkt samhljóða beiðni Böðvars Bjarka Þorsteinssonar, S-lista, um lausn frá störfum sem fulltrúa í lista- og menningarnefnd Árborgar. Nefndin samþykkir samhljóða að kjósa Má Ingólf Másson varaformann nefndarinnar.
2. 0703087
Menningarstyrkir - fyrri úthlutun árið 2007. -
Alls bárust umsóknir um styrki frá tíu einstaklingum og félögum, ýmist verkefnastyrkir eða starfsstyrkir, samtals að fjárhæð 2.380.000 kr. Til úthlutunar nú eru kr. 1.000.000.-
Nefndin samþykkir að úthluta styrkjum með eftirfarandi hætti:
Verkefnastyrkir:
Friðrik Erlings og Ásgerður Júníusdóttir vegna undirbúnings til skipulagningar sönglagahátíðar á Eyrarbakka.
Kr. 200.000.-
3.
Leikfélag Selfoss vegna ferðar leikfélagsins með sýninguna Hnerrann á leiklistarhátíð í Rokiskis í Litháen.
Kr. 100.000.-
Kántrísveitin Klaufar vegna upptöku á hljómplötu og kynningu á Sveitarfélaginu Árborg í Nashville í Bandríkjunum.
Kr. 100.000.-
Már Ingólfur Másson, fulltrúi S-lista, vék af fundi við afgreiðslu umsóknarinnar.
Sögufélag Árnesinga vegna útgáfu á níunda riti sögufélags Árnesinga vorið 2008.
Kr. 100.000.-
Már Ingólfur Másson, fulltrúi S-lista, vék af fundi við afgreiðslu umsóknarinnar. Már Ingólfur Másson kom inn á fundinn að afgreiðslu umsóknanna tveggja lokinni.
Fjölbrautaskóli Suðurlands og Alliance Francaise vegna brúðuleikhússýningar á Selfossi 18. apríl nk.
Kr. 50.000.-
Starfsstyrkir:
Sverrir Geirmundsson vegna Óðinshúss á Eyrarbakka
kr. 100.000.-
Lúðrasveit Selfoss vegna starfsemi á komandi vetri.
kr. 350.000.-
4. 0703178
Vorhátíðin "Vorskipið kemur" -
Kynnt var framtak áhugafólks og fulltrúa fyrirtækja í ferðaþjónustu á Eyrarbakka og Stokkseyri sem hafa ákveðið að blása til vorhátíðar helgina 18.-20. maí nk. undir heitinu "Vorskipið kemur! á Eyrarbakka og Stokkseyri". Stefnt er að skemmtunum, uppákomum, sýningum, tónleikum o.fl.
Nefndin fagnar frumkvæði og drifkrafti þeirra sem að hátíðinni standa og hvetur íbúa Árborgar til þátttöku.
Erindi til kynningar:
Engin.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:35
Alma Lísa Jóhannsdóttir
Sigrún Jónsdóttir
Már Ingólfur Másson
Kjartan Björnsson
Þórir Erlingsson
Ragnheiður Thorlacius