Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


8.10.2007

8. fundur landbúnaðarnefndar

 

8. fundur landbúnaðarnefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 4. október 2007  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 16:00

 

Mætt:
Björn Harðarson, formaður, B-lista (B)
Grétar Zóphóníasson, starfsmaður
Þorsteinn G. Þorsteinsson, nefndarmaður D-lista

 

Dagskrá:

 

1. 0709024 - Samþykkt um hundahald, endursk. 18. sept 2007

Lagt fram endurskoðuð samþykkt í samræmi við afgreiðslu á 7. fundi landbúnaðarnefndar.

Tillaga að Samþykkt um hundahald í Sveitarfélaginu Árborg samþykkt samhljóða.

 

2. 0709037 - Umsögn - stofnun lögbýlis í landi Jórvíkur

Nefndin gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á umræddu landi.


 

3. 0709027 - Stofnun lögbýlis - Byggðarhorn landnr. 209296

Þar sem allt land í Byggðarhorni er skilgreint sem búgarðabyggð á aðalskipulagi og hefur verið tekið úr landbúnaðarnotkun er eftir tillaga lögð fram:

“ Landbúnaðarnefnd Árborgar getur ekki mælt með stofnun lögbýlis á landsspildunni Skák, land nr. 209296. Stofnun lögbýlis í búgarðabyggð er andstætt gildandi aðalskipulagi Árborgar 2005 – 2025, sbr. gr. 4.7.2 um búgarðabyggð í greinagerð með umræddu aðalskipulagi.”

Tillagan samþykkt samhljóða.

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17,20

 

Björn Harðarson                      
Grétar Zóphóníasson
Þorsteinn G. Þorsteinsson


 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica