Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


8.12.2006

8. fundur bæjarstjórnar

 

8. fundur í bæjarstjórn Árborgar, - aukafundur - kjörtímabilið 2006-2010, haldinn fimmtudaginn 7. desember 2006 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2 Selfossi.

 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Þorvaldur Guðmundsson B listi
Björn Bjarndal Jónsson B listi, varamaður Margrétar K. Erlingsdóttur
Þórunn Jóna Hauksdóttir D listi
Snorri Finnlaugsson D listi
Ari B. Thorarensen D listi, varamaður Elfu D. Þórðardóttur
Grímur Arnarson D listi, varamaður Eyþórs Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir S listi
Gylfi Þorkelsson S listi
Jón Hjartarson V listi
Stefanía K. Karlsdóttir, bæjarstjóri.

 

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari sem ritar fundargerð.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:

 

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja láta bóka stutta athugasemd um fundarboðun þessa fundar.

 

Þótt fundur sé löglega boðaður er það gegn venjum góðrar stjórnsýslu að kjörnir bæjarfulltrúar frétti af bæjarstjórnarfundi gegnum fjölmiðla. Oddvitar nýs meirihluta höfðu hvorki sjálfir samband við starfandi oddvita Sjálfstæðisflokksins um þennan aukafund né komu skilaboðum til hans gegnum embættismenn.

 

Bæjarfulltrúar D-lista.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, óskaði eftir að Elfa Dögg Þórðardóttir fengi að taka til máls undir I. lið á dagskrá fundarins, með vísan til 22. gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp.

 

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum fulltrúa B-, S og V-lista gegn atkvæðum fulltrúa D-lista.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu og óskaði eftir að bókað yrði:

 

Mótmæli þeirri afgreiðslu meirihluta bæjarstjórnar að bæjarfulltrúi D-listans fái ekki að taka til máls. Í bæjarmálasamþykkt er heimild til þessa í 22. gr. Þetta er ekki góð byrjun nýs meirihluta og ber vott um ólýðræðisleg vinnubrögð.

 

Dagskrá:

 

I. Yfirlýsing Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Árborgar.

 

Forseti bæjarstjórnar kynnti svohljóðandi yfirlýsingu frá bæjarfulltrúum Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:

 

Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin grænt framboð hafa ákveðið að stofna til meirihlutasamstarfs í Sveitarfélaginu Árborg. Samkomulagið felur í sér að Ragnheiður Hergeirsdóttir verði ráðin bæjarstjóri sveitarfélagsins en oddvitar hinna flokkanna munu skipta með sér embættum forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs. Megináherslur meirihlutans eru fjölskyldu-, jafnréttis- og velferðarmál, umhverfis- og skipulagsmál, félagslegt réttlæti, samáð og skilvirk stjórnsýsla og ábyrg fjármálastjórnun. Meirihlutinn hefur gert með sér málefnasamning sem byggir á stefnuskrám flokkanna þriggja.

 

Fulltrúar Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls og óskaði eftir að leggja fram eftirfarandi yfirlýsingu:

 

Yfirlýsing Sjálfstæðisflokks vegna meirihlutasamstarfs B-, S- og V-lista í bæjarstjórn Árborgar.

 

Sjálfstæðisflokkurinn vann stórsigur í sveitarstjórnarkosningunum í Árborg í vor. 42% kjósenda vildu flokkinn til valda. Vilji kjósenda til breytinga kom þar skýrt fram og kristallaðist í þeirri staðreynd að fyrrverandi bæjarstjórn Framsóknarflokks og Samfylkingar féll úr því að hafa 7 menn í meirihluta í það að vera í 4 manna minnihluta. Strax eftir kosningar reyndu þessir flokkar að blása lífi í glæðurnar með aðstoð Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Eftir að upp úr viðræðum slitnaði ákvað Sjálfstæðisflokkurinn að ræða við alla þessa flokka, tveir þeirra þáðu það en annar þeirra sprakk svo á limminu.

 

Samstarf Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks varð svo að veruleika og byrjunin lofaði góðu. Raunar steytti aldrei á málum sem talin voru upp í góðum málefnasamningi þessara flokka. Bæjarfulltrúar D-lista einhentu sér í áhugaverð störf í stjórnsýslunni og settu strax mark sitt á stjórn sveitarfélagsins. Vinnusemin var mikil og vorum við vakandi og sofandi yfir velferð sveitarfélagsins. Okkur var í mun að fara vel með fjármuni kjósenda og starfa heiðarlega og samkvæmt góðri stjórnsýslu. En svo komu inn á borð ókláruð skipulagsmál frá fyrri bæjarstjórn. Í einu af síðustu samtölum mínum við oddvita Framsóknar sagði ég honum að við vildum halda samstarfinu gangandi en í máli Austurvegarins værum við nokkuð föst fyrir. Hann sagðist vera sammála og að það væri ábyrgðarleysi að hlaupa frá þessu núna.

 

Á frægum byggingarnefndarfundi 1. des. var öllum orðið ljóst að Framsókn ætlaði sér að hlaupast undan merkjum. Það sannast best á því að starfandi oddviti Sjálfstæðisflokksins hafði samband við oddvita Samfylkingar meðan þessi dæmalausi fundur stóð yfir en síðarnefnda bar því vitni í fjölmiðlum að Framsókn hefði verið fyrst til að hafa samband við sig. Og allir vita framhaldið. Nú var barið í brestina. Raunin varð sú að hunsa kjósendur Árborgar og þar með lýðræðislegar sveitarstjórnarkosningar. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa eindreginni andstöðu við svona vinnubrögð og skora á þá bæjarfulltrúa sem að nýjum meirihluta standa að endurskoða sína ákvörðun og sýna ekki íbúum Árborgar slíkt virðingarleysi. Sá meirihluti sem nú er kynntur og myndaður er á þennan hátt getur aldrei verið í sátt víð íbúana og veldur Árborg álitshnekki út á við.

 

Íbúar Árborgar geta treyst því að hér eftir sem hingað til munum við starfa af heilindum með réttlætið að leiðarljósi og setja mark okkar á stjórn Árborgar sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Við munum koma góðum kosningaloforðum á framfæri og berjast fyrir því að þau fái brautargengi. Við munum fylgja hugsjónum okkar stíft eftir með hag allra Árborgarbúa að leiðarljósi, hvar í flokki sem þeir eru.

 

Bæjarfulltrúar D-lista.

 

Snorri Finnlaugsson, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:

 

Nú þegar nýr meirihluti er kynntur viljum við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg benda nýjum meirihlutafulltrúum á þær staðreyndir í skipulagsmálum sem helst urðu til þess að fyrri meirihluta var slitið, en það eru málefni Austurvegar 51-59.

 

1. Þann 9. maí var deiliskipulagið samþykkt í skipulags- og byggingarnefnd og athugasemdum svarað 30. maí.

 

2. 10. maí (rétt fyrir kjördag) var tillagan tekin ein út úr samþykkt skipulags- og byggingarnefndar, og keyrð með hraða í gegnum bæjarstjórn og afgreidd þaðan.

 

3. Eins og lög gera ráð fyrir var deiliskipulagið sent 12. júní til Skipulagsstofnunar til athugunar. Í bréfi stofnunarinnar 23. júní kemur fram að enn vantar svör við athugasemdum stofnunarinnar og alvarlegar athugasemdir gerðar við deiliskipulagið.

 

4. Bæjarfulltrúar Framsóknar vildu hunsa álit Skipulagsstofnunar og auglýsa skipulagið í B-deild Stjórnartíðinda og þar með tæki skipulagið gildi. Þessu höfnuðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og vildu gera þær breytingar á deiluskipulaginu sem þyrfti til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar og íbúa sem höfðu sent inn mjög hörð mótmæli. Einnig fannst fulltrúum Sjálfstæðisflokksins bygging svo hárrar blokkar í grónu íbúðahverfi fordæmisgefandi. Þessu var hafnað.

 

5. D-listinn setti á blað rök með og á móti því að skipulag yrði auglýst og með og á móti því að skipulagið yrði tekið til endurskoðunar og sýndi B-lista. Hunsað.

 

6. Í júlímánuði fékk meirihlutinn lögfræðiálit sem sýnir að sveitarfélagið er skaðabótaskylt fari skipulagið óbreytt til auglýsingar í B-tíðindum. Hunsað.

 

7. Í byrjun ágúst fjallar meirihlutinn um skriflega tillögu D-lista um að endurskoða deiliskipulagið. Hafnað.

 

8. Þá er ákveðið að gera smávægilega breytingu á skipulaginu á þann veg að draga efstu hæð blokkarinnar inn og ákveðið af meirihluta B- og D-lista að biðja um álit á breytingunni. Sjálfstæðismenn vilja nefnilega ekki afgreiða þetta formlega fyrr. Bréf um þetta, ásamt gögnum um athugasemdir Skipulagsstofnunar frá 23. júní, er sent Skipulagsstofnun 2. október.

 

9. Skipulagsstofnun sendi sveitarfélaginu bréf 6. október þar sem stofnunin óskar eftir formlegri samþykkt sveitarstjórnar á breytingum og ítrekar athugasemdir sínar.

 

10. Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins og byggingaréttarhafi neita enn að gera þær nauðsynlegu breytingar sem þarf til að koma til móts við athugasemdir Skipulagstofnunar og íbúa, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar um.

 

11. Þann 28. nóvember leggja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram skriflega tillögu á meirihlutafundi sem hljóðar svo:

 

Deiliskipulag vegna Austurvegar 51-59.

 

"Ákveðið er að fá virtan skipulagsfræðing sem allir eru sammála um til að rýna framkomnar tillögur og allt ferli málsins. Skipulagsfræðingurinn skal leggja fyrir meirihlutann skriflegt álit með skýrri niðurstöðu um hvaða framgang hann telur að málið eigi að fá hjá skipulags- og byggingarnefnd og bæjarstjórn. Álitið skal liggja fyrir eigi síðar en þriðjudaginn 6. desember nk.

 

Forseta bæjarstjórnar, formanni bæjarráðs og bæjarstjóra er falið að koma með tillögu að aðila til að vinna málið og leggja fyrir undirritaða til samþykktar.

 

Við undirrituð samþykkjum hér með að við munum láta málið hafa framgang í samræmi við álitið."

 

12. Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins hafna tillögunni og fóru sjálfstæðismenn í framhaldi af því fram á það við þá að þeir kæmu á móti með tillögu til lausnar málinu.

 

13. Framsóknarmenn báðu um nokkra daga frest til að vinna tillögu í málinu. Fresturinn var veittur en áður en hann var úti slitu Framsóknarmenn samstarfinu án þess að nokkur tillaga kæmi af þeirra hálfu.

 

Á þessu sést að málinu er engan veginn lokið. Í þessu máli sem öðru er ábyrgðarleysi að hafa að leiðarljósi annað en fagleg rök og virðingu fyrir íbúum.

 

Bæjarfulltrúar D-lista.

 

Ari B. Thorarensen, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:

 

“Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka samstarf við Framsóknarflokkinn í fyrrverandi meirihluta þar sem ekki var ágreiningur um mál sem fram komu í málefnasamningi þessara flokka. Sömuleiðis þökkum við ágætt samstarf við fulltrúa S- og V- lista í bæjarstjórn og nefndum.

 

Bæjarfulltrúar D-listans þakka sérstaklega gott samstarf við fyrrverandi bæjarstjóra, Stefaníu Katrínu Karlsdóttur, sem reyndist starfi sínu vaxin. Hún var kraftmikill framkvæmdastjóri, útsjónarsöm og fagleg í vinnubrögðum.

 

Ennfremur viljum við þakka starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar fyrir ánægjulega samvinnu hér eftir sem hingað til.”

 

Bæjarfulltrúar D-lista

 

II. Kosningar í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs.

 

1. Kosning forseta til eins árs.

 

Þorvaldur Guðmundsson, kjörinn með 5 atkvæðum gegn 4 atkvæðum fulltrúa D lista

 

2. Kosning 1. varaforseta til eins árs.

 

Gylfi Þorkelsson, kjörinn með 5 atkvæðum gegn 4 atkvæðum fulltrúa D lista.

 

3. Kosning 2. varaforseta til eins árs.

 

Margrét Katrín Erlingsdóttir, kjörin með 5 atkvæðum gegn 4 atkvæðum fulltrúa D lista.

 

4. Kosning tveggja skrifara til eins árs.

 

Elfa Dögg Þórðardóttir og Gylfi Þorkelsson, kjörin með 9 atkvæðum.

 

5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs.

 

Grímur Arnarson og Jón Hjartarson, kjörnir með 9 atkvæðum.

 

III. Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð til eins árs og þriggja til vara sbr. A-lið 57. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 396/2000 með síðari breytingum:

 

Aðalmenn: Varamenn:
Jón Hjartarson Hilmar Björgvinsson
Margrét K. Erlingsdóttir Þorvaldur Guðmundsson
Þórunn Jóna Hauksdóttir Snorri Finnlaugsson

 

Samþykkt samhljóða.

 

IV. Kosning í kjörstjórnir til eins árs sbr. A-lið 57. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 396/2000 með síðari breytingum:

 

1. Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:
Ingimundur Sigurmundsson Hróðný Hauksdóttir
Bogi Karlsson Guðrún Edda Haraldsdóttir
Gestur S. Halldórsson Sigurbjörg Gísladóttir

 

2. Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:
Erlendur Daníelsson Ása Líney Sigurðardóttir
Ingunn Sigurjónsdóttir Gunnar Gunnarsson
Valey Guðmundsdóttir Ólafur Bachmann Haraldsson

 

3. Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:
Margrét Ingþórsdóttir Björg Þ. Sörensen
Ingibjörg Jóhannesdóttir Sigríður Ólafsdóttir
Ingvar Jónsson Ólafur H. Jónsson

 

4. Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara

 

Aðalmenn: Varamenn:
Kristín Björnsdóttir Kristinn Ásmundsson
Magnús Gunnarsson Gunnar Þórðarson
Valgerður Gísladóttir Ragnhildur Benediktsdóttir

 

5. Undirkjörstjórn 4 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara

 

Aðalmenn: Varamenn:
Ingibjörg Ársælsdóttir Helga Björg Magnúsdóttir
Einar Sveinbjörnsson Guðrún J. Valdimarsdóttir
Ragnhildur Jónsdóttir Guðni Kristjánsson

 

6. Undirkjörstjórn 5. (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara

 

Aðalmenn: Varamenn:
Lýður Pálsson Sverrir Geirmundsson
María Gestsdóttir Anna María Tómasdóttir
Svanborg Oddsdóttir Birgir Edwald

 

Kjör í kjörstjórnir var samþykkt samhljóða.

 

V. Kosning tveggja skoðunarmanna til loka kjörtímabils og tveggja til vara sbr. 69. gr. laga nr. 45/1998 Sveitarstjórnarlaga:

 

Aðalmenn: Varamenn:
Jón G. Bergsson Sigurður Hjaltason
Gunnar Einarsson Einar Sveinbjörnsson
Kjörnir með 9 atkvæðum.

 

VI. Kosning í nefndir, ráð og stjórnir til loka kjörtímabils sbr. B-lið 57. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 396/2000 með síðari breytingum:

 

1. Atvinnuþróunarnefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:
Tómas Þóroddsson, formaður Ólafur Steinason
Sigurjón Guðmarsson, Ingveldur Guðjónsdóttir
Andrés Rúnar Ingason Viðar Magnússon
Ólafur H. Jónsson Óskar Sigurðsson
Jón Karl Haraldsson Dalla Rannveig Jónsdóttir

 

Kjör í ofangreinda nefnd var samþykkt samhljóða.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tók til máls.

 

2. Kjaranefnd, þrír fulltrúar og þrír til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:
Gylfi Þorkelsson, formaður Þórunn Elva Bjarkadóttir
Margrét K. Erlingsdóttir Þorvaldur Guðmundsson
Snorri Finnlaugsson, Þórunn Jóna Hauksdóttir

 

Kjör í ofangreinda nefnd var samþykkt samhljóða.

 

3. Félagsmálanefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:
Kristín Eiríksdóttir, formaður Þorgrímur Óli Sigurðsson
Þórunn Elva Bjarkadóttir Katrín Ósk Þorgeirsdóttir
Alma L. Jóhannsdóttir Hilmar Björgvinsson
Guðmundur B. Gylfason Bryndís Klara Guðbrandsdóttir
Bjarnheiður Ástgeirsdóttir Indriði Indriðason

 

Kjör í ofangreinda nefnd var samþykkt samhljóða.

 

4. Íþrótta- og tómstundanefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:
Gylfi Þorkelsson, formaður Ingibjörg Ársælsdóttir
Helgi S. Haraldsson Elín Valgeirsdóttir
Sædís Ósk Harðardóttir Andrés Rúnar Ingason
Kristín Hrefna Halldórsdóttir Ívar Grétarsson
Grímur Arnarson Einar Guðmundsson

 

Kjör í ofangreinda nefnd var samþykkt samhljóða.

 

Grímur Arnarson, D-lista, tók til máls og lagði fram svohljóðandi bókun:
Ég mótmæli kjöri Gylfa Þorkelssonar í stjórn íþrótta- og tómstundanefndar. Gylfi hefur farið með róg og dylgjur í skrifum sínum og ræðu við fólk og fjölmiðla. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur en er ekki sæmandi manni sem ætlar að vinna að íþrótta- og æskulýðsmálum. Gylfi skuldar bæjarfulltrúum, íbúum og fyrirtækjum Árborgar afsökunarbeiðni eða segja sig frá stjórnmálastarfi ella.

 

Grímur Arnarson, D-lista.

 

5. Landbúnaðarnefnd, þrír fulltrúar og þrír til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:
María Hauksdóttir, formaður Gísli Geirsson
Viðar Magnússon Þorsteinn Ólafsson
Þorsteinn G. Þorsteinsson Unnur Huld Hagalín

 

Kjör í ofangreinda nefnd var samþykkt samhljóða.

 

6. Leikskólanefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:
Sigrún Þorsteinsdóttir, formaður Sædís Harðardóttir
Róbert Sverrisson Sigríður Anna Guðjónsdóttir
Gyða Björgvinsdóttir Þórunn Elva Bjarkadóttir
Ásdís Sigurðardóttir Þórunn Jóna Hauksdóttir
Ari B. Thorarensen Sigríður Óskarsdóttir

 

Kjör í ofangreinda nefnd var samþykkt samhljóða.

 

7. Lista- og menningarnefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:
Alma Lísa Jóhannsdóttir, formaður Sigurður Ingi Andrésson
Sigrún Jónsdóttir Sigríður Ágústsdóttir
Böðvar Bjarki Þorsteinsson Már Ingólfur Másson
Þórir Erlingsson, Björn Ingi Gíslason
Kjartan Björnsson Guðrún Álfheiður Thorarensen

 

Kjör í ofangreinda nefnd var samþykkt samhljóða.

 

8. Skipulags- og byggingarnefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:
Torfi Áskelsson, formaður Kristinn Hermannsson
Ármann Ingi Sigurðsson Þór Sigurðsson
Þorsteinn Ólafsson Margrét Magnúsdóttir
Elfa Dögg Þórðardóttir Samúel Smári Hreggviðsson
Grímur Arnarson Ari B. Thorarensen

 

Kjör í ofangreinda nefnd var samþykkt samhljóða.

 

9. Skólanefnd grunnskóla, fimm fulltrúar og fimm til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:
Hilmar Björgvinsson, formaður Alma L. Jóhannsdóttir
Þórir Haraldsson Elín Karlsdóttir
Sandra D. Gunnarsdóttir Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórunn Jóna Hauksdóttir Samúel Smári Hreggviðsson
Kristín Traustadóttir Guðjón Guðmundsson

 

Kjör í ofangreinda nefnd var samþykkt samhljóða.

 

10. Bókasafnsnefnd, fjórir fulltrúar og fjórir til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:
Ingibjörg Jóhannesdóttir Gunnar Kristmundsson
Drífa Eysteinsdóttir Edda B. Jónsdóttir
Hugborg Kjartansdóttir Svandís Bergsdóttir
Elín Arnoldsdóttir Helgi Ívarsson

 

Kjör í ofangreinda nefnd var samþykkt samhljóða.

 

11. Umhverfisnefnd, fimm fulltrúar og fimm til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:
Björn Bjarndal Jónsson, formaður María Hauksdóttir
Soffía Sigurðardóttir Sandra Gunnarsdóttir
Jóhann Óli Hilmarsson Sigurður Ingi Andrésson
Elfa Dögg Þórðardóttir Kristín Pétursdóttir
Björn Ingi Gíslason Kristín Hrefna Halldórsdóttir

 

Kjör í ofangreinda nefnd var samþykkt samhljóða.

 

12. Framkvæmda- og veitustjórn, fimm fulltrúar og fimm til vara

 

Aðalmenn: Varamenn:
Þorvaldur Guðmundsson Óli Rúnar Eyjólfsson
Hilmar Björgvinsson Jón Hjartarson
Gylfi Þorkelsson Torfi Áskelsson
Snorri Finnlaugsson, Ari Már Ólafsson
Þórunn Jóna Hauksdóttir Ingvi Rafn Sigurðsson

 

Kjör í ofangreinda nefnd var samþykkt samhljóða.

 

13. Fulltrúar Árborgar í samstarfsnefnd með starfsmannafélögum (áður starfskjaranefnd), tveir fulltrúar og tveir til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:
Sigurður Ingi Andrésson, formaður Hilmar Björgvinsson
Grímur Arnarson Elfa Dögg Þórðardóttir

 

Samþykkt samhljóða.

 

14. Fulltrúar Árborgar í héraðsnefnd, sjö fulltrúar og sjö til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:
Þorvaldur Guðmundsson Björn Bjarndal Jónsson
Margrét K. Erlingsdóttir Kristín Eiríksdóttir
Ragnheiður Hergeirsdóttir Gylfi Þorkelsson
Jón Hjartarson Hilmar Björgvinsson
Elfa Dögg Þórðardóttir Kristín Hrefna Halldórsdóttir
Snorri Finnlaugsson Grímur Arnarson
Þórunn Jóna Hauksdóttir Ari Thorarensen

 

Samþykkt samhljóða.

 

15. Fulltrúar Árborgar á landsþing Samb. ísl. sveitarfélaga, fjórir fulltrúar og fjórir til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:
Jón Hjartarson Hilmar Björgvinsson
Gylfi Þorkelsson Margrét K. Erlingsdóttir
Þórunn Jóna Hauksdóttir Elfa Dögg Þórðardóttir
Snorri Finnlaugsson Grímur Arnarson

 

Samþykkt með 9 atkvæðum.

 

16. Fulltrúar Árborgar á aðalfund SASS, níu fulltrúar og níu til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:
Þorvaldur Guðmundsson Björn Bjarndal Jónsson
Margrét K. Erlingsdóttir Kristín Eiríksdóttir.
Ragnheiður Hergeirsdóttir Þórunn Elva Bjarkadóttir
Gylfi Þorkelsson Böðvar Bjarki Þorsteinsson
Jón Hjartason Hilmar Björgvinsson
Þórunn Jóna Hauksdóttir Ari Thorarensen
Snorri Finnlaugsson Kristín Hrefna Halldórsdóttir
Elfa Dögg Þórðardóttir Björn Ingi Gíslason
Grímur Arnarson Jón Karl Haraldsson

 

Samþykkt með 9 atkvæðum.

 

17. Fulltrúi og varafulltrúi Árborgar á fulltrúaráðsfund Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands.

 

Aðalmaður: Varamaður:
Ragnheiður Hergeirsdóttir Margrét K. Erlingsdóttir

 

Samþykkt samhljóða.

 

18. Fulltrúi og varafulltrúi Árborgar á aðalfund Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.

 

Aðalmaður: Varamaður:
Guðjón Ægir Sigurjónsson Gylfi Þorkelsson

 

Samþykkt samhljóða.

 

19. Fulltrúar Árborgar í fulltrúaráð Brunavarna Árnessýslu, tveir fulltrúar og tveir til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:
Margrét K. Erlingsdóttir Þorvaldur Guðmundsson
Ari Thorarensen Grímur Arnarson

 

Samþykkt samhljóða.

 

20. Fulltrúar Árborgar í almannavarnanefnd, tveir fulltrúar og tveir til vara.

 

Aðalmenn: Varamenn:

 

Bæjarstjóri Staðgengill bæjarstjóra

 

Framkvæmdastj. framkvæmda- og veitusviðs Skipulags- og byggingarfulltrúi.

 

Samþykkt samhljóða.

 

 

 

21. Fulltrúi og varafulltrúi Árborgar á aðalfund Sorpstöðvar Suðurlands.

 

Ragnheiður Hergeirsdóttir, aðalmaður Gylfi Þorkelsson, varamaður

 

Samþykkt með samhljóða.

 

22. Fulltrúi og varafulltrúi Árborgar á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurlands.

 

Jón Hjartarson, aðalmaður Helgi S. Haraldsson, varamaður.

 

Samþykkt samhljóða.

 

23. Fulltrúi og varafulltrúi Árborgar á aðalfund RARIK.

 

Þorvaldur Guðmundsson, aðalmaður Óli Rúnar Eyjólfsson, varamaður

 

Samþykkt samhljóða.

 

VII. Tillaga að ráðningu bæjarstjóra til loka kjörtímabils.

 

Varaforseti lagði fram svohljóðandi breytingartillögu við þá tillögu sem fylgdi fundarboði:

 

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að ráða Ragnheiði Hergeirsdóttur sem bæjarstjóra í Árborg kjörtímabilið 2006-2010. Forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs er falið að ganga frá ráðningarsamningi við bæjarstjóra og leggja fyrir bæjarráð til staðfestingar.

 

Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum gegn 4 atkvæðum fulltrúa D-lista.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista,gerði grein fyrir atkvæði sínu og óskaði eftir að eftirfarandi yrði bókað:

 

Nýr meirihluti í bæjarstjórn hefur ákveðið að segja upp núverandi bæjarstjóra og ráða pólitískan bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru andvígir þeirri ákvörðun.

 

Í bæjarstjórnarkosningunum í vor héldu Samfylkingarmenn því á lofti að oddviti þeirra ætti að verða bæjarstjóri. Kjósendur höfnuðu því alfarið og tapaði Samfylkingin tveimur bæjarfulltrúum af fjórum og fékk aðeins 26% atkvæða; s.s. 74% kjósenda Árborgar höfnuðu Samfylkingunni þar sem oddvitinn var bæjarstjóraefni. Nú hafa bæjarfulltrúar nýs meirihluta ákveðið að gefa kjósendum langt nef og ráða til starfans þann oddvita sem augljóslega var hafnað af kjósendum Árborgar í vor.

 

Af þessum sökum greiðum við atkvæði á móti ráðningunni.

 

Bæjarfulltrúar D-listans.

 

VIII. Tillaga að reglum um kjör íþróttakonu og íþróttakarls Árborgar

 

Bæjarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.

 

IX. Tvöföldun Suðurlandsvegar

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, fylgdi eftirfarandi tillögu úr hlaði:

 

Bæjarstjórn Árborgar lýsir óánægju sinni með hugmyndir Vegagerðar ríkisins um breikkun Suðurlandsvegar með svokallaðri 2+1 aðferð. Bæjarstjórn Árborgar styður tvöföldun Suðurlandsvegar frá Rauðavatni að Þjórsá. Vöxtur umferðar er mikill og viðvarandi um Suðurlandsveg. Brýnt er að leggja fjármuni í varanlegar lausnir, en forðast bráðabirgðaúrræði. Tvöföldun Reykjanesbrautar er dæmi um velheppnaða aðgerð þar sem akstursleiðir eru skýrt aðgreindar. Slík útfærsla er í takt við alþjóðlegar hraðbrautir þar sem öryggið er haft í fyrirrúmi.

 

Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

X. Vinnuhópur til að skoða aðild að og skipulag SASS og skólaskrifstofu Suðurlands

 

Forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu:

 

Í málefnasamningi B-, S- og V-lista kemur eftirfarandi fram; “Fulltrúar meirihlutaflokkanna í bæjarstjórn Árborgar telja samstarf sveitarfélaga á Suðurlandi mikilvægt og að Sveitarfélagið Árborg gegni veigamiklu hlutverki sem stærsta sveitarfélagið í héraðinu.”

 

Sveitarfélagið Árborg mun taka þátt í samstarfi sunnlenskra byggða hér eftir sem hingað til og beita sér fyrir eflingu þeirra. Bæjarstjórn Árborgar samþykkir að leggja niður vinnuhóp til að skoða aðild að og skipulag SASS og Skólaskrifstofu Suðurlands sem settur var á fót á bæjarstjórnarfundi þann 14. nóvember síðast liðinn.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, óskaði eftir fundarhléi.

 

Ari B. Thorarensen og Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, tóku til máls. Óskaði hún eftir að bókað yrði eftirfarandi:

 

Formaður bæjarráðs, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, bar fram svohljóðandi tillögu á bæjarráðsfundi í morgun:

 

“Bæjarráði Árborgar þykir leitt ef ákvörðun meirihluta Árborgar um að skipa vinnuhóp til að skoða aðild að og skipulag SASS og Skólaskrifstofu Suðurlands hefur valdið óvissu hjá þessum aðilum. Bæjarráð leggur því til að vinnuhópurinn verði lagður niður.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista.”

 

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með atkvæðum fulltrúa S- og B-lista. Formaður bæjarráðs, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, greiddi atkvæði með tillögunni.

 

Nú kemur samhljóða tillaga frá sömu fulltrúum og felldu tillöguna í morgun. Það er von okkar að slíkur hringlandaháttur muni ekki einkenna störf nýs meirihluta þar sem máli er hafnað að morgni en samþykkt að kveldi.

 

Bæjarfulltrúar D-listans.

 

Forseti bæjarstjórnar tók til máls. Gert var fundarhlé.

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, og Snorri Finnlaugsson, D-lista, tóku til máls.

 

 

 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 18:40.

 

Þorvaldur Guðmundsson
Björn Bjarndal Jónsson
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Snorri Finnlaugsson
Ari B. Thorarensen
Grímur Arnarson
Gylfi Þorkelsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Jón Hjartarson
Stefanía K. Karlsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica