8. fundur leikskólanefndar
8. fundur leikskólanefndar Árborgar haldinn í Ráðhúsi Árborgar þann 17. janúar 2007.
Formaður nefndarinnar, Sigrún Þorsteinsdóttir, setti fundinn kl. 17:15.
Mættir: Sigrún Þorsteinsdóttir, Róbert Sverrisson, Gyða Björgvinsdóttir, Ari Thorarensen, Ásdís Sigurðardóttir, Heiðdís Gunnarsdóttir, Sigurborg Ólafsdóttir – fulltrúi foreldra og Auður Hjálmarsdóttir – fulltrúi starfsmanna.
1. Kosning varaformanns og ritara samkvæmt 46. gr. Sveitarstjórnarlaga
Formaður lagði til að Róbert Sverrisson yrði varaformaður og var það samþykkt með 4 atkvæðum og einn sat hjá. Hún lagði það jafnframt fram að Gyða Björgvinsdóttir yrði ritari og var það samþykkt með 3 atkvæðum, 2 sátu hjá.
2. Undirritun þagnarskyldu
Nýir nefndarmenn undirrituðu þagnarskyldu.
3. Kynning nefndarmanna
Nefndarmenn kynntu sig.
4. Lög, reglugerðir og samþykktir sveitarfélagsins vegna leikskólamála
Leikskólafulltrúi kynnti þennan lið.
5. Breyting á gjaldskrá í leikskólum Árborgar
Fulltrúar D – lista koma með eftirfarandi tillögu til breytingar á gjöldum í leikskóla:
Í forsendum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 er gert ráð fyrir 5% hækkun á leikskólagjöldum frá og með 1. febrúar 2007.
Við undirrituð viljum leggja til að hækkunin verði 2,5 %. Frá 1. febrúar 2007
Greinargerð
Laun í landinu hækkuðu almennt um 2,5% og er því enginn grundvöllur fyrir meiri hækkun en það. Einnig viljum við koma á mót við kosningaloforð eins af meirihlutaflokkunum sem lofaði gjaldfrjálsum leikskóla. Því er nauðsynlegt að byrja strax aðlögun fjárhagsáætlunar að því umhverfi að leikskóli verði gjaldfrjáls árið 2010.
Ari B Thorarensen
Ásdís Sigurðardóttir
Tillögunni var vísað frá með 3 atkvæðum á móti 2.
Formaður leikskólanefndar kom með þá tillögu að hækka leikskólagjöld um 5% og var það samþykkt með 3 atkvæðum á móti 2.
6. Innritunarreglur fyrir leikskóla Árborgar
Farið var yfir tillögur að breytingum á innritunarreglum.
Lögð var fram breytingartillaga á 4. reglu.
Breytingartillagan á reglu 4
2. forgangur: Börn sem búa við félagsleg / andleg eða líkamleg frávik en eru ekki greind fötluð. Óska má vottorðs frá til þess bærum sérfræðingi. Sjá fylgiskjal.
Innritunarreglur ásamt breytingartillögunni voru samþykktar samhljóða.
Lesin var upp bókun frá Þórunni Jónu Hauksdóttur, í Bæjarráði 14. 12. 2006
7. Fyrirliggjandi umsóknir barna í leikskóla Árborgar
Leikskólafulltrúi fór yfir umsóknir um leikskólapláss og tilkynnti að öll börn fædd 2005 og eldri ættu að fá leikskólavist á næsta skólaári, eins og staðan er í dag.
8. Úrbætur vegna aðstöðu eldhúss Ásheima
12. des. 2006 barst bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands um að gera þyrfti endurbætur á eldhúsi Ásheima fyrir 1. jan. 2007. Leikskólafulltrúi tilkynnti að sú ákvörðun hafi verið tekin að kaupa mat frá Rauða Húsinu á Eyrarbakka líkt og gert er í Glaðheimum.
9. Fundargerð leikskólafulltrúa og leikskólastjóra 12. des 06 og jan 07 til kynninga
Tilkynningar
10. Tillögur um sumarleyfislokun leikskóla, sjá fundargerð leikskólafulltrúa og leikskólastjóra 12. des. s.l.
Tillagan samþykkt samhljóða
11. Fréttabréf leikskóla til kynningar
Leikskólafulltrúi dreifði fréttabréfum frá Álfheimum, Árbæ, Ásheimum,Brimveri, Hulduheimum og Æskukoti til nefndarmanna.
Önnur mál:
Tillaga frá formanni Leikskólanefndar um að fundur verði haldinn 3.miðvikudag í mánuði klukkan 17.15 og að fundarboð berist í tölvupósti. Tillagan samþykkt samhljóða.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið klukkan 19.00
Sigrún Þorsteinsdóttir
Róbert Sverrisson
Gyða Björgvinsdóttir
Ari B Thorarensen
Ásdís Sigurðardóttir
Heiðdís Gunnarsdóttir
Sigurborg Ólafsdóttir
Auður Hjálmarsdóttir