Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


20.5.2010

8. fundur fræðslunefndar

8. fundur fræðslunefndar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn þriðjudaginn 18. maí 2010 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:15

Mætt:
Þórir Haraldsson, nefndarmaður, B-lista
Valgeir Bjarnason, varamaður, V-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir varamaður S-lista
Grímur Arnarson, nefndarmaður D-lista,
Kristín Traustadóttir, nefndarmaður D-lista,
Sigurður Bjarnason, verkefnisstjóri fræðslumála,
Guðbjartur Ólason fulltrúi skólastjóra
Guðrún Thorsteinsson fulltrúi kennara,
Linda Rut Ragnarsdóttir fulltrúi foreldra
Stefanía Geirsdóttir fulltrúi Flóahrepps
Anna Gina Agestad fulltrúi starfsmanna
Birgir Edwald, skólastjóri
Böðvar Bjarki Þorsteinsson aðstoðarskólastjóri

Dagskrá:

1. 1004126- Flæði á milli grunn- og framhaldsskóla.

Örlygur Karlsson skólameistari og Þórunn Jóna Hauksdóttir sviðsstjóri frá Fjölbrautaskóla Suðurlands fóru yfir reynslu skólans af því að taka á móti nemendum sem útskrifast hafa úr grunnskóla við lok 9. bekkjar og við lok fyrri hluta skólaárs í 10. bekk. Jafnframt fóru þau yfir þá möguleika sem grunnskólanemendur hafa hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands á komandi skólaári til að stunda nám í framhaldsskólaáföngum.

Þegar skoðaður er árangur þeirra nemenda sem hafa útskrifast úr 10. bekk um áramót og farið í nám í FSu á undanförnum árum kemur í ljós að árangur nemendanna hefur verið mjög góður og einnig samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið á meðal þessara nemenda virðist líðan þeirra vera góð.

Ekki er komið í ljós hvernig hægt verður að þjónusta þá grunnskólanemendur sem vilja stunda nám í einstökum áföngum á komandi skólaári.

Fræðslunefnd þakkar Örlygi og Þórunni fyrir greinargóðar upplýsingar og væntir áframhaldandi góðs samstarfs á milli Fjölbrautaskóla Suðurlands og grunnskólanna í Árborg.

2. 1005226- Staða skólastjóra Vallaskóla

Eyjólfur Sturlaugsson hefur sagt upp stöðu skólastjóra Vallaskóla og hefur staðan verið auglýst laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 25. maí nk. Fræðslunefnd þakkar Eyjólfi fyrir samstarfið á liðnum árum og óskar honum velfarnaðar á komandi árum. Formaður fræðslunefndar beinir því til verkefnisstjóra fræðslumála að framvegis verði fræðslunefndarfólk upplýst um allar meiriháttar breytingar svo sem þessa, t.d. með tölvupósti, áður en auglýsingar birtast í fjölmiðlum.

3. 0902163 – Niðurstöður samræmdra könnunarprófa í grunnskólum Árborgar

Verkefnisstjóri lagði fram sundurgreindar niðurstöður samræmdra könnunarprófa ásamt framfarastuðlum fyrir grunnskólana í Árborg. Grunnskólar í Árborg eru, eins og undanfarin ár, undir meðallagi í samræmdum könnunarprófum í 4., 7. og 10. bekk, en niðurstöður sýna framfarir og jákvæða þróun í starfi skólanna. Óhjákvæmilegt er að fræðsluyfirvöld í samvinnu við skólastjórnendur, kennara og fagfólk skoði skólastarf á gagnrýninn og uppbyggilegan hátt og grípi til markvissra aðgerða til að bæta niðurstöðu skólanna. Jafnframt verði unnið að því að innleiða heildarmat á skólastarfi og aðra mælikvarða sem viðurkenndir eru til mats á gæðum skólastarfs, sbr. m.a. umræður á 7. fundi fræðslunefndar og á fyrri fundum.

4. 0905081 – Yfirlit frá skólastjórum grunnskóla

Skólastjórar grunnskólanna þeir Guðbjartur Ólason, Birgir Edwald og Böðvar Bjarki Þorsteinsson aðstoðarskólastjóri fóru yfir ráðningarmál og starf skólanna á komandi skólaári.

5. 1005065 – Staða innritunar í leikskóla

Verkefnisstjóri lagði fram minnisblað um stöðu innritunar í leikskóla Árborgar í maí 2010..

6. 1005231 – Forvarnir í Sveitarfélaginu Árborg

Fulltrúar grunnskólakennara eru að velta fyrir sér mögulegum stuðningi fyrir skólana af hálfu Samstarfs- og aðgerðarhóps um forvarnir í Árborg. Í því sambandi er m.a. spurt um möguleika á kynningum, námskeiðum, heimsóknum fyrirlestrum ofl. fjölbreytt efni sem kæmi með samhæfingu og stuðningi samstarfs- og aðgerðarhópsins án þess að auka kostnað.

Fræðslunefnd fagnar áhuga kennara og tekur undir hugmyndir þeirra og beinir fyrirspurn kennaranna til Samstarfs- og aðgerðarhóps um forvarnir í Árborg. Einnig hvetur fræðslunefnd kennara grunnskólanna til að nýta sér forvarnarstefnu Árborgar til kennslu og einnig að koma hugmyndum um forvarnarstarfið á framfæri við fulltrúa skólanna í samstarfs- og aðgerðarhópnum.

7. 1005232 – Mönnun í stöður stuðningsfulltrúa

Fulltrúar grunnskólakennara í fræðslunefnd vilja koma eftirfarandi á framfæri varðandi stöður stuðningsfulltrúa í grunnskólum:

Allir, nemendur, stjórnendur og kennarar sem vinna í skólunum hafa illilega orðið varir við skerðingu á starfi stuðningsfulltrúa. Vissulega er það ljóst að það þarf að spara í skólunum en miðað við mikilvægi starfsins og þau laun sem fulltrúarnir fá getur sparnaðurinn ekki verið mikill. Mikil hætta er á að hæft fólk leiti í annað þar sem það getur ekki tekið á sig skerðingu í vinnu og launum.

8. 1005233 – Fundarliðurinn “Önnur mál” á fundum fræðslunefndar.

Fulltrúar grunnskóla kennara benda á að liðinn “Önnur mál” vantaði á fundi fræðslunefndar þannig að hægt væri að koma með stuttar fyrirspurnir og fylgja þeim eftir.

Fræðslunefnd beinir framangreindum ábendingum til komandi bæjarstjórnar.

9. 1005234 – Matur og næring í grunnskólum Árborgar

Umræður voru um hollustu matar sem fram er borinn í grunnskólum Árborgar. Fræðslunefnd beinir því til bæjarráðs Árborgar að veitt verði fé á næsta skólaári, til úttektar á hráefni sem keypt er inn til matreiðslu í skólunum og jafnfram til úttektar á framreiddum mat í grunnskólunum.

Erindi til kynningar

10. 1002091 - Fundargerðir skólaráða

Lagðar fram fundargerðir frá fundum skólaráðs Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.

11. 0905085 - Fundargerðir frá fundum leikskólastjóra

Lögð var fram fundargerð frá 4. fundi leikskólastjóra árið 2010.

Í tilefni síðasta fundar fræðslunefndar á kjörtímabilinu þökkuðu formaður og verkefnisstjóri nefndarfólki fyrir samstarfið á liðnum árum. Jafnframt þakkar fræðslunefnd Ragnheiði Thorlacius fyrir samstarfið á liðnum árum og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19:45

Þórir Haraldsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Valgeir Bjarnason
Grímur Arnarson
Kristín Traustadóttir
Sigurður Bjarnason
Guðbjartur Ólason
Guðrún Thorsteinsson
Stefanía Geirsdóttir
Böðvar Bjarki Þorsteinsson
Linda Rut Ragnarsdóttir
Birgir Edwald
Anna Gina Agestad


Þetta vefsvæði byggir á Eplica