Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19.3.2015

8. fundur fræðslunefndar

  8. fundur fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 12. mars 2015  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.  Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista, Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir, varamaður, S-lista, Magnús Jóhannes Magnússon, fulltrúi skólastjóra, Ingibjörg Stefánsdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Guðbjörg Guðmundsdóttir, fulltrúi kennara, Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla, Hanna Rut Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri. Formaður bauð Sesselju sérstaklega velkomna sem situr sinn fyrsta fund í fræðslunefnd sem varamaður Örnu. Dagskrá:  Almenn afgreiðslumál 1. 1503054 - Ósk um lokun leikskóla á Sunnlenska skóladeginum 27. apríl 2016 Fræðslunefnd samþykkir erindið. 2.  1503057 - Bréf frá Brimveri/Æskukoti um tilfærslu á starfsdegi v/starfsmannaferðar Fræðslunefnd samþykkir erindið. 3. 1503029 - Leikskóladagatal 2015-2016 Afgreiðslu frestað fram að næsta fundi og leikskólastjórar beðnir að skoða vel með skólastjórum hvort hægt sé að samræma betur starfsdaga. 4. 1503031 - Skóladagatal 2015-2016 Afgreiðslu frestað fram að næsta fundi og skólastjórar beðnir að skoða vel með leikskólastjórum hvort hægt sé að samræma betur starfsdaga. Erindi til kynningar 5. 1404071 - Frístundaheimili - mögulegar útfærslur Fyrstu drög að skýrslu starfshóps til kynningar. 6. 1409062 - Uppbygging skólahúsnæðis í Árborg Til kynningar. - Fundargerð frá 29. janúar 2015 - Fundargerð frá 11. febrúar 2015 - Fundargerð frá 25. febrúar 2015 7. 1501043 - Samstarfsfundir leikskólastjóra, sérkennslustjóra og fræðslustjóra Fundargerð frá 27. febrúar 2015 til kynningar. 8. 1501004 - Samráðsfundir skólastjóra og fræðslustjóra Til kynningar. - Fundargerð frá 10. febrúar 2015 - Fundargerð frá 17. febrúar 2015. Fundur með skólastjórnendum FSu - Fundargerð frá 25. febrúar 2015 9. 1503065 - Foreldraráð Árbæjar Til kynningar. - Listi yfir fulltrúa í ráðinu - Fundargerð frá 10. apríl 2014 - Fundargerð frá 14. maí 2014 - Fundargerð frá 8. október 2014 - Fundargerð frá 5. nóvember 2014 10. 1501512 - Skólaráð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri Til kynningar. 29. fundur, haldinn fimmtudaginn 5. mars 2015. 11. 1503035 - Skólaráð Sunnulækjarskóla 2015 Til kynningar. 34. fundur, haldinn 4. mars 2015. 12. 1503021 - Skólaráð Vallaskóla 2015 Til kynningar. Fundargerð frá 11. febrúar 2015. 13. 1503023 - Endurmat - viðmið skólaþjónustu og samstarfsaðila Til kynningar. 14. 1503011 - Breyting á reglugerð nr. 548/2010 um nemendur með sérþarfir í grunnskólum Til kynningar. 15. 1503069 - Gulleggið 2014 Fræðslunefnd sendir Má Ingólfi Mássyni og Leifi Viðarssyni, kennurum í Vallaskóla, bestu hamingjuóskir. Verkefni þeirra, Námsefnisbankinn, var eitt af tíu verkefnum sem kepptu til úrslita í Gullegginu 2014, sem er frumkvöðlakeppni Klak Innovit, en hátt í 330 hugmyndir hófu keppni í janúar sem er mesti fjöldi hugmynda frá upphafi. 16. 1501045 - Álfheimafréttir Til kynningar. 2. tbl. 2015. Þar er m.a. fundargerð foreldraráðs frá 3. febrúar 2015. 17. 1503012 - Greining á sjóðaumhverfi - skýrsla RHA Til kynningar. 18. 1503017 - Bann við sýningu kvikmynda í grunnskólum án samninga Til kynningar. 19. 1502021 - Ungt fólk 2014 Til kynningar. 20. 1411036 - Vinnumat grunnskólakennara Til kynningar. 21. 1503060 - Skil skólastiga - tilboð til skólanefnda og sveitarstjórnarmanna Til kynningar. 22. 1503022 - VILJI - Hvatningarverðlaun NKG Til kynningar.   Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30   Sandra Dís Hafþórsdóttir Magnús Gíslason Brynhildur Jónsdóttir Íris Böðvarsdóttir Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir Magnús J. Magnússon Ingibjörg Stefánsdóttir Guðbjörg Guðmundsdóttir Málfríður Erna Samúelsdóttir Brynja Hjörleifsdóttir Hanna Rut Samúelsdóttir Þorsteinn Hjartarson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica