Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


1.11.2010

8. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

8. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014 haldinn föstudaginn 29. október 2010  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 15:30

Mætt:
Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður, D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista,
Tómas Ellert Tómasson, nefndarmaður D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður S-lista,
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri,
Óðinn Andersen. varamaður V-lista,

Dagskrá:

1.  1009059 - Gjaldskrá Selfossveitna
 Farið var yfir fjárfestingarþörf vegna orkuöflunar á árunum 2011 - 2020 sem eru samtals á bilinu 685 - 735 milljónir. Framkvæmda- og veitustjórn leggur til að gjaldskrá Selfossveitna hækki um 18% til að tryggja afhendingaröryggi á heitu vatni til íbúa Árborgar. Hækkunin taki gildi 01.01.2011.
Greinargerð:
Afkastageta Selfossveitna er nánast fullnýtt þegar kalt er í veðri og því nauðsynlegt að ráðast í framkvæmdir við orkuöflun. Auk þess hefur bilanatíðni í borholum, dælum og öðrum búnaði aukist vegna jarðskjálftans 2008 með tilheyrandi kostnaði.
   
2.  0806063 - Staða mála varðandi útboð í Björgunarmiðstöð
 Farið var yfir stöðu málsins.
   

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:05

Elfa Dögg Þórðardóttir  
Ingvi Rafn Sigurðsson
Tómas Ellert Tómasson  
Eggert Valur Guðmundsson
Guðmundur Elíasson  
Óðinn Andersen


Þetta vefsvæði byggir á Eplica