Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


4.12.2014

8. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

8. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 3. desember 2014 í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður, D-lista, Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, nefndarmaður, B-lista, Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri. Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
 1. 1411209 - Endurgerð Tryggvagötu 2015
Fyrirhugaðar framkvæmdir við Tryggvagötu árið 2015 voru kynntar. Bárður Árnason frá Eflu og Svanhildur Gunnlaugsdóttir frá Landformi fóru yfir umfang verksins og verkáætlun. Verkið felst í þverun Austurvegar við Tryggvagötu og endurgerð Tryggvagötu að Sundhöll Selfoss. Lögð er áhersla á góðar merkingar hjáleiða ásamt kynningu fyrir almenning og fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að verkið hefjist í byrjun mars 2015. Stjórnin felur framkvæmda- og veitustjóra að auglýsa útboð á verkinu.
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30 Gunnar Egilsson Ragnheiður Guðmundsdóttir Ingvi Rafn Sigurðsson Viktor Pálsson Helgi Sigurður Haraldsson Jón Tryggvi Guðmundsson  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica