Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


16.5.2014

8. fundur Hverfisráðs Stokkseyrar

15. maí 2014 Íbúafundur í BES á Stokkseyri klukkan 20.30. Fundarstjóri Magnús J. Magnússon skólastjóri Mættir: Vigfús Helgason formaður; Guðríður Ester Geirsdóttir ritari, Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, Hafdís Sigurjónsdóttir og Ólafur Auðunsson. Sérstakur gestur Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Árborgar Samþykkt hverfisráðs kynnt sem og hlutverk ráðanna. Hverfisráð í framhaldinu kynnt. Eftirfarandi mál voru tekin fyrir á fundinum:
  • Umhverfismál
  • Skipulagsmál
  • Atvinnumál
  • Götur og stéttar
  • Íþróttir og tómstundir
  • Skólamál
Umhverfismál: Sýndar eru myndir víðsvegar úr þorpinu. Tengjast myndirnar ýmis konar ruslasöfnun við heimili, brotnum gangsstéttum, brotnum kantsteinum sem m.a. hafa verið brotnir í 4 ár, mikilli pollamyndun við botnlanga við Eyrarbraut og fleira. Jákvæðir hlutir eru þó til staðar og ber að nefna en það er t.d. færslan á styttu Páls Ísólfssonar og garðurinn þar í kring. Magnús tekur við aftur og ræðir um Eymdina. Fyrir nokkru síðan skapaðist hætta fyrir börnin í skólanum (og þorpinu) þegar þau fóru að sækja í að leika sér við húsið. Rúður voru brotnar og börnin klifruðu upp á hættulegt glerþak. Neglt var fyrir brotnu rúðurnar en ástandið á húsinu er hættulegt íbúum þorpsins. Tala þarf við sveitarfélagið og heilbrigðiseftirlitið og biðja um að eitthvað verði gert við húsið.
  1. maí fara krakkarnir í þorpinu og hreinsa til í nærumhverfinu.
Fyrirspurn úr sal: Hver á að hreinsa heyrúlluplastið sem er fast hingað og þangað á girðingum í þorpinu. Bent er á að eigendur eigi að gera það. Fólk í þorpinu hefur tekið upp á því að hreinsa í kringum sig. Jafnvel eftir aðra. Bent er á að félag búfjáreigenda á Eyrarbakka séu með þrifdag í maí. Það væri hægt að gera það sama hér. Bent er á að það hefur verið gert. Bent er á að það séu haugar við fótboltavöllinn sem urðu til við lagfæringu á vellinum. Hvað á að gera við haugana?   Bent er á að það þurfi að skilgreina skólalóðina við skólann. Einnig að Stjörnusteinarnir gömlu séu hættulegir, það brotni af húsinu. Hver á að sjá um þá byggingu?     Bent er á að það þurfi að taka inn bekkina sem eru víðsvegar um þorpið á veturna, sinna því viðhaldi sem þurfi og setja þá út á vorin.   Bent er á að að það þurfi að hugsa betur um trén sem eru við sjoppuna, þ.e. við Hásteinsveginn og Strandgötuna. Einnig megi gróðursetja meira í þorpinu. Í framhaldinu er bent á að ef ferðaþjónustan eigi að blómstra þurfi að hugsa um umhverfið og sjá til þess að það sé snyrtilegt og fallegt í þorpinu.   Spurt er út í hvort það sé í lagi að hafa spennistöðina svona nálægt íbúðarhúsum eins og hún er við Stjörnusteinana.   Bent er á að stíflan við Löngudæl virki ekki sem skyldi. Kajakar verði að komast í gegnum sefið.   Skipulagsmál: Bent er á að margar lóðir séu tilbúnar til bygginga í þorpinu en litlar líkur á því að það verði byggt. Það sé áhyggjuefni hversu margir flytji úr þorpinu (einnig frá Eyrarbakka). Lóðaverð sé jafnt í allri Árborg en söluverð ¼ ódýrara á Stokkseyri og Eyrarbakka en á Selfossi.   Bent er á að það þurfi að bæta aðgengi að fjörunni. Í sveitarfélaginu Garði eru t.a.m. tröppur sem ná yfir sjóvarnargarðinn þar. Það þarf að kenna börnunum að umgangast fjöruna og sjóinn.   Bent er á að það ætti að breyta skipulaginu við Eyrarbraut, sunnan meginn við veginn. Þar þurfi að breyta skipulaginu í verslunar og þjónustusvæði. Byggja upp á þessum fallega stað í þorpinu. Þetta eru einar af flottustu lóðunum í þorpinu.   Spurt er út í fráveitumálin í þorpinu. Hvernig standa skólpmálin? Á eitthvað að gera varðandi hreinsun?   Atvinnumál: Spurt er út í það af hverju sveitarfélagið sé ekki að stuðla að því að ferðamenn komin hingað. Hér séu mikil tækifæri í tengslum við atvinnumál og svæði sem hægt er að byggja upp. Sveitarfélagið á að hvetja til þess að það sé auðveldara að byggja upp atvinnu á svæðinu. Bent er á að frumkvæði og framkvæmdir komi iðulega frá íbúunum sjálfum.   Spurt er hvort rýmum á Kumbaravogi hafi verið fækkað?   Bent er á að til að atvinnumálin verði í betri farveg megi auka og bæta samgöngur. Þeir sem eru búsettir á Selfossi geti illa nýtt sér samgöngur til Stokkseyrar. Það er einnig bent á að það vanti samgöngur innan sveitarfélagsins um helgar.   Götur og gangstéttar: Spurt er út í stíginn milli Stokkseyrar og Eyrarbakka. Skólastjóri bendir á að uppi séu hugmyndir um fræðslustíg á vegum leikskólans, barnaskólans og ungmennafélagsins.   Spurt er út í Holtsveginn – hvort borið verði í hann.   Íþróttir og tómstundir: Spurt er út í möguleikana á að vera með vatnsleikfimi á Stokkseyri.   Spurt er út í þjónustu við aldraða.   Bent er á að hægt væri að vera með leiðsögn um þorpið varðandi sjómennsku sem áður var í þorpinu.   Bent er á að flest slíkt sprettur upp sem einkaframtak. Eins og t.d. tónsmiðjan.   Bent er á að það vanti sögusetur hér í þorpinu.   Bent er á að þau skilti sem hafa verið sett upp í þorpinu séu einkaframtak. Á þeim eru upplýsingar um hvað er í boði varðandi afþreyingu.   Bent er á að auknar skatttekjur skapist af þeirri afþreyingu sem er í boði í þorpinu.   Bent er á að það vanti miðstöð fyrir ferðamannaiðnaðinn.   Bent er á að það sé skilti við Rúmfatalagerinn á Selfossi og á því sé að finna meiri upplýsingar um Stokkseryi en á því skilti sem er þegar á Stokkseyri.   Bent er á að það sé umfjöllun um Árborg í Lonely Planet ferðahandbókinni um Ísland. Þar eru m.a. nokkur umfjöllun um Friðlandið í Flóa.   Rætt er um ósk ungmennaráðs Árborgar um að fá strætó um helgar. Eitthvað er á döfinni að það verði prufukeyrt.   Skólamál: Rætt er um að nokkuð sé um að fólk flytjist burt frá Stokkseyri vegna skólamála. Spurt er hvort það þurfi ekki að taka þessi mál alvarlega. Skólastjóri talar um að reynt sé að bregðast við ástæðum þess að fólk vill fara. En staðan sé alvarleg. Fólk fer, hús verða að tímabundnum húsum.   Bent er á að ef barni vantar sérkennslu vill fólk fara í burtu því það telur að börn fái betri sérkennslu annars staðar.   Bent er á að skólaþjónustan sé komin inn til skólans og nú hafi foreldrar meiri aðgengi að slíkri þjónustu en áður.   Bent er á að fólk flytur frá Stokkseyri til Selfoss til að fá betri þjónustu. En þar sem þetta er sama sveitarfélagið ætti að vera hægt að bjóða upp á sömu þjónustu á Eyrarbakka og Stokkseyri eins og á Selfossi.   Spurt er út í spjaldtölvuvæðingu. Hvort spjaldtölvur hafi jákvæð áhrif á börn með sérþarfir? Skólastjóri telur svo vera. Barist sé fyrir því að kennarar séu menntaðir í notkun á spjaldtölvum. Það þurfi að vita hvernig eigi að vinna með slík tæki. Reynt sé að bregðast við sérþörfum.     Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Árborgar fer í pontu og svarar: Íbúafækkun – fækkun á Eyrarbakka upp á síðkastið. Núna eru fleiri á Stokkseyri. Fækkun íbúa er áhyggjuefni. Stundum verið rætt um það að takmarkanir á að byggja megi við gömlu húsin geri það að verkum að þau henti ekki til búsetu og séu því í auknum mæli notuð sem sumarhús. Mætti e.t.v. hverfa frá því að ekki megi breyta húsum, þó þannig að haldið verði í upphaflegan byggingarstíl.   Aðgengi að fjöru – víðsvegar ná lóðir ekki út í sjóvarnargarðinn og því er umferð leyfileg.   Atvinnumál/ferðamál – sveitarfélagið hefur aðkomu að þessum flokki. T.d. uppbygging á tjaldsvæðinu. Peningar hafa verið lagðir í Friðlandið. Verið er að opna upplýsingamiðstöð í Hótel Selfossi.   SASS og Menningarráð veita styrki til ýmissa verkefna er varða uppbyggingu og atvinnu. Íbúar Árborgar mættu vera duglegri að sækja um.   Skilti við Rúmfatalager – er í einkaeign. Spurning um að setja skilti líkt því hér í þorpinu. Umsókn hjá skipulagsnefnd að setja upp skilti við Kaðlastaði. Ekki er leyfi fyrir þeim skiltum sem eru víðs vegar um þorpið.   Sveitarfélagið gefur út götukort og er aðili að Markaðsstofu Suðurlands. Megin afþreyingin er við ströndina.   Aðkoma sveitarfélagsins getur verið sú að finna lóðir fyrir atvinnustarfssemi. Sveitarfélagið hjálpaði t.a.m. fyrirtækinu Sæbjúgum að koma sér fyrir.   Fráveitumál – Á að grófhreinsa skólp. Á 3 ára áætlun eru 55 milljónir lagðar í að byrja verkefnið.   Stjörnusteinar – ríkið á það. Sveitarfélagið notar það. Ekki vitað hvernig það mál fer. Eignarhaldsmál sem þarf að komast á hreint.   Ásta fór yfir það sem áætlað er að framkvæma á næstunni, skv. fjárhagsáætlun ársins og þriggja ára áætlun. Viðhaldsmál - Lagðar verða 3 milljónir í endurbætur á leikskólanum. 10 milljónir á ári í gangstéttar – árin 2015, 2016 og 2017. Lagðar verða þær gangstéttir sem á vantar við Blómsturvellina. Eftirlitsmyndavélar verða settar upp í þorpinu. Lóðaskipulag við barnaskólann verður tekið fyrir. Komin er dagsetning á gólfaviðgerð í íþróttahúsinu. 2017 verður utanhúsklæðning á íþróttahúsi löguð. Á þessu ári verður kláruð lagning á malarstígnum milli Eyrarbakka og Stokkseyrar, beðið er eftir að breytingu á aðalskipulagi ljúki. Möguleiki er á tengingu að fjörunni. Stígurinn verður svo malbikaður í 2-3 áföngum skv. áætlun. Hitaveitulagnir verða stækkaðar til að auka afhendingaröryggi á heitu vatni. Söguskilti verður sett upp á Stokkseyri í sumar. Trjám verður plantað í þorpinu á vegum umhverfisdeildar. Verið er að skipuleggja víðtækara stíganet. Verið er að teikna og hanna aðgengi að Kríunni. Í sumar verður unnið að hreinsunarverkefni þar sem gamlar girðingar verða hreinsaðar og t.d. hrossaskýlið við leikskólann. Í boði er niðurgreiðsla á slætti fyrir eldri borgara en garðaþjónusta sér um sláttinn. Byggingarfulltrúi hefur farið um og sent eigendum bílhræja bréf þar sem farið er fram á að þau verði fjarlægð.. Þuríðarbúð þarf að klára, eftir er að setja hurð og glugga, en uppbygingu hússins lokið að öðru leyti. Við Hólmaröst þarf að laga svæðið milli Hólmarastar og Fjöruborðsins. Sveitarfélagið þarf að hafa frumkvæðið, en nokkrir aðilar koma að þar sem hluti svæðisins er innan lóða. Varðandi rýmin á Kumbaravogi þá hefir orðið einhver tilfærsla til Sólvalla og Rangárvallasýslu. Hér er mikil þörf á rýmum. 4 hjúkrunarrými voru tekin af Kumbaravogi og 6 rýmum var bætt við í Rangárþingi. 2 rými fóru á Sólvelli hin tvö voru ekki nýtt á okkar svæði. Strætó fer 8 sinnum á dag en ekkert um helgar. Það þarf að fjölga ferðum.   Skólamálin – Skólaskrifstofa Suðurlands var lögð niður eftir að Árborg sagði sig úr henni.   Skólar sveitarfélagsins eru að fá mjög góða þjónustu.   Húsnæðismál – það hefur verið erfitt að fá leiguíbúðir, t.d. hefur Íbúðalánasjóður stífar reglur um hvaða íbúðir fara í leigu og er talsvert af íbúðum í eigu banka og sjóða sem ekki hafa fengist leigðar.   Sundleikfimin – hún er í höndum einkaaðila.   Fundi slitið klukkan 23.00.      

Þetta vefsvæði byggir á Eplica