8. fundur í Hverfisráði Eyrarbakka
8. fundur haldinn í Hverfisráði Eyrarbakka þann 19.apríl. 2012 kl. 20:00 að Stað.
Mættir: Þór Hagalín formaður, Gísli Gíslason, Arnar Freyr Ólafsson, Óðinn K Andersen ritari. Arna Ösp Magnúsardóttir mætti ekki.
Formaður setti fundinn.
Dagskrá:
1.) Kynning: Nýr liðsmaður, Arnar Freyr Ólafsson tekur sæti í stað Lindu Ásdísardóttur sem hættir.
2.) Fjáhagsáætlun-Fjárfestingar 2012-2015: Fjárfestingaliðir varðandi Eyrarbakka skoðaðir og lítilega ræddir.
3.) Fundarboð: Undirbúningur fyrir sameginlegan fund Bæjarráðs Árborgar með öllum hverfisráðum sveitarfélagsins, en fundurinn er fyrirhugaður í Ráðhúsi Árborgar þann 24. apríl n.k.
Önnur mál.
Fyrir liggur beðni frá Magnúsi J Magnússyni skólastjóra B.E.S. um fund með hverfisráði. Ákveðið að bjóða Magnúsi að sitja næsta fund hverfisráðs.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.22:00
Fundarritari Óðinn K Andersen.