Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


19.3.2015

8. fundur íþrótta- og menningarnefndar

8. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 11. mars 2015  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15.  Mætt: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Axel Ingi Viðarsson, nefndarmaður, D-lista, Helga Þórey Rúnarsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, nefndarmaður, S-lista, Estelle Burgel, nefndarmaður, Æ-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi. Bragi Bjarnason ritaði fundagerð. Dagskrá:  Almenn afgreiðslumál 1. 1503037 - Vor í Árborg 2015 Rætt um fyrirkomulag Vors í Árborg og aðkomu nefndarinnar að því. Rætt um að vera með skipulagða viðburði í öllum byggðarkjörnum líkt og sl. ár. Haldin verði opnunarhátíð þar sem menningarviðurkenning Árborgar 2015 afhent. Starfsmanni og formanni nefndarinnar falið að auglýsa eftir aðilum sem hafa hugmynd að viðburðum eða áhuga á að vera með viðburði á hátíðinni sem og setja saman dagskrá og kynna hana nefndarmönnum á næsta fundi. Samþykkt samhljóða. 2. 1502067 - Bæjar- og menningarhátíðir 2015 Rætt um að hafa fund með hátíðarhöldurum þri. 24.mars nk. kl. 19:30 til að ræða hátíðir ársins. Starfsmanni nefndarinnar falið að auglýsa fundinn. Samþykkt samhljóða. 3. 1501111 - Framtíðarhugmyndir um menningarsalinn í Hótel Selfoss Rætt um framtíðarhugmyndir fyrir menningarsalinn. Fram kom að bíóstólarnir sem sveitarfélagið fékk gefins eru komnir inn í salinn. Axel tók fram að taka þyrfti til í salnum og svo sé hugmyndin að stofna hollvinasamtök um salinn sem standi fyrir styrktartónleikum til að fjármagna ákveðnar framkvæmdir í salnum. Ýmsar áhugaverðar hugmyndir að fjármögnun ræddar. Samþykkt samhljóða. 4. 1503052 - Skátaþing 2015 Rætt um skátaþingið sem verður haldið 20 - 22.mars á Selfossi. Fulltrúi frá sveitarfélaginu heldur ávarp við setningu þingsins og íþrótta- og menningarnefndin mun afhenda viðurkenningu á þinginu. Estelle fór yfir skýrslu félagsins fyrir sl. ár og kynnti allt það fjölbreytta starf sem er í boði í skátunum. Samþykkt samhljóða. 5. 1503064 - Kaffi fyrir 75 ára íbúa Árborgar Formaður fer yfir þá  hugmynd að sveitarfélagið bjóði til öllum einstaklingum ásamt mökum búsettum í sveitarfélaginu sem eru 75 ára á árinu. Nefndarmönnum líst vel á hugmyndina og rætt um hvernig fyrirkomulagið gæti verið. T.d. væri hægt að gera þetta í tengslum við einhverja bæjarhátíð og í því samhengi var nefndur fimmtudagurinn 6.ágúst með á sumri  Selfossi. Erindi til kynningar 6. 1503059 - Vinnuskólinn 2015 Farið yfir fyrirkomulag vinnuskólans sumarið 2015. Fram kom að nú væru auglýsingar í gangi um flokk- og verkstjórastörf en í apríl verða auglýst störf fyrir ungmenni 14-17 ára. 7. 1407119 - Viðbygging við Sundhöll Selfoss frá 2014 Farið yfir stöðu framkvæmda. Fram kom að miklar breytingar verði næstu 2-3 mánuði á inngangi Sundhallarinnar eða þar til nýja byggingin verður tekin í notkun. Rætt um að nefndin fari og skoði aðstæður fyrir næsta fund. 8. 1503002 - Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða - uppbygging Knarrarósvita á Stokkseyri Lagt fram til kynningar. Ákveðið að næsti fundur nefndarinnar verði 24.mars kl. 18:00 og sameina þann fund með hátíðarhöldurum. Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:50 Kjartan Björnsson Axel Ingi Viðarsson Helga Þórey Rúnarsdóttir Eggert Valur Guðmundsson Estelle Burgel Bragi Bjarnason

Þetta vefsvæði byggir á Eplica