8. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar
8. fundur íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn mánudaginn 12. desember 2011 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00
Mætt:
Grímur Arnarson, formaður, D-lista,
Þorsteinn Magnússon, nefndarmaður, D-lista,
Erling Rúnar Huldarson, nefndarmaður, S-lista,
Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Bragi Bjarnason ritar fundagerð
Dagskrá:
1. 1110073 - Kjör íþróttakonu og karls Árborgar 2011
Farið yfir dagskrárdrög vegna uppskeruhátíðar sem og rætt um fyrirkomulag sérstakra styrkja og viðurkenninga sem sveitarfélagið veitir á hátíðinni. Einnig rætt um Hvatningarverðlaunin og verður ákvörðun um þau tilkynnt á uppskeruhátíðinni. ÍTÁ hvetur íbúa til að mæta á uppskeruhátíðina þann 28.desember nk. sem haldin verður í sal FSu og hefst kl.20:00. Samþykkt samhljóða.
2. 1110077 - Íbúakort
Formaður fer yfir stöðu mála.
3. 1106093 - Fjárhagsáætlun 2012
Menningar- og frístundafulltrúi kynnir drög að fjárhagsáætlun 2012 fyrir málaflokk ÍTÁ.
4. 1110088 - Erindisbréf ungmennaráðs
Lagt fram til kynningar.
5. 1111108 - Aðstaða júdódeildar Umf. Selfoss
Bréf frá júdódeild Umf. Selfoss lagt fram. ÍTÁ óskar júdódeildinni til hamingju með aðstöðuna og hvetur deildina til áframhaldandi góðra starfa.
6. 1111094 - Kynning á FÍÆT
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:20
Grímur Arnarson
Þorsteinn Magnússon
Erling Rúnar Huldarsson
Bragi Bjarnason