8. fundur menningarnefndar
8. fundur menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn þriðjudaginn 5. apríl 2011 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 18:15
Mætt:
Kjartan Björnsson, formaður, D-lista,
Anna Árnadóttir, varamaður, D-lista,
Guðrún Halla Jónsdóttir, nefndarmaður S-lista,
Bragi Bjarnason. íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Björn Ingi Bjarnason, fulltrúi D-lista, boðaði forföll en Anna Árnadóttir kemur inn sem varamaður D-lista.
Bragi Bjarnason ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. 1010083 - Hátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2011
Farið yfir drög að hátíðarhöldum árið 2011. Fram kom að fjöldi hátíðarviðburða á árinu sé milli 20 og 30 í sveitarfélaginu og lýsir menningarnefndin yfir ánægju sinni með fjölbreytileika þeirra. Ákveðið var að halda formlegan kynningarfund um hátíðirnar vikuna fyrir páska. Samþykkt samhljóða.
2. 1010077 - Vor í Árborg 2011
Fram kom að undirbúningur sé í fullum gangi. Menningarnefndin óskar eftir góðu samstarfi við íbúa og menningar- og markaðstengda aðila sem koma að hátíðinni. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í Vori í Árborg 2011 eru eindregið hvattir til að hafa samband við starfsmann nefndarinnar, Braga Bjarnason, hið fyrsta.
3. 1104012 - Kótelettan 2011 - Styrkbeiðni
Kjartan Björnsson, fulltrúi D-lista, vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Menningarnefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarráð að hátíðin fái sambærilegan styrk og aðrar hátíðir í sveitarfélaginu. Nefndin tekur fram að það standi til að sveitarfélagið komi sérstaklega að kynningum fyrir hátíðir í sveitarfélaginu þetta árið. Samþykkt samhljóða.
4. 1103093 - Samstarfssamningur við Leikfélag Selfoss 2011
Kjartan Björnsson, fulltrúi D-lista, kemur aftur inn á fundinn.
Samningurinn lagður fram til kynningar. Menningarnefndin lýsir yfir ánægju með samninginn.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 20:30
Kjartan Björnsson
Anna Árnadóttir
Guðrún Halla Jónsdóttir
Bragi Bjarnason