80. fundur bæjarráðs
80. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 14. febrúar 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Fundargerðir til kynningar:
1. 0703171 - Fundargerð Leigubústaða Árborgar ehf.
frá 08.02.06
Fundargerðin lögð fram
2. 0802009 - Fundargerð stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands
frá 17.01.08
Fundargerðin lögð fram.
Almenn erindi
3. 0708079 - Menningarstefna Árborgar- áður frestað á 79. fundi.
Bæjarráð tekur undir þakkir LMÁ til stýrihóps um menningarstefnu og samþykkir menningarstefnu fyrir Sveitarfélagið Árborg. Eins og fram kemur í frumatriðum stefnunnar þá er gert ráð fyrir að hún verði endurskoðuð fyrir árslok 2009 og mat lagt á hvernig tekist hafi að ná fram þeim metnaðarfullu markmiðum sem sett eru fram í stefnunni.
4. 0710059 - Tilkynning Fuglafjarðar kommunu í Færeyjum um slit á óformlegum vinabæjarsamskiptum
Lagt fram.
Erindi til kynningar
5. 0802028 - Kynning á verkefninu Héraðsáætlanir Landgræðslunnar
Lagt fram.
6. 0801022 - Aukaaðalfundur SASS/AÞS 2008
Lagt fram.
7. 0802040 - Kynning á sameiginlegri framtíðarsýn fyrir grunnskólastarf til ársins 2020
Lagt fram.
8. 0802041 - Samningur við Sideline sport um námskeið til heilsueflingar starfsmanna Árborgar
Samningurinn var lagður fram. Bæjarstjóri kynnti efni hans.
Eyþór Arnalds, D-lista, lagði fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að huga að lýðheilsu starfsmanna í starfi og leik. Aukin meðvitund um mataræði og hreyfingu er mjög af hinu góða í nútíma þjóðfélagi. Rétt hefði verið að bjóða út þessa þjónustu í stað þess að semja við einn aðila án útboðs.
9. 0706081 - Áætlun um efnistöku í Seyðishólum 2008-2060, skýrsla VGK Hönnunar
Skýrsla VGK Hönnunar var lögð fram.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:40
Þorvaldur Guðmundsson
Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir