4.8.2016
80. fundur bæjarráðs
80. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 4. ágúst 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt: Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, varaformaður, Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, varamaður, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá beiðni um tækifærisleyfi vegna Sumars á Selfossi og samning við velferðarráðuneytið um hjúkrunarheimili.
Dagskrá:
Fundargerðir til kynningar |
1.
|
1602004 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands
1-1602004
|
|
173. fundur haldinn 1. júní |
|
Lagt fram. |
|
|
|
Almenn afgreiðslumál |
2. |
1607088 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 15.07.16, um umsögn um umsókn um endurnýjun rekstrarleyfis, Seylon, Selfossi, veitingastaður í flokki I
2-1607088 |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
|
|
|
3. |
1607107 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 21.07.16, um umsögn um endurnýjun rekstrarleyfisumsóknar- gistiheimilið Kvöldstjarnan, Stokkseyri, gististaður í flokki II
3-1607107 |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
|
|
|
4. |
1607066 - Styrkbeiðni, dags. 12.07.16, frá Sumarhúsinu og garðinum og Lindinni vegna hátíðarinnar "Stefnumót við Múlatorg 2016"
4-1607066 |
|
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. |
|
|
|
5. |
1503098 - Beiðni Bókabæjanna Austanfjalls, dags. 08.07.16, um afnot af húsnæði á Eyrarbakka til geymslu fyrir bækur
5-1503098 |
|
Bæjarráð samþykkir erindið og felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi við Bókabæina. |
|
|
|
6. |
1607083 - Erindi íbúa í Geirakoti og Eyði Sandvík, dags. 12.07.16, varðandi girðingar fyrir sauðfé á Stokkseyrarmýri |
|
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarfulltrúa sem fer með landbúnaðarmál og felur honum að leita leiða til úrbóta. |
|
|
|
7. |
1201041 - Deiliskipulagstillaga og beiðni Kaþólsku kirkjunnar, dags. 25.07.16, um úthlutun lóðar til Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, lóðin Hörðuvellir 1, Selfossi
7-1201041 |
|
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar. |
|
|
|
8. |
1603176 - Yfirlit yfir útsvar og framlög úr Jöfnunarsjóði fyrir janúar til júní 2016. |
|
Lagt fram. |
|
|
|
9. |
1603194 - Umferðaröryggismál á þjóðvegi 1 milli Hveragerðis og Selfoss |
|
Bæjarráð fagnar því að vinna við hönnun breikkunar Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis skuli vera hafin. Ljóst er að umferð um veginn hafi aukist mikið með auknum fjölda ferðamanna og er umferðarhraði oft verulega yfir mörkum. Bæjarráð óskar eftir því að skoðað verði að bæta við hraðamyndavélum á vegarkaflanum. Bæjarráð hvetur Alþingi til að tryggja að fjármagni verði veitt til þess að ljúka megi við breikkun vegarins. |
|
|
|
10. |
1607082 - Beiðni Brynju, hússjóðs, dags. 13.07.16, um 12% stofnstyrk og 4% viðbótarframlag vegna kaupa á íbúðum í Árborg á árunum 2017 og 2018, sbr. lög um almennar íbúðir.
10-1603176 |
|
Bæjarráð fagnar áhuga Brynju, hússjóðs, á að byggja upp í sveitarfélaginu. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að gera tillögu að reglum um úthlutun stofnframlaga skv. lögum um almennar íbúðir. |
|
|
|
11. |
1607067 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 02.08.16 um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi - Sumar á Selfossi 2016
11-1607067 |
|
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. |
|
|
|
12. |
1603040 - Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg, samningur milli velferðarráðuneytisins og Sveitarfélagsins Árborgar
12-1603040 |
|
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann. |
|
|
|
Erindi til kynningar |
13. |
1607086 - Erindi frá Íbúðalánasjóði, dags. 13.07.16, varðandi framkvæmd nýrra laga um almennar íbúðir
13-1607086 |
|
Lagt fram. |
|
|
|
14. |
1607090 - Tilkynning frá Jafnréttisstofu um landsfund jafnréttisnefnda á Akureyri 16. september 2016
14-1607090 |
|
Lagt fram. |
|
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:50.
Ari B. Thorarensen |
|
Eyrún Björg Magnúsdóttir |
Helgi Sigurður Haraldsson |
|
Eggert V. Guðmundsson |
Sandra Dís Hafþórsdóttir |
|
Ásta Stefánsdóttir |