Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


21.2.2008

81. fundur bæjarráðs

81. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 21. febrúar 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt: 
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, varamaður B-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar:

1. 0607048 - Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar
frá 11.02.08


-liður 1, 0801009, fimleikaakademía FSu og Umf. Selfoss, bæjarráð staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
-liður 2, 0802001, gjaldskrá fyrir sundstaði 2008, gjaldskráin var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa D-lista.
-liður 6, 0706074, endurskoðun á íþrótta- og tómstundastefnu sveitarfélagsins, lagt var til að bæjarráð staðfesti afgreiðslu nefndarinnar varðandi að fela íþrótta- og tómstundafulltrúa í samráði við verkefnisstjóra að skrifa drög að nýrri íþrótta- og tómstundastefnu, bæjarráð staðfesti einnig afgreiðslu nefndarinnar um kynningu skýrslunnar og felur bæjarstjóra og íþrótta- og tómstundafulltrúa að boða til almenns kynningarfundar á Hótel Selfossi fimmtudaginn 28. febrúar n.k. kl. 20. Á fundinum munu skýrsluhöfundar gera grein fyrir helstu atriðum vinnunnar og tillögum sem fyrir liggja. Fulltrúum félaga sem þátt tóku í verkefninu boðið að taka þátt í kynningu skýrslunnar og fulltrúar sveitarfélagsins gera grein fyrir næstu skrefum í málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Helgi Haraldsson, B-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:
Bæjarfulltrúar B, S og V fagna því að nú liggur fyrir niðurstaða vinnu sem Rækt ehf. tók að sér fyrir Sveitarfélagið og birtist í skýrslu sem nefnist "Tillögur að stefnumótun Sveitarfélagsins Árborgar í íþrótta- og tómstundamálum 2008-2015." Skýrslan er afrakstur víðtæks samráðs og samvinnu fólks sem starfar á vettvangi íþrótta og tómstundamála í Árborg. Bæjarfulltrúar B, S og V þakka öllum þeim sem komu að starfinu og vænta góðs samstarfs við forgangsröðun og áframhaldandi uppbyggingu í þessum málaflokkum.

Bæjarfulltrúar B, S og V harma þau vinnubrögð fulltrúa D lista að taka skýrsluna til opinberrar kynningar á eigin spýtur áður en hún hefur hlotið stjórnsýslulega afgreiðslu í bæjarráði. Fulltrúar D lista boðuðu til fjölmiðlafundar fyrr í vikunni til að, að því er virðist, kynna niðurstöður skýrslunnar. Skýrsla þessi er niðurstaða vinnu sem bæjarráð samþykkti á 60. fundi þann 13. september 2007 að ráðist skyldi í, gegn atkvæði fulltrúa D lista. Skýrslan liggur nú fyrir til afgreiðslu samhliða afgreiðslu á fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 11. febrúar s.l.

Eyþór Arnalds, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Bæjarfulltrúi D-lista þakkar góða vinnu Ræktar ehf. og hagsmunaaðila. Niðurstöður skýrslunnar eru í grundvallaratriðum samhljóða stefnu D-listans. Það vekur furðu að meirihlutinn kvarti undan almennri umræðu um efni skýrslunnar, en hún var rædd á fundi fulltrúa D-lista um íþróttamál með fulltrúum héraðsblaðanna síðastliðinn mánudag.

Skýrslan var lögð fram og rædd á fundi íþrótta- og tómstundanefndar 11. Febrúar og svo aftur á bæjarstjórn 14. 2. þar sem skýrslan var notuð sem rökstuðningur meirihlutans þegar felld var tillaga D-listans um að tvöfalda framlög til afreks- og styrktarsjóðs eins og sjá má í fundargerðarbók bæjarstjórnar:

d) 0707112, tillaga bæjarfulltrúa D-lista um úthlutun úr afreks- og styrktarsjóði, áður frestað á 28. fundi
Grímur Arnarson, D-lista, fylgdi tillögunni úr hlaði.

Gylfi Þorkelsson, S-lista, Helgi Haraldsson, B-lista, Grímur Arnarson, og Eyþór Arnalds, D-lista, tóku til máls. Eyþór Arnalds beindi svohljóðandi fyrirspurn til bæjarstjóra:

Er það rétt að ný aðstaða við Engjaveg verði ekki tilbúin fyrir næsta keppnistímabil?

Gylfi Þorkelsson, S-lista, og Snorri Finnlaugsson, D-lista tóku til máls.

Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tók til máls og svaraði fyrirspurn Eyþórs Arnalds á þá leið að það liggi ekki fyrir að völlurinn verði ekki tilbúinn á árinu 2008.

Grímur Arnarson og Eyþór Arnalds, D-lista, Gylfi Þorkelsson, S-lista, Helgi Haraldsson, B-lista, Ragnheiður Hergeirsdóttir, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa B-, S- og V-lista, gegn fjórum atkvæðum fulltrúa D-lista.

Gylfi Þorkelsson, S-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:

Því ber að fagna að samstaða sé um það í bæjarstjórn að auka framlög til afreksíþrótta. Í skýrslu Ræktar ehf. um stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum í Árborg, sem kynnt var í ÍTÁ sl. mánudag, er lagt til að sveitarfélagið færi styrki til afreksíþrótta í annan farveg en nú er. Þar til nýjar verklagsreglur hafa verið mótaðar, í samvinnu við íþróttahreyfinguna, er ekki tímabært að auka framlög í Afreks- og styrktarsjóð Árborgar, sem væntanlega verður lagður niður í núverandi mynd.

Það er því ljóst að skýrslan hefur verið rædd í stjórnkerfinu og þar sem hún var beinlínis notuð sem rökstuðningur við afgreiðslu þessa máls í bæjarstjórn verður ekki séð að hún hafi ekki fengið umfjöllun! Meirihluti V, S og B lista ætti að fagna umræðu um skýrsluna enda var samþykkt samhljóða í íþrótta- og tómstundanefnd að halda almennan kynningarfund. Vonandi verður umræðan sem mest og efndirnar miklar.

Fundargerðin staðfest.

2. 0801021 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
frá 14.02.08


-liður 10, 0801099, umsögn um samgönguáætlun, bæjarráð þakkar umsögnina og felur bæjarritara að koma henni til skila.
Fundargerðin staðfest.

3. 0801034 - Fundargerð félagsmálanefndar
frá 11.02.08


Fundargerðin staðfest.

4. 0801042 - Fundargerð leikskólanefndar Árborgar
frá 11.02.08


-liður 1, 0801002, ráðning leikskólastjóra við Hulduheima, bæjarráð staðfestir tillögu nefndarinnar um að Stefanía Eygló Aðalsteinsdóttir verði ráðin sem leikskólastjóri að Hulduheimum.
Fundargerðin staðfest.

Fundargerðir til kynningar:

5.  0802080 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
frá 05.02.08


Lagt fram.

6. 0703085 - Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu
frá 05.02.08


Lagt fram.

Almenn erindi

7. 0703085 - Lántaka Brunavarna Árnessýslu - ábyrgðaryfirlýsing Sveitarfélagsins Árborgar

Í fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu undir 6. lið samþykkir stjórnin lántöku vegna tækjakaupa.
Bæjarráð Árborgar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 50.000.000 kr. til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum.
Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, og er hún óskipt gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti/greiðsluskyldu.
Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sömu laga.
Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum.
Er lánið tekið til kaupa á slökkvibifreiðum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Kristjáni Einarssyni, slökkviliðsstjóra (150749-4849) f.h. Brunavarna Árnessýslu veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

8. 0504105 - Kaupsamningur vegna áveitulands 1 og 2, sbr. samþykkt bæjarráðs frá 2006, til staðfestingar

Bæjarráð staðfestir samninginn.

9. 0802065 - Beiðni Sýslumannsins á Selfossi um umsögn um endurnýjun á leyfi til reksturs veitingastaðar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins þar til umsögn skipulags- og byggingarnefndar liggur fyrir.

10. 0802086 - Tillaga um þátttöku Sveitarfélagsins Árborgar vegna íhlutunarrannsóknar til bættrar heilsu og betri lífsgæða aldraðra

Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um eina milljón króna. Kostnaður færist á liðinn óráðstafað.
Samþykkt samhljóða.

11. 0801097 - Tillaga að skipan í ritnefnd vegna afmælis Árborgar

Lagt er til að skipuð verði fimm manna ritnefnd vegna útgáfu afmælisrits. Nefndin móti tillögu að formi og innihaldi afmælisritsins og leggi fyrir bæjarráð. Lagt er til að Inga Lára Baldvinsdóttir verði formaður ritnefndar. Verkefnisstjóra íþrótta-, forvarnar- og menningarmála, sem jafnframt sitji í nefndinni, verði ásamt formanni falið að ganga frá tillögu um skipan hinna þriggja fulltrúa í ritnefndina og leggja fyrir bæjarráð. Kostnaður vegna verkefnisins, kr. 1.2 millj., verður tekinn af liðnum óráðstafað.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:55

 

Jón Hjartarson                        
Helgi Sigurður Haraldsson
Eyþór Arnalds                        
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica