Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


18.8.2016

81. fundur bæjarráðs

81. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 18. ágúst 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10  Mætt: Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, varaformaður, D-lista, Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1601008 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar
  21. fundur haldinn 09.08.16
  -liður 6, leiksýning fyrri börn á faraldsfæti um landið, erindi frá Þjóðleikhúsinu, bæjarráð samþykkir að láta húsnæði undir sýninguna án endurgjalds. Fundargerðin staðfest.
     
2. 1601006 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
  25. fundur haldinn 10.08.16 Fylgigögn fyrri hluti - seinni hluti
  -liður nr. 3, 1607078 umsókn um stöðuleyfi fyrir veitingavagn á lóðinni Tryggvagötu 8, bæjarráð staðfestir útgáfu stöðuleyfis til 6 mánaða. -liður nr. 4, 1607093 umsókn um stöðuleyfi fyrir geymslugám að Gráhellu 51, bæjarráð staðfestir útgáfu stöðuleyfis til 6 mánaða. -liður nr. 5, 1607081 umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðaralögn í Austurvegi, bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi, að uppfylltum þeim skilyrðum sem tilgreind eru í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar. -liður nr. 43, 1602182 tillaga að deiliskipulagi fyrir dælustöð í landi Gamla-Hrauns, bæjarráð samþykkir skipulagstillöguna. Fundargerðin staðfest.
     
3. 1601007 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
  30. fundur haldinn 10.08.16
  Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
4. 1602003 - Fundargerð stjórnar SASS
  510. fundur haldinn 05.08.16 4-1602003
  Lagt fram til kynningar.
     
Almenn afgreiðslumál
5. 1607029 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 08.07.16, um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi - gististaður í flokki II, sumarhús Vonarland, Stokkseyri. 5-1607029
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
6. 1606075 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 20.07.16 um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi - gististaður í flokki I, heimagisting að Engjavegi 49, Selfossi. 6-1606075
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
7. 1607113 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 28.07.16, um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi - gististaður í flokki I, heimagisting að Bakkatjörn 5, Selfossi, Gesthús Gudrun. 7-1607113
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
8. 1602134 - Beiðni SS um stöðuleyfi fyrir brennsluofn á lóð SS við Fossnes
  Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, kom inn á fundinn og fór yfir stöðu mála vegna starfsleyfis. Bæjarráð staðfestir tillögu skipulags- og byggingarnefndar um að veitt verði stöðuleyfi fyrir brennsluofni til sex mánaða.
     
9. 1506088 - Beiðni íbúa í Austurkoti, dags. 08.08.16, um að lokun á Votmúlavegi milli Austurkots og Votmúla, sem verið hefur til reynslu í sumar, verði látin halda sér. 9-1506088
  Lagðar voru fram athugasemdir og ábendingar sem borist hafa við tímabundna lokun á Votmúlavegi. Bæjarráð Árborgar sér sér ekki fært að verða við beiðni íbúa Austurkots um varanlega lokun Votmúlavegar. Bæjarráð beinir því til Vegagerðarinnar að finna lausn sem dugir til að draga úr umferðarhraða við Austurkot. Jafnframt verði þegar í stað hafist handa við færslu Votmúlavegar norður fyrir bæina.
     
10. 1608004 - Bókun bæjarfulltrúa Æ-lista um svonefnda "Grindarvíkurleið", samstarf vegna íþróttaiðkunar 10-1608004
  Eyrún B. Magnúsdóttir, Æ-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: Björt framtíð í Árborg vill lýsa yfir stuðningi og hvatningu við sveitarfélagið til að taka sem fyrst upp samstarf við íþróttafélög og deildir innan sveitarfélagsins líkt og hefur verið gert í Grindavík undanfarið með góðum árangri. ?Bærinn og Ungmennafélagið hafa tekið höndum saman til að efla íþróttaiðkun barna og ungmenna. Bærinn niðurgreiðir æfingagjöld og í staðinn skuldbindur félagið sig til að hafa samræmd gjöld á milli deilda. Þetta þýðir að fyrir hvert barn á aldrinum sex til sextán ára eru greiddar 22.500 krónur á ári eða 1.850 krónur á mánuði og má það æfa allar íþróttir sem í boði eru. Deildirnar skipta fjármunum á milli sín og fyrir vikið starfa þær saman í stað þess að keppa um krónurnar. Börnin fá tækifæri til að prófa ólíkar greinar og finna það sem hentar þeim best.? (http://grindavik.net/read/2016-07-29/svona-ma-draga-ur-brottfalli-i-ithrottum/) Þar sem þegar virðist vera mikill vilji meðal t.d. Ungmennafélags Selfoss, akademíanna og fulltrúa bæjarstjórnar til þess að vinna að uppbyggingu varðandi íþróttaiðkun ungmenna og íbúa almennt, virðist þessi leið kjörin til að auka aðgengi og tækifæri sem flestra til að finna þá íþrótt sem þeim hentar, án tilfallandi aukakostnaðar. Björt framtíð í Árborg hvetur til þess að reynt verði að vinna samstarfið þannig að það komi sem hagkvæmast út fyrir núverandi og verðandi íþróttaiðkendur sveitarfélagsins. Lagt var fram minnisblað Braga Bjarnasonar um stöðu málsins. Bæjarráð felur menningar- og frístundafulltrúa að vinna áfram að málinu og leggja niðurstöður viðræðna fyrir íþrótta- og menniningarnefnd.
     
11. 1603176 - Rekstraryfirlit fyrir janúar til júní 2016 og yfirlit yfir útsvar og tekjur frá Jöfnunarsjóði
  Ingibjörg Garðarsdóttir, fjármálastjóri, kom inn á fundinn og fer yfir rekstraryfirlit og tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunarvinnu.
     
12. 1608052 - Beiðni Más Ingólfs Mássonar um lausn frá störfum sem varabæjarfulltrúi fyrir Æ-lista 12-1608052
  Bæjarráð felst á beiðni Más Ingólfs um lausn frá störfum.
     
13. 1608054 - Beiðni Skógræktarfélags Sandvíkurhrepps um aðstoð Sveitarfélags Árborgar við fegrun og umhirðu við Votmúlaveg 13-1608054
  Bæjarráð samþykkir styrkveitingu til verkefnisins í samræmi við erindið.
     
14. 1608064 - Aðstaða fyrir handbolta í íþróttahúsum á Selfossi 14-1608064
  Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins og menningar- og frístundafulltrúa að vinna að því með handknattleiksdeild UMFS að fá undanþágu fyrir íþróttahúsi Vallaskóla fyrir næsta tímabil.
     
Erindi til kynningar
15. 1608048 - Erindi Bændasamtaka Íslands, dags. 09.08.16, ályktun af búnaðarþingi 2016 - Fjallskil 15-1608048
  Lagt fram. Afréttarmálafélag Flóa og Skeiða svarar erindinu fyrir hönd sveitarfélagsins.
     
16. 1608051 - Hvatningarbréf frá Velferðarvaktinni, dags. 09.08.16 um að leggja kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfangakaupa barna af eða halda henni í lágmarki 16-1608051
  Lagt fram. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: Undirritaður minnir á að fulltrúi Samfylkingarinnar í fræðslunefnd lagði fram á fundi fræðslunefndar þann 12. ágúst á sl. ári tillögu um frí námsgögn fyrir skólabörn búsett í sveitarfélaginu. Tillögunni var vísað til fjárhagsáætlunargerðar þar sem málinu var vísað frá. Það er stefna bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar að grunnskólabörn í sveitarfélaginu fái frí námsgögn.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00.

Kjartan Björnsson   Ari B. Thorarensen
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson   Ásta Stefánsdóttir

   


Þetta vefsvæði byggir á Eplica