82. fundur bæjarráðs
82. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 28. febrúar 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Jón Hjartarson, varaformaður, V-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, varamaður B-lista
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0801026 - Fundargerð skólanefndar grunnskóla
frá 14.02.08
Fundargerðin staðfest.
2. 0801042 - Fundargerð leikskólanefndar
frá 20.02.08
Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynningar:
3. 0801091 - Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands
frá 18.02.08
Lagt fram
4. 0801022 - Fundargerð aukaaðalfundar SASS
frá 15.02.08
Lagt fram.
5. 0801022 - Fundargerð aukaaðalfundar AÞS
frá 15.02.08
Lagt fram.
6. 0801088 - Fundargerð stjórnar SASS
frá 15.02.08
Lagt fram.
Almenn erindi
7. 0802105 - Lóðarumsókn - fyrir "Sænska húsið", Austurveg 33, vegna fyrirhugaðs flutnings
Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara.
8. 0801052 - Framtíðarlausnir í úrgangsmálum Sorpstöðvar Suðurlands
Bæjarráð tekur jákvætt í áframhaldandi samstarf Sorpstöðvar Suðurlands við önnur sorpsamlög á suðvesturhorni landsins um skipulag og undirbúning framtíðarlausna í meðhöndlun úrgangs. Ljóst er að kostnaður vegna framtíðarlausna í meðhöndlun úrgangs verður verulega hærri en nú er og bæjarráð Árborgar telur, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar, að hagkvæmt verði fyrir sveitarfélög að byggja upp sameiginlegar lausnir í þessum málum.
Samþykkt samhljóða.
Eyþór Arnalds, D-lista, gerði grein fyrir atkvæði sínu:
Ljóst er að kostnaður vegna meðhöndlun úrgangs verður mjög hár eða 12.2-15.2 milljarðar á árunum 2008 til 2015 miðað við fyrirliggjandi gögn. Eignarhlutur Árborgar er mjög stór í Sorpstöð Suðurlands, eða 40,8% og því brýnt að huga vel að hagstæðustu lausn sem völ er á. Ekki er fullvíst að allar leiðir hafi verið fullkannaðar, en það er nauðsynlegt áður en sveitarfélagið er bundið af milljarða fjárfestingum. Ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn verður á íbúa eða heimili. Á endanum eru það íbúar og fyrirtæki í Árborg sem borga gjöldin og gæta þarf vel þegar svo mikil útgjöld er í pípunum.
Erindi til kynningar
9. 0802109 - Lífshlaupið - hvatningar- og átaksverkefni ÍSÍ
Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kynna málið.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 8:30
Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds
Helgi Sigurður Haraldsson
Ásta Stefánsdóttir