82. fundur bæjarráðs
82. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 16. febrúar 2012 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
Mætt:
Eyþór Arnalds, formaður, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, bæjarfulltrúi, D-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. 1201021 - Fundargerð fræðslunefndar
18. fundur haldinn 9. febrúar
Fundargerðin staðfest.
2. 1202238 - Fundargerð hverfisráðs Selfoss
5. fundur haldinn 31. janúar
Fundargerðin lögð fram.
Bæjarráð bendir á að verklagsreglur um snjómokstur er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Bæjarráð vísar erindi varðandi matjurtagarða og götumerkingar til framkvæmda- og veitustjórnar.
3. 1202252 - Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga
159. fundur haldinn 1. febrúar
Lagt fram.
4. 1201004 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
212. fundur haldinn 1. febrúar
Lagt fram.
5. 1202236 - Fundargerð stjórnar SASS
453. fundur haldinn 3. febrúar
Fundargerðin lögð fram.
-liður 5, málefni Suðurlandsvegar. Bæjarráð tekur undir athugsemdir stjórnar SASS um frágang á 2+2 vegi. Reynslan í vetur sýnir hve viðkvæm leiðin er þegar þrengt er að umferð.
6. 1201084 - Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands
137. fundur haldinn 8. febrúar
Fundargerðin lögð fram.
7. 1202247 - Beiðni um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - Yimsiam Noodle
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um erindið.
8. 1202001 - Fyrirspurn frá stjórn Þroskahjálpar á Suðurlandi- verkaskipting sveitarfélaga og þjónusturáða
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.
9. 1202276 - Beðni Skákfélags Selfoss og nágrennis um styrk vegna Íslandsmóts skákfélaga 2012
Bæjarráð samþykkir að styrkja Íslandsmótið um kr. 250.000 og að leggja til skólahúsnæði eða íþróttasal til mótshaldsins.
10. 1202274 - Ályktun kirkjuþings 2011
Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.
11. 1202234 - Beiðni atvinnuveganefndar Alþingis um umsögn - frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, þjóðareigna á nytjastofnum og nýtingarréttur
Lagt fram.
12. 1202250 - Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn - tillaga til þingsályktunar um tólf ára fjarskiptaáætlun 2011-2022
Lagt fram.
13. 1202251 - Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn - tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára fjarskiptaáætlun 2011-2014
Lagt fram.
14. 1105207 - 12 mánaða bráðabirgðauppgjör
Lagt var fram 12 mánaða bráðabirgðauppgjör.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30.
Eyþór Arnalds
Elfa Dögg Þórðardóttir
Eggert V. Guðmundsson
Helgi Sigurður Haraldsson
Þórdís Eygló Sigurðardóttir
Ásta Stefánsdóttir