Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


26.4.2006

82. fundur félagsmálanefndar

 

82. fundur félagsmálanefndar Árborgar haldinn í Ráðhúsi Árborgar,
mánudaginn  10. apríl 2006, kl. 17:15

 

Mætt:  Guðjón Æ. Sigurjónsson, formaður, Guðmundur B. Gylfason, Þorgrímur Óli Sigurðsson, Björg E. Ægisdóttir og Anný Ingimarsdóttir, félagsráðgjafi.

 

1. Húsnæðismál.
a)  Færð í trúnaðarbók.
b)  Guðjón, formaður sagði frá að hann og Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, verkefnastjóri
félagslegra úrræða fóru á fund hjá meirihluta bæjarstjórnar til að fara yfir stöðu mála í húsnæðismálum.

 

2.   Einstaklingsmál
Færð í trúnaðarbók.

 

3.   Önnur mál.
a)  Ívilnun vegna fráfalls maka.
Afgreiðslu frestað,  aflað verður frekari gagna.

 

b)  Úttekt á launum karla og kvenna sem starfa hjá sveitarfélaginu.

 

Greinargerðir frá Ragnheiði Thorlacius, framkvæmdastjóra Fjölskyldumiðstöðvar og Guðlaugu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Fjármála- og stjórnsýslusviðs lagðar fram til kynningar.
Nefndin óskar eftir að greinargerð framkvæmdastjóra Framkvæmda- og veitusviðs verði lögð fram á næsta fundi.  Anný falið að fá þessar upplýsingar.

 

Í tilefni af úttektinni leggur félagsmálanefnd til eftirfarandi:

 

“ Á fundi félagsmálanefndar þann. 9. febrúar sl. var það lagt fyrir framkvæmdastjóra sviða, þ.e. framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, framkvæmdastjóra Fjölskyldu-miðstöðvar og framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs, að gera úttekt á launum karla og kvenna hver á sínu sviði og meta hvort konum og körlum sem vinna jafnverðmæt og sambærileg störf sé mismunað í launum og öðrum kjörum á grundvelli kynferðis.
Í framhaldi af úttekt  framkvæmdastjóranna beinir félagsmálanefnd því til bæjarráðs að það feli starfsmannastjóra sveitarfélagsins að bera saman kjör kvenna og karla sem vinna á sviðunum þremur í þeim tilgangi að kanna hvort um sé að ræða mismun í launum og örðum kjörum á grundvelli kynferðis.
Lagt er til að starfsmannastjóri skili félagsmálanefnd skýrslu um málið eigi síðar en 8. maí nk.”

 

c)  Ársskýrsla Samtaka um kvennaathvarf fyrir árið 2005  -  lögð fram til kynningar.

Fundargerð lesin og fundi slitið kl.18:50

Björg E. Ægisdóttir                             
Anný Ingimarsdóttir
Þorgrímur Óli Sigurðsson
Guðmundur B. Gylfason
Guðjón Ægir Sigurjónsson

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica