83. fundur bæjarráðs
83. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 6. mars 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:1
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1.0801021 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
frá 28.02.08
Bæjarráð staðfestir fundargerðina að undanskildum 8. lið þar sem mistök urðu við afgreiðslu málsins í skipulags- og bygginganefnd.
2. 0801047 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
frá 28.02.08
Bæjarráð óskar eftir að framkvæmdalisti fylgi fundargerðum framkvæmda- og veitustórnar.
Bæjarráð staðfestir fundargerðina.
Fundargerðir til kynningar:
3. 0801155 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands
frá 19.02.08
Lögð fram.
4. 0802080 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
frá 19.02.08
Lögð fram.
Almenn erindi
5. 0802159 - Ósk um umsögn um lagafrumvarp- brunavarnir, 376. mál
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.
6. 0802158 - Ósk um umsögn um lagafrumvarp - mannvirki, 375. mál, heildarlög
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.
7. 0802157 - Ósk um umsögn um lagafrumvarp- skipulagslög, 374. mál, heildarlög
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.
8. 0704080 - Beiðni Sorpstöðvar Suðurlands um staðfestingu á að sveitarfélagið taki þátt í sameiginlegu útboði á söfnun pappírs og umbúðaúrgangs
Bæjarráð vísar til fyrri samþykktar um þetta efni frá 49. fundi og samþykkir að taka þátt í útboðinu og felur framkvæmda- og veitusviði að taka saman umbeðnar upplýsingar.
Eyþór Arnalds, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði:
Mikilvægt er að ná kostnaði niður í þessum umfangsmikla málaflokki. Útboð er góð leið til þess, en betra hefði verið að það væri gert án skilyrða, en í útboðsskilmálum er það skilyrt að efnum úr endurvinnslutunnum sé skilað til Sorpu bs í Gufunesi.
9. 0802163 - Áskorun foreldrasamtaka leikskóla Árborgar um að leikskólar verði gjaldfrjálsir fyrir 5 ára nemendur
Erindi Foreldrasamtaka leikskóla Árborgar lagt fram.
Afgreiðsla fulltrúa B og V lista:
Meirihlutinn þakkar framlagt erindi.
Nokkrar leiðir eru til þess að jafna aðstæður og draga úr útgjöldum barnafjölskyldna t.d. varðandi leikskólagöngu. Gjaldfrjáls leikskóli fyrir 5 ára börn er ein þeirra. Meirihluti B, S og V lista í bæjarstjórn Árborgar telur eðlilegt að með tímanum verði leikskólinn, fyrsta skólastigið, gjaldfrjálst. Forsenda þess sé hins vegar sú að sveitarfélögin fái auknar tekjur, t.d. með breytingu á tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga, til að fjármagna þessa þjónustu. Úr því þarf að fá skorið hvort stuðningur ríkisins komi til svo sveitarfélögum verði það kleift að gera leikskólann gjaldfrjálsan.
Á 32. fundi bæjarráðs Árborgar þann 15. febrúar 2007 var eftirfarandi var bókað og sent til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga :
Meirihluti bæjarráðs Árborgar styður eindregið tillögur um að hafnar verði viðræður við fulltrúa ríkisins um gjaldfrjálsan leikskóla. Leikskólinn hefur verið skilgreindur sem fyrsta skólastigið í landinu og því er eðlilegt að hann verði gjaldfrjáls. Af því getur hins vegar ekki orðið nema til komi auknir tekjustofnar til sveitarfélaga.
Sú leið sem meirihluti bæjarstjórnar Árborgar hefur kosið að fara, meðan ekki liggur fyrir breyting á tekjustofnum sveitarfélaga, er að hafa kostnað foreldra eins lítinn og rekstur leikskólanna getur borið. Því var skólagjaldahluti leikskólagjalda lækkaður um 15 % á árinu 2007 og systkinaafsláttur vegna 3ja barns hækkaður úr 75% í 100% sama ár. Niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldrum voru hækkaðar úr 20 þús.kr. í 30 þús.kr. í janúar 2008 vegna 8 stunda dvalar og rétt er að geta þess að leikskólagjöld tóku ekki verðlagshækkunum í Árborg á árinu 2008 en þær voru í kringum 6 %.
Eyþór Arnalds, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði:
Fulltrúi D-lista fagnar stofnun foreldrasamtaka leikskóla Árborgar og telur það sérstakt ánægjuefni að foreldra sýni hér frumkvæði á þessu sviði. Elsti árgangur leiksskólans og yngsti hópur grunnskólans eiga að tengjast enn betur en nú er og ber að huga að því. Þá eru leiksskólagjöld íþyngjandi fyrir barnafjölskyldur og þarf að huga að því máli með eða án þátttöku ríkisins.
10. 0803001 - Tillaga bæjarfulltrúa D-lista um úttekt á öllum þjónustugjöldum
Svohljóðandi tillaga bæjarfulltrúa D-lista var lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að fá óháðan endurskoðanda til að gera úttekt á öllum þjónustugjöldum, þar með töldum fasteignatengdum þjónustugjöldum eins og fráveitugjaldi og vatnsgjaldi, sem Sveitarfélagið Árborg og stofnanir þess innheimta og ganga rækilega úr skugga um að innheimta þeirra sé í samræmi við lög. Kostnaður vegna úttektarinnar verði tekinn af liðnum óráðstafað í fjárhagsáætlun 2008.
Greinargerð:
Samkvæmt lögum er sveitarfélögum, auk innheimtu skatta, heimilt í ákveðnum tilvikum að innheimta gjöld vegna þeirrar þjónustu sem þau veita. Ekki er heimilt samkvæmt lögum að innheimta hærri gjöld en samsvarar þeim kostnaði sem af þjónustunni hlýst í hverju tilviki. Nokkur óvissa hefur vaknað hjá mörgum greiðendum þjónustugjalda í sveitarfélaginu um hvort gjöldin geti í einhverjum tilvikum verið hærri en sá kostnaður sem af þjónustunni hlýst. Það er ólöglegt ef svo er. Úttekt var gerð á þjónustugjöldum Árborgar 2004 þar sem komið var með ýmsar ábendingar um nauðsynlegar lagfæringar. Frá þeim tíma hefur orðið stórfelld hækkun á gjöldum. Sem dæmi má nefna að nú greiða húseigendur 81% meira í vatnsgjald en 2004 og 149% meira í fráveitugjald en 2004. Ekki er líklegt að þjónusta vegna þessa hafi hækkað svo mikið á þessum tíma. Því er nauðsynlegt fyrir bæjaryfirvöld að fá nákvæma skoðun á þessu og gera lagfæringar ef með þarf.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með tveimur atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa D-lista.
Jón Hjartarson, V-lista, gerði grein fyrir atkvæði meirihlutans:
Þjónustugjöld í Sveitarfélaginu Árborg byggja á heimildum laga og ekki er tilefni til umræddrar úttektar.
Fulltrúar B og V lista
11. 0801005 - Tillaga varðandi land undir golfvöll
Svohljóðandi tillaga bæjarfulltrúa B, S og V lista var lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að bjóða Golfklúbbi Selfoss land undir nýjan 18 holu golfvöll á svæðinu á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar austur af Kríunni, en verið er að ganga frá landaskiptum á milli ríkisins og sveitarfélagsins, á því svæði. Þá samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra og bæjarritara að hefja viðræður við fulltrúa Golfklúbbsins um mögulega aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu nýs golfvallar á þessu svæði.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Erindi til kynningar
12. 0802164 - Athugasemdir íbúa við Tjaldhóla vegna hæðar gatna og lóða í Gráhellu ásamt gögnum um breytingar sem samþykktar hafa verið
Bæjarstjóra er falið að svara erindinu.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:05
Þorvaldur Guðmundsson
Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir