Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


8.9.2016

83. fundur bæjarráðs

83. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 8. september 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.   Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, boðaði forföll. Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá 26. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. september.      Var það samþykkt samhljóða. Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 1601006 - Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2016
26. fundur haldinn 7. september
Fundargerðin staðfest.
Almenn afgreiðslumál
2. 1503028 - Tillaga faghóps Erasmus+ verkefnisins "Nám, störf og lærdómssamfélag" um að Árborg gerist heilsueflandi sveitarfélag 2-1503028
Bæjarráð felur yfirmönnum sviða að taka saman yfirlit yfir hvernig nú þegar er unnið í anda heilsueflandi sveitarfélags og skila til bæjarráðs.
3. 1609010 - Boðsbréf, dags. 30. ágúst 2016, á ráðstefnu ungmennaráða á Suðurlandi, beiðni um tilnefningu tveggja fulltrúa 3-1609010
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að senda inn tilnefningar fyrir lok skráningarfrests.
4. 1608164 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 22. ágúst 2016, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn, gististaður í flokki I - heimagisting að Réttarholti 14, Selfossi 4-1608164
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
5. 1608183 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 29. ágúst 2016, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn fyrir veitingastað í flokki I, endurnýjun - Bókakaffið, Austurvegi 22, Selfossi 5-1608183
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
6. 1608159 - Beiðni fimleikadeildar UMFS, dags. 18. ágúst 2016, um fjárveitingu vegna endurnýjunar á dansgólfi fimleikadeildar 6-1608159
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.
7.   1609031 - Erindi verkefnastjórnar vegna Atlas kortasjár fyrir Suðurland, dags. 1. september 2016, varðandi sameiginlega kortasjá fyrir sveitarfélögin á Suðurlandi. Beiðni um að Árborg semji við Loftmyndir um kortasjá fyrir sveitarfélagið 7-1609031
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að afla upplýsinga um kostnað við verkefnið.
Erindi til kynningar
8. 1608145 - Ábending Guðjóns Sigurbjartssonar, dags. 13. ágúst 2016, um að æskilegt sé að gera alþjóðaflugvöll á Suðurlandi 8-1608145
Lagt fram.
9. 1608173 - Kjörbréf og boð á ársþing SASS 2016 og aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands 9-1608173
Lagt fram.
10. 1609003 - Kynning Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 29. ágúst 2016, á Degi íslenskrar náttúru - 16. september 2016 10-1609003
Lagt fram.
11. 1603044 - Yfirlit yfir íbúafjölda í Árborg 1. september 2016 11-1603044
Íbúar í Árborg voru 8.418 hinn 1. september sl.
12. 1609030 - Kynning á verkefninu Göngum í skólann 12-1609030
Lagt fram.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:05 Gunnar Egilsson Ari B. Thorarensen Eyrún Björg Magnúsdóttir Helgi Sigurður Haraldsson Ásta Stefánsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica