Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


8.5.2006

83. fundur félagsmálanefndar

 

83. fundur félagsmálanefndar Árborgar haldinn í Ráðhúsi Árborgar,
mánudaginn  8.  maí 2006, kl. 17:15

 

Mætt:  Guðjón Æ. Sigurjónsson, Björg E. Ægisdóttir boðaði forföll, í stað hennar mætti Gunnar Kristmundsson, Sigríður Ólafsdóttir, Þorgrímur Óli Sigurðsson, Guðmundur B. Gylfason boðaði forföll, Anný Ingimarsdóttir, félagsráðgjafi, og Guðlaug  Hilmarsdóttir, félagsráðgjafi.

1. Húsnæðismál.
a)  Færð í trúnaðarbók.

 

2.  Einstaklingsmál
Færð í trúnaðarbók.

 

3. Önnur mál.
a)  Ívilnun vegna fráfalls maka.
Félagsmálanefnd samþykkir að tillalga II í greinargerð Ragnheiðar Thorlacius, framkv.stjóra Fjölskyldumiðstöðvar verði samþykkt. Anný Ingimarsdóttir falið að fylgja erindinu eftir.

 

Tillaga II.
Ný ákvæði, 3., 4. og 6. gr.,  verði sett í reglur um afslátt af fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega í Sveitarfélaginu Árborg frá 14. desember 2005. 

 

Ákvæðin verði svohljóðandi:

 

3.gr. 
Við fráfall maka/sambýlismanns tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega er eftirlifandi maka með tekjur allt að 2.105.000 krónur á ári heimilt að sækja um sérstakan afslátt af fasteignaskatti og fráveitugjaldi af húsnæði sem hann býr í. Tekjuviðmið eru þau sömu og í 2. gr.

 

Lækkun samkvæmt 3. gr. getur ekki orðið meiri en helmingur fasteignaskatts og fráveitugjalds eins þau gjöld eru ákveðin eftir lækkun samkvæmt reglum 2. gr. um tekjuviðmið.

 

4. gr.
Sækja skal um afslátt samkvæmt 3. gr. til Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar á eyðublöðum sem liggja frammi í þjónustuveri og/eða á heimasíðu Árborgar. Með umsókn skal fylgja staðfest afrit af síðasta skattframtali ásamt örorkukorti, útgefnu af Tryggingastofnun ríkisins, þegar í hlut eiga örorkulífeyrisþegar yngri en 67 ára.

 

Lagt er til að Fjölskyldumiðstöð Árborgar, verkefnasviði félagslegrar ráðgjafar, verði veitt heimild til að afgreiða beiðnir um lækkun vegna fráfalls maka. Með því móti gefst tækifæri til að veita eftirlifandi maka félagslega ráðgjöf og stuðning, óski hann eftir því.

3. gr. núgildandi reglna verði 5. gr.

 

6. gr. 
Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og 2. mgr. 7. gr. reglugerðar um fasteignaskatt nr. 1160/2005.

 

b)  Bréf barst frá Sál – ráð ehf. þann 4. maí.  Kynning á nýrri þjónustu sem sálfræðifyrirtækið Sál – ráð hefur upp á að bjóða varðandi meðferð, greiningu og áhættumat á einstaklingum sem framið hafa kynferðisbrot.   Lagt fram til kynningar.

 

c)  Bréf til kynningar,  bréf barst frá Barnaverndarstofu þann 12. apríl, þar sem kynnt er að ný handbók fyrir barnaverndarnefndir og starfsmenn þeirra er komin á netið undir “barnaverndarstofa” og “barnaverndarnefndir”   Lagt fram til kynningar.

 

d)  Anný greindi frá fundi hennar og Ragnheiðar Thorlacius með lögreglunni, þar sem m.a. útivist var rædd, farið yfir tilkynningaskyldu vegna barnaverndarmála og feril þeirra.

 

e)  Greinargerð frá Ásbirni Blöndal, framkv.stjóra Framkvæmda- og veitusviðs vegna úttektar á launum karla og kvenna sem starfa hjá sveitarfélaginu.  Lagt fram til kynningar.

 

Fundargerð lesin og fundi slitið kl.18:15

Guðjón Ægir Sigurjónsson                                          
Anný Ingimarsdóttir
Gunnar Kristmundsson                                   
Guðlaug Hilmarsdóttir
Sigríður Ólafsdóttir
Þorgrímur Óli Sigurðsson

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica