Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


13.3.2008

84. fundur bæjarráðs

84. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 13. mars 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri

Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá bókun um tvöföldun Suðurlandsvegar. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar:

•1. 0801044 - Fundargerðir umhverfisnefndar
16. fundur 6. mars


Fundargerðin staðfest.

Fundargerðir til kynningar:

•2. 0802100 - Fundargerðir Leigubústaða
19. fundur 5. mars


Fundargerðin staðfest.

  • 3. 0802009 - Fundargerðir Atvinnuþróunarfélags Suðurlands 2008
    272. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 15.febrúar s.l.
    273. fundur stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands frá 18.febrúar s.l.

    Fundargerðirnar lagðar fram.

Almenn erindi

•4. 0803027 - Ósk um umsögn - þingsályktun um stofnun háskólaseturs á Selfossi, 343. mál

Bæjarráð Árborgar fagnar framkominni þingsályktunartillögu um stofnun háskólaseturs á Selfossi og hvetur til þess að hún verði samþykkt.
Efling háskólanáms á Suðurlandi er frumforsenda áframhaldandi þróunar á öllum sviðum samfélagsins. Á þeim stöðum á landinu þar sem háskólasetur hafa verið sett á fót hefur háskólastarfsemi stóraukist og fjöldi þeirra sem stunda nám og rannsóknir á viðkomandi svæðum fjölgað mjög. Því er það Sunnlendingum lífsnauðsyn að strax verði komið á fót háskólasetri á Selfossi sambærilegu og annarsstaðar þar sem þau hafa verið stofnsett.

  • 5. 0803026 - Ósk um umsögn - þingsályktun um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna, 402. mál

    Lagt fram.
  • 6. 0803036 - Rekstrarleyfisumsókn - Hvíta húsið

    Afgreiðslu frestað þar til umsögn skipulags- og byggingarnefndar liggur fyrir.
  • 7. 0801097 - Ritnefnd vegna 10 ára afmælis Árborgar

    Tillaga er um að nefndina skipi þau Inga Lára Baldvinsdóttir, Margrét I. Ásgeirsdóttir forstöðumaður Bæjar- og héraðsbókasafnsins, Lýður Pálsson forstöðumaður Byggðasafns Árnesinga og Þorsteinn Másson sagnfræðingur. Með nefndinni starfi Andrés Sigurvinsson verkefnisstjóri íþrótta-, forvarnar- og menningarmála.

    Gefið verði út vandað blað sem borið verði í hvert hús í sveitarfélaginu.

    Samþykkt samhljóða.

  • 8. 0803034 - Fundir bæjarráðs 2008

    Lagt er til að reglulegur fundur bæjarráðs sem vera á fimmtudaginn 20. mars, skírdag, falli niður.
    Samþykkt samhljóða.
  • 9. 0504045 - Tvöföldun Suðurlandsvegar

    Bæjarráð fagnar áformum um að tvöföldun Suðurlandsvegar verði sett á samgönguáætlun og að framkvæmdin verði boðin út á árinu. Tvöföldun Suðurlandsvegar er eitt af stærstu hagsmunamálum sveitarfélaga á Suðurlandi.

Erindi til kynningar

      •10.   0802048 - 22. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2008

Til kynningar.

  • 11. 0802166 - Áhættustýring vegna skuldahöfuðstóls

    Til kynningar.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:30.

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds                                    
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica