85. fundur bæjarráðs
85. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 26. mars 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar:
1. 0803067 - Fundargerð þjónustuhóps aldraða
162.fundur haldinn 5.mars 2008
-liður 3, bekkir og áningarborð við göngustíga, bæjarráð vísar málinu til sérfræðings umhverfismála til skoðunar í tengslum við þá vinnu sem er í gangi varðandi göngu- og hjólreiðastíga.
Fundargerðin staðfest.
2. 0801026 - Fundargerð skólanefndar grunnskóla
20.fundur haldinn 13.mars 2008
-liður 3, 0803053, tímabundin ráðning skólastjóra, bæjarráð staðfestir ráðningu Guðbjarts Ólasonar í stöðu skólastjóra Vallaskóla 2008-2009.
-liður 7, 0803048, ályktun kennara um álagsgreiðslur, nú standa yfir kjaraviðræður milli Launanefndar sveitarfélaga og samninganefndar Félags grunnskólakennara og í þeim samningaviðræðum er lagt upp með ný vinnubrögð þar sem menn ganga mjög jákvæðir til verks og væntir bæjarráð þess að þessar viðræður gangi hratt fyrir sig og skili viðunandi niðurstöðu fyrir kennara.
Eyþór Arnalds, D-lista, óskaði eftir að bókað yrði:
Mikilvægt er að Árborg sé alltaf samkeppnishæf og í fremstu röð hvað varðar kjör starfsmanna.
Fundargerðin staðfest.
3. 0801021 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
45.fundur haldinn 13.mars 2008
-liður 10, 0803030, tillaga að breyttu deiliskipulagi að svæði hestamanna á Selfossi, bæjarráð samþykkir að tillagan verði auglýst.
-liður 11, 0711111, tillaga að breyttu aðalskipulagi milli flugvallavegar og Eyrabakkavegar, bæjarráð vísar tillögunni til umsagnar umhverfisnefndar.
Fundargerðin staðfest.
Fundargerðir til kynninga
4. 0801088 - Fundargerð stjórnar SASS
412. fundur haldinn 5.mars 2008
Fundargerðin lögð fram.
5. 0801091 - Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands
103.fundur haldinn 10.mars 2008
Fundargerðin lögð fram.
Almenn erindi
6. 0803075 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
Bæjarráð samþykkir að eftirtaldir verði fulltrúar sveitarfélagsins á fundinum:
Aðalmenn: Varamenn:
Jón Hjartarson Sigrún Þorsteinsdóttir
Gylfi Þorkelsson Margrét K. Erlingsdóttir
Þórunn Jóna Hauksdóttir Elfa Dögg Þórðardóttir
Eyþór Arnalds Snorri Finnlaugsson
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Þorvaldur Guðmundsson
- 7. 0710106 - Beiðni um gerð þjónustusamnings við Markaðsstofu Suðurlands ehf.
Bæjarráð tekur ekki afstöðu til erindisins fyrr en liggur fyrir hver afgreiðsla stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurlands verður, sbr. 5. lið fundargerðar stjórnar SASS frá 5. mars s.l., þar sem reiknað er með að fjármunir sem þar eru fyrir hendi verði látnir renna í verkefnið. - 8. 0703008 - Ályktun stjórnar Kennarafélags Suðurlands um samningaviðræður kennara og sveitarfélaga um laun
Bæjarráð tekur undir ályktun stjórnar Kennarafélags Suðurlands um góð samskipti Launanefndar og samninganefndar Félags grunnskólakennara. - 9. 0803048 - Ályktun stjórnar Kennarafélags Suðurlands um aukagreiðslur í formi mánaðarlegra álagsgreiðslna
Bæjarráð þakkar erindið.
Lögð var fram svohljóðandi tillaga að afgreiðslu:
Í gangi eru kjaraviðræður milli Launanefndar sveitarfélaga og samninganefndar Félags grunnskólakennara. Á kynningarfundum sem launanefndin hefur haldið með sveitarstjórnum hefur komið fram vilji til að bæta laun kennara frá því sem nú er. Bæjarráð telur því rétt að bíða eftir niðurstöðu kjaraviðræðna áður en lengra er haldið.
Tillagan var samþykkt með tveimur atkvæðum. Eyþór Arnalds, D-lista sat hjá og óskaði eftir að bókað yrði:
Mikilvægt er að Árborg sé alltaf samkeppnishæf og í fremstu röð hvað varðar kjör starfsmanna. - 10. 0803048 - Ályktanir kennarafunda grunnskóla Árborgar um álagsgreiðslur
Bæjarráð þakkar erindið.
Lögð var fram svohljóðandi tillaga að afgreiðslu:
Í gangi eru kjaraviðræður milli Launanefndar sveitarfélaga og samninganefndar Félags grunnskólakennara. Á kynningarfundum sem launanefndin hefur haldið með sveitarstjórnum hefur komið fram vilji til að bæta laun kennara frá því sem nú er. Bæjarráð telur því rétt að bíða eftir niðurstöðu kjaraviðræðna áður en lengra er haldið.
Tillagan var samþykkt með tveimur atkvæðum. Eyþór Arnalds, D-lista sat hjá og óskaði eftir að bókað yrði:
Mikilvægt er að Árborg sé alltaf samkeppnishæf og í fremstu röð hvað varðar kjör starfsmanna. - 11. 0803082 - Breyting á prókúru framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs
Bæjarráð samþykkir að veita Þuríði Ósk Gunnarsdóttur, kt. 040762-3619, prókúruumboð fyrir Sveitarfélagið Árborg og Selfossveitur, jafnframt að veita Ástu Stefánsdóttur, kt. 251070-3189, prókúruumboð fyrir Sveitarfélagið Árborg. - 12. 0803104 - Lántökur 2008
Lánssamningar við Lánasjóð sveitarfélaga.
Lán kr. 460.000.000.- og lán kr.500.000.000.-
Lögð var fram svohljóðandi tillaga:
Bæjarráðið samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að 500.000.000 kr. til 3ja ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til framkvæmda, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.Bæjarráðið samþykkir jafnframt hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 460.000.000 kr. til 26 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til framkvæmda, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Þuríði Ósk Gunnarsdóttur, kt; 040761-3619, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Áborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Tillagan var samþykkt með tveimur atkvæðum, Eyþór Arnalds, D-lista, sat hjá og óskaði eftir að bókað yrði:
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 er gert ráð fyrir að skuldir aukist um 600 milljónir, en þessi tvö lán eru að upphæð 960 milljónir. Ekki liggur fyrir fundinum hvernig ráðstöfun lánsfjárins verði háttað í einstökum atriðum. Þá er annað lánið að fjárhæð kr. 500 milljónir til fremur skamms tíma þar sem það þarf að greiðast upp að fullu innan þriggja ára þar af 100 milljónir 28. mars 2009 og 200 milljónir 28. mars 2010. Mikilvægt er að sveitarfélagið hafi fé aflögu til framkvæmda frá rekstri.
- 13. 0803103 - Beiðni um vilyrði fyrir lóðinni Fossnes 11, frá Ásgeiri Vilhjálmssyni
Bæjarráð hafnar erindinu og felur framkvæmda- og veitusviði að kanna hve langan tíma tekur að gera lóðir í Fossnesi byggingarhæfar. - 14. 0803036 - Rekstrarleyfisumsókn - Hvíta húsið
Áður frestað á 84.fundi bæjarráðs
Bæjarráð gefur jákvæða umsögn um umsókn um leyfi til reksturs veitingastaðar í Hvíta húsinu. - 15. 0803068 - Rekstrarleyfisumsókn - Hótel Selfoss
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins þar til umsögn skipulags- og byggingarnefndar liggur fyrir.
Erindi til kynningar
•16. 0711011 - Athugun á rekstri og uppsetningu netþjónabúa í Árborg
Bæjarráð vísar skýrslunni til umhverfisnefndar til skoðunar.
- 17. 0803087 - 86. héraðsþing HSK 2008
Lagt fram. - 18. 0803060 - Ársskýrsla Fræðslunets Suðurlands 2007
Lagt fram.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:00
Þorvaldur Guðmundsson Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds Ásta Stefánsdóttir