86. fundur bæjarráðs
86. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 13. október 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. Mætt: Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, varaformaður, Eyrún Björg Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Æ-lista, Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Sandra Dís Hafþórsdóttir, varamaður, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð, Helgi S. Haraldsson, B-lista, boðaði forföll. Dagskrá:
| Fundargerðir til staðfestingar | ||
| 1. | 1601008 - Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar | |
| 23. fundur haldinn 4. október | ||
| Fundargerðin staðfest. | ||
| 2. | 1601003 - Fundargerð fræðslunefndar | |
| 25. fundur haldinn 5. október | ||
| Fundargerðin staðfest. | ||
| 3. | 1601006 - Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar | |
| 27. fundur haldinn 5. október | ||
| -liður 1, 1609217, deiliskipulagsbreyting Víkurheiði. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst. -liður 8, 1609204, umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vinnsluholu fyrir kalt vatn. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umsóknin verði samþykkt. Fundargerðin staðfest. | ||
| Fundargerðir til kynningar | ||
| 4. | 1602004 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands | |
| 175. fundur frá 30. september | ||
| Fundargerðin lögð fram. | ||
| 5. | 1602003 - Fundargerð stjórnar SASS | |
| 512. fundur haldinn 30. september | ||
| Fundargerðin lögð fram. | ||
| Almenn afgreiðslumál | ||
| 6. | 1608083 - Tilkynningar frá Þjóðskrá Íslands, dags. 29. september og 4. október, um umsóknir um breytingar á kjörskrá | |
| Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að gera breytingar á kjörskrá í samræmi við erindið. | ||
| 7. | 1501110 - Tilnefning í starfshóp vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja í Árborg | |
| Bæjarráð tilnefnir Gunnar Egilsson, Magnús Gíslason og Helga S. Haraldsson til setu í hópnum, Ásta Stefánsdóttir starfi með hópnum ásamt menningar- og frístundafulltrúa, sem boði til fyrsta fundar. | ||
| 8. | 1610029 - Styrkbeiðni frá Snorraverkefninu, dags. 6. október 2016, vegna stuðnings við Snorraverkefnið 2017 8-1610029 | |
| Bæjarráð hafnar erindinu. | ||
| 9. | 1610019 - Styrkbeiðni frá Bókabæjunum austan fjalls, dags. 4. október 2016, vegna starfsmanns bókabæjanna 2017 9-1610019 | |
| Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar. | ||
| 10. | 1610036 - Reglur um stofnframlög skv. lögum um almennar íbúðir 10-1610036 | |
| Bæjarráð staðfestir reglurnar. | ||
| 11. | 1610035 - Styrkbeiðni Skógræktarfélags Selfoss, dags. 5. október 2016 vegna áframhaldandi uppbyggingar í Hellisskógi 2017 11-1610035 | |
| Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar. | ||
| 12. | 1610035 - Styrkbeiðni Skógræktarfélags Selfoss, dags. 5. október 2016 vegna framræslu í Hellisskógi 12-1610035 | |
| Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar. | ||
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:00. Ari B. Thorarensen Eyrún Björg Magnúsdóttir Eggert V. Guðmundsson Sandra Dís Hafþórsdóttir Ásta Stefánsdóttir