Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


27.10.2016

87. fundur bæjarráðs

87. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 27. október 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, ritaði fundargerð. Eyrún Magnúsdóttir, Æ-lista, boðaði forföll. Dagskrá: 
Fundargerðir til kynningar
1. 1609186 - Fundargerð stjórnar Listasafns Árnesinga 1-1609186
Haldinn 23. september
Lagt fram.
Almenn afgreiðslumál
2. 1608083 - Breyting á kjörskrá vegna Alþingiskosninga 2016, erindi frá Þjóðskrá
Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að gera breytingar á kjörskrá í samræmi við þau erindi sem liggja fyrir fundinum.
3. 1610062 - Erindi frá Sigurði Jónssyni, ábending um nauðsyn á að veita tiltekna þjónustu á sviði tal- og iðjuþjálfunar í heimabyggð og hugmynd að útfærslu samstarfsverkefnis ríkis og sveitarfélaga
Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.
4. 1610102 - Erindi frá Háskólafélagi Suðurlands, dags. 18. október 2016, um nauðsynlegar framkvæmdir við Sandvíkursetur og beiðni um að fá á leigu stærri hluta hússins 4-1610102
Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar Sandvíkurseturs ehf.
5. 1607029 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 11. október 2016, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn - sumarhúsið Vonarland, gististaður í flokki II 5-1607029
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
6. 1610123 - Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 21. október 2016, um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi - skátamót á Selfossi 25. til 29. júlí 2017 6-1610123
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
7. 1610090 - Styrkbeiðni frá Reykjavíkurakademíunni, dags. 10. október 2016, vegna málþingsins Fjölmiðlun í almannaþágu 7-1610090
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
8. 1610046 - Styrkbeiðni frá Ólafi B. Ólafssyni, dags. 10. október 2016, vegna verkefnisins Brautryðjendur, tónleikar í Selfosskirkju 8-1610046
Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
9. 1610128 - Styrkbeiðni Stígamóta, dags. 10. október 2016, vegna rekstrarársins 2017 9-1610128
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.
10. 1607086 - Tilkynning frá Íbúðalánasjóði, ódags., um umsókn Brynju hússjóðs um stofnframlag 10-1607086
Lagt fram.
11. 1607082 - Umsókn um stofnframlög, erindi Brynju, hússjóðs, beiðni um framlag vegna kaupa á tveimur íbúðum á Selfossi á árinu 2017 11-1607082
Lögð var fram eftirfarandi tillaga: Matsnefnd Sveitarfélagsins Árborgar um stofnframlög vegna byggingar eða kaupa á húsnæði leggur til að umsókn Brynju hússjóðs um 12% stofnstyrk og 4% viðbótarframlag verði samþykkt vegna kaupa á 2 íbúðum á árinu 2017. Áætlað kaupverð er 50.000.000 kr. Umsóknin er samþykkt með fyrirvara um að Brynja hússjóður skili þeim gögnum sem Íbúðalánasjóður hefur óskað eftir. Stofnframlag verður veitt í formi fjárframlags. Sveitarfélagið Árborg nýtir sér heimild sína til að binda veitingu stofnframlags skilyrði um að það verði endurgreitt þegar lán tekin til að standa undir fjármögnun þeirra almennu íbúða sem veitt hefur verið stofnframlag hafa verið greidd upp. Bæjarráð samþykkir tillögu matsnefndarinnar.
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:50.
Gunnar Egilsson Ari B. Thorarensen
Helgi Sigurður Haraldsson Eggert V. Guðmundsson
Ásta Stefánsdóttir
 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica