Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


10.4.2008

87. fundur bæjarráðs

87. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 10. apríl 2008 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista
Jón Hjartarson, bæjarfulltrúi, V-lista
Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi, D-lista
Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

Dagskrá:

Fundargerðir til kynningar:

•1. 0801155 - Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands
107. fundur haldinn 18.mars 2008


Fundargerðin lögð fram.

Almenn erindi

•2.  0803068 - Beiðni Sýslumannsins á Selfoss um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna Hótels Selfoss
Áður frestað á 85.fundi bæjarráðs


Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. Bæjarráð samþykkir þann afgreiðslutíma staðarins sem sótt er um og staðfestir að staðsetning hans er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélags kveða á um.

  • 3. 0710121 - Erindi Guðmundar Sæmundssonar um kaup á landi við Eyrarbakka
    Áður á dagskrá á 67.fundi bæjarráðs


    Lagt var til að bæjarráð hafni erindi Guðmundar Sæmundssonar um kaup á Rófugarði I og II.
    Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með tveimur atkvæðum, Eyþór Arnalds, D-lista, sat hjá og gerði grein fyrir atkvæði sínu:
    Vonandi er þessi dráttur á afgreiðslu einsdæmi. Mikilvægt er að öllum málum sé svarað svo fljótt sem verða má.
  • 4. 0804019 - Erindi verkefnisstjóra fræðslumála um skólahverfi grunnskóla á Selfossi

    Bæjarráð staðfestir að börn sem eiga lögheimili í hverfunum Austurbyggð og Gráhellu eigi vísa skólavist í Sunnulækjarskóla, svo og að börn sem eigi lögheimili í Hagahverfi eigi vísa skólavist í Vallaskóla.
  • 5. 0801097 - Ósk Bridgefélags Selfoss um frí afnot af húsnæði Vallaskóla, Selfossi, þann 10. maí n.k.

    Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til Fjölskyldumiðstöðvar til úrvinnslu.
  • 6. 0704150 - Áframhald verkefnisins Sunnan3

    Bæjarráð samþykkir tillögur verkefnisstjórnar um framhald verkefna og frágang mála tengd verkefninu. Bæjarráð skipar Ástu Stefánsdóttur, bæjarritara, í verkefnisstjórn f.h. Árborgar.
  • 7. 0803110 - Samningur við Búgarðabyggð ehf vegna lands Eystra-Stokkseyrarsels sem áformað er að deiliskipuleggja fyrir lögbýli

    Bæjarráð staðfestir samninginn.
  • 8. 0709039 - Beiðni Krafts ehf um vilyrði fyrir lóð fyrir húsið Ingólf

    Bæjarráð samþykkir að veita vilyrði fyrir lóðinni Sigtúni 1a til Krafts ehf. Skilyrði fyrir vilyrðinu er að lóðin verði notuð fyrir húsið Ingólf. Um er að ræða hús sem hefur menningarsögulegt gildi á Selfossi. Staðsetning Ingólfs neðst við Sigtúnið fellur vel að þeim gömlu húsum sem standa við Sigtún neðan Austurvegar og skapa skemmtilega götumynd. Þá mun húsið sóma sér vel við árbakkann í nálægð við Tryggvaskála. Bæjarráð felur skipulags- og byggingarnefnd að úthluta lóðinni.

Erindi til kynningar

•9. 0803124 - Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands 2008 - fundarboð

Lagt fram.

  • 10. 0804020 - Könnun á aðstæðum barna og unglinga - hreyfing og næring

    Skýrslan liggur frammi.
  • 11. 0804034 - Árlegar upplýsingar frá Veiðifélagi Árnesinga og fundarboð

    Bæjarráð tilnefnir Þorvald Guðmundsson sem fulltrúa sinn á fundinn.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:35

Þorvaldur Guðmundsson                                              
Jón Hjartarson
Eyþór Arnalds                                                 
Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica