Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


29.3.2012

88. fundur bæjarráðs

88. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn fimmtudaginn 29. mars 2012  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.

Mætt:
Eyþór Arnalds, formaður, D-lista, 
Ari B. Thorarensen, varamaður, D-lista, 
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista, 
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi, V-lista,
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar

Formaður leitaði afbrigða til að taka á dagskrá beiðni Einars Björnssonar f.h. Létts ehf. um leyfi til lengri opnunartíma í Hvíta húsinu um páskana. 
Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1.  1201020 - Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
 31. fundur haldinn 21. mars
 Fundargerðin staðfest.
   
2.  1203112 - Fundargerðir stjórnar Sandvíkurseturs
 1. fundur haldinn 2. febrúar
2. fundur haldinn 17. febrúar
3. fundur haldinn 21. mars
 Lagt fram.
   
3.  1202030 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
 795. fundur haldinn 16. mars
 Lagt fram.
   
4.  1203027 - Fundargerðir Ungmennaráðs Árborgar 2012
 Fundur haldinn 27. janúar 
Fundur haldinn 29. febrúar
 Lagt fram.
   
5.  1203098 - Umsókn skólastjóra BES um viðbótarfjárveitingu vegna fatlaðs nemanda
 Bæjarráð samþykkir 50% viðbótarstöðugildi stuðningsfulltrúa í BES vegna fatlaðs nemanda, sótt hefur verið um mótframlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
   
6.  1202003 - Afgreiðsla SASS á niðurgreiðslum á strætókortum fyrir námsmenn ásamt beiðni frá 31. janúar um niðurgreiðslur til námsmanna
 Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að vinna tillögu að útfærslu á niðurgreiðslum á strætókortum fyrir námsmenn vegna næsta skólaárs, þar sem SASS mun ekki verða komið með lausn á málinu fyrir upphaf næsta skólaárs.
   
7.  1203155 - Tillaga fulltrúa S-lista að ályktun um breytingar stjórnvalda á tillögu verkefnisstjórnar Rammaáætlunar
 Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, lagði fram eftirfarandi ályktun:
Bæjarráð Svf Árborgar skorar á Alþingi að tryggja að fyrirhugaðar  tvær efstu virkjanahugmyndir í neðri Þjórsá, Hvamms-og Holtavirkjanir, verði áfram skilgreindar í nýtingarflokki Rammaáætlunar um nýtingu og vernd náttúrusvæða. 
Bæjarráð leggur áherslu á að áfram verði unnið í samræmi við tillögu verkefnastjórnarinnar sem vann drög að áætluninni, og virkjanirnar  ekki færðar í biðflokk eins og breytingartillaga umhverfis-og iðnaðarráðherra gerir ráð fyrir.
Ljóst er að efasemdir um afdrif og framtíð laxastofnsins í Þjórsá vegna virkjanaframkvæmda eiga einungis við um Urriðafossvirkjun. Ekkert er því til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir við Holta-og Hvammsvirkjanir.
Fyrirhugaðar framkvæmdir við virkjanir í neðri Þjórsá skipta miklu máli við að auka atvinnustig á Suðurlandi öllu. Það er er einbeittur vilji sveitarfélaga á svæðinu að skilgreindur hluti orkunnar verði nýttur til fullvinnslu á svæðinu. Því er það gríðarlega mikilvægt fyrir svæðið allt að framkvæmdir fari af stað sem allra fyrst.
Tillaga verkefnastjórnar um Rammaáætlun um nýtingu og vernd náttúrusvæða kemur nú til kasta Alþingis. Þar verður unnið úr umsögnum um einstaka kosti áður en þingmenn afgreiða Rammaáætlun endanlega. Hvetur bæjarráð Svf Árborgar þingmenn eindregið til þess að fara að tillögu verkefnastjórnarinnar sem vann drög að Rammaáætlun um að tvær efstu virkjanir í neðri Þjórsá verði áfram skilgreindar í nýtingarflokki en farið að varfærnisrökum gagnvart afdrifum laxastofnsins og fyrirhuguð Urriðafossvirkjun verði sett í bið á meðan málið er  skoðað enn frekar.
Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S-lista
Bæjarfulltrúar D- og B-lista taka undir það sjónarmið að nýta beri alla virkjanakosti Þjórsár og hvetja alþingismenn til að taka tillit til þeirra 
virkjanakosta sem koma vel út úr Rammaáætlun og umsögnum um hana. Mikilvægt er að nýta orkukostina og koma atvinnulífinu af stað.  
   
8.  1203163 - Tillaga frá ungmennaráði - Unglingavinna og atvinna ungs fólks
 Bæjarráð þakkar fyrir bréfið og góðar ábendingar. Bæjarráð felur umsjónarmanni umhverfis- og framkvæmda að vinna tillögu um útfærslu á hugmyndum ungmennaráðsins og leggja fyrir bæjarráð.
   
9.  1203165 - Auglýsingarstyrkur á poka frá Samtökum verslunar og þjónustu
 Bæjarráð samþykkir að veita 200.000 kr styrk til Samtaka verslunar og þjónustu til að gera innkaupapoka sem hafi götukort á annarri hlið pokans enda rúmast það innan fjárhagsáætlunar. 
   
10.  1203166 - Fundartímar bæjarráðs 2012
 Samþykkt var að fundur bæjarráðs í næstu viku falli niður þar sem fastan fundartíma ber upp á skírdag.
   
11.  1112102 - Málefni menningarsalar í Hótel Selfoss
 Farið var yfir stöðu málsins.
   
12.  1203184 - Tækifærisveitingaleyfi - páskaböll í Hvíta húsinu 2012
 Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um beiðni um opnunartíma til kl. 04 aðfaranótt skírdags og aðfaranótt annars í páskum.
 
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:30.

Eyþór Arnalds 
 Ari B. Thorarensen
Eggert Valur Guðmundsson  
Helgi Sigurður Haraldsson
Þórdís Eygló Sigurðardóttir  
Ásta Stefánsdóttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica