3.11.2016
88. fundur bæjarráðs
88. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 3. nóvember 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, Guðfinna Gunnarsdóttir, varaformaður, V-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
| Fundargerðir til staðfestingar |
| 1.
|
1611009 - Fundargerð kjaranefnda
1-1611009 |
| |
fundur haldinn 2. nóvember 2016 |
| |
Lögð var fram fundargerð kjaranefndar þar sem eftirfarandi tvö mál voru á dagskrá: 1. Þóknun til kjörinna bæjarfulltrúa og fyrir setu í nefndum Þóknanir til kjörinna fulltrúa taka skv. fyrri ákvörðun kjaranefndar mið af þingfararkaupi í tilteknum hlutföllum. Kjaranefnd samþykkir, í tilefni af ákvörðun kjararáðs um hækkun þingfararkaups úr 762.940 kr. í 1.101.194 kr. þann 30. október sl., að þóknun kjörinna fulltrúa Sveitarfélagsins Árborgar taki áfram mið af 762.940 kr. í sömu hlutföllum og áður, en hækki ekki til samræmis við síðustu ákvörðun kjararáðs. 2. Laun framkvæmdastjóra sveitarfélagsins Laun framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar taka mið af þingfararkaupi skv. tilteknum stuðli í samræmi við ráðningarsamning. Samkomulag er milli kjaranefndar, f.h. bæjarstjórnar, og Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, um að laun hennar hækki ekki til samræmis við síðustu ákvörðun kjararáðs. Fundargerðin staðfest. |
| |
|
|
| Fundargerðir til kynningar |
| 2. |
1601362 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands |
| |
249. fundur haldinn 19. október
2-1601362 |
| |
Lagt fram. |
| |
|
|
| Almenn afgreiðslumál |
| 3.
|
1610164 - Erindi frá Ferðafélagi Árnesinga, dags. 21. október 2016, varðandi gönguleiðakort um og yfir Ingólfsfjall
3-1610164 |
| |
Bæjarráð fagnar framtakinu og vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar til umsagnar. |
| |
|
|
| 4.
|
1603286 - Erindi frá ráðgjafarteymi Uppbyggingarsjóðs Suðurlands, dags. 26. október 2016, varðandi umsóknir og úthlutun styrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands með sérstaka áherslu á menningarverkefni ungs fólks
4-1603286 |
| |
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og menningarnefndar og ungmennaráðs. |
| |
|
|
| 5.
|
1610186 - Beiðni Lýðs Pálssonar, safnstjóra, dags. 28. október 2016, um hækkun framlaga til rekstrar Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka 2017
5-1610186 |
| |
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2017. |
| |
|
|
| 6.
|
1609088 - Ljósleiðaravæðing sveitarfélaga
6-1609088 |
| |
Fulltrúar frá Mílu komu á fundinn. Rætt var um stöðu mála varðandi ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram. |
| |
|
|
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40
| Gunnar Egilsson |
|
Ari B. Thorarensen |
| Guðfinna Gunnarsdóttir |
|
Helgi Sigurður Haraldsson |
| Eggert V. Guðmundsson |
|
Ásta Stefánsdóttir |