Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


3.11.2016

88. fundur bæjarráðs

 88. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 3. nóvember 2016 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10  Mætt: Gunnar Egilsson, formaður, D-lista, Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista, Guðfinna Gunnarsdóttir, varaformaður, V-lista, Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, S-lista, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.  Dagskrá: 
Fundargerðir til staðfestingar
1. 1611009 - Fundargerð kjaranefnda 1-1611009
  fundur haldinn 2. nóvember 2016
  Lögð var fram fundargerð kjaranefndar þar sem eftirfarandi tvö mál voru á dagskrá: 1. Þóknun til kjörinna bæjarfulltrúa og fyrir setu í nefndum Þóknanir til kjörinna fulltrúa taka skv. fyrri ákvörðun kjaranefndar mið af þingfararkaupi í tilteknum hlutföllum. Kjaranefnd samþykkir, í tilefni af ákvörðun kjararáðs um hækkun þingfararkaups úr 762.940 kr. í 1.101.194 kr. þann 30. október sl., að þóknun kjörinna fulltrúa Sveitarfélagsins Árborgar taki áfram mið af 762.940 kr. í sömu hlutföllum og áður, en hækki ekki til samræmis við síðustu ákvörðun kjararáðs. 2. Laun framkvæmdastjóra sveitarfélagsins Laun framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar taka mið af þingfararkaupi skv. tilteknum stuðli í samræmi við ráðningarsamning. Samkomulag er milli kjaranefndar, f.h. bæjarstjórnar, og Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, um að laun hennar  hækki ekki til samræmis við síðustu ákvörðun kjararáðs. Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
2. 1601362 - Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
  249. fundur haldinn 19. október 2-1601362
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
3. 1610164 - Erindi frá Ferðafélagi Árnesinga, dags. 21. október 2016, varðandi gönguleiðakort um og yfir Ingólfsfjall 3-1610164
  Bæjarráð fagnar framtakinu og vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar til umsagnar.
     
4. 1603286 - Erindi frá ráðgjafarteymi Uppbyggingarsjóðs Suðurlands, dags. 26. október 2016, varðandi umsóknir og úthlutun styrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands með sérstaka áherslu á menningarverkefni ungs fólks 4-1603286
  Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og menningarnefndar og ungmennaráðs.
     
5. 1610186 - Beiðni Lýðs Pálssonar, safnstjóra, dags. 28. október 2016, um hækkun framlaga til rekstrar Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka 2017 5-1610186
  Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2017.
     
6. 1609088 - Ljósleiðaravæðing sveitarfélaga 6-1609088
  Fulltrúar frá Mílu komu á fundinn. Rætt var um stöðu mála varðandi ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.
     
Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:40
Gunnar Egilsson   Ari B. Thorarensen
Guðfinna Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert V. Guðmundsson   Ásta Stefánsdóttir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica